Nadal sem er ríkjandi meistari þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla í hægri úlnlið en hann staðfesti þetta á Twitter- og Facebook síðu sinni í dag.
Nadal sem er 28 árs gamall meiddist á æfingu í síðasta mánuði og hefur æft í gifsi undanfarnar vikur. Hefur hann fyrir vikið misst af nokkrum mótum.
„Mér þykir leitt að tilkynna þetta en ég get ekki tekið þátt í opna bandaríska meistaramótinu í ár. Ég vona að þið skiljið að þetta er mjög erfið stund fyrir mig.