Ein skærasta stjarna íslenska körfuboltans heimsótt á Hagamelinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2014 19:00 Valtýr Björn Valtýsson var með umfjöllun um Martin Hermannsson og fjölskyldu hans í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þessi 19 ára strákur er í aðalhlutverki hjá íslenska landsliðinu í körfubolta í undankeppni EM. Martin skoraði 22 stig í sigrinum á Bretum í fyrsta leik undankeppninnar og var kosinn besti leikmaður tímabilsins í Dominos-deildinni síðasta vetur. Hann mun síðan spila með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum næsta vetur. Valtýr Björn hitti Martin og fjölskyldu hans þar sem þau búa á Hagamelnum í Reykjavík en þetta er mikil íþróttafjölskylda. Valtýr Björn spurði Martin meðal annars út í draumana um að spila í NBA-deildinni og heyrði síðan einnig hljóðið í öðrum fjölskyldumeðlimum. „Hann er allt öðruvísi leikmaður og ég myndi halda að hann væri miklu betur þjálfaður eins og þessir strákar eru í dag. Það er miklu meiri snerpa, hraði og tækni í þessu í dag. Hann er samt ekki betri það er langt í frá. Ég myndi aldrei viðurkenna að hann væri betri sem hann er," sagði Hermann Hauksson, faðir Martins, um muninn á þeim feðgum. „Ætli ég vilji ekki frekar vera eins og Martin af því að hann er betri en pabbi," segir Arnór Hermannsson sextán ára bróðir Martins um hvorum hann vilji líkjast meira. En á Margrét Elíasdóttir, móðir Martins, ekkert í Martin? „Jú, jú. Ég hugsa að hann fái eljuna og keppnisskapið frá mér," segir Margrét. "og hlaupagetuna," skýtur Hermann inn í. En er Martin tapsár? „Hann hefur alltaf verið svakalega tapsár en þeir hafa báðir verið með serkum liðum hjá KR og haf því ekki oft tapað," segir Margrét. Hermann skipti sjálfur á sínum tíma úr KR og spilaði með Njarðvíkurliðinu. Gæti Martin hugsað sér að spila fyrir annað félag hér heima en KR? „Þegar ég var yngri þá var ég viss um að ég færi í eitthvað annað lið en eftir að maður hefur orðið Íslandsmeistari með KR þá sér maður sig ekki fara neitt annað," sagði Martin. Það má sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Valtýr Björn Valtýsson var með umfjöllun um Martin Hermannsson og fjölskyldu hans í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þessi 19 ára strákur er í aðalhlutverki hjá íslenska landsliðinu í körfubolta í undankeppni EM. Martin skoraði 22 stig í sigrinum á Bretum í fyrsta leik undankeppninnar og var kosinn besti leikmaður tímabilsins í Dominos-deildinni síðasta vetur. Hann mun síðan spila með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum næsta vetur. Valtýr Björn hitti Martin og fjölskyldu hans þar sem þau búa á Hagamelnum í Reykjavík en þetta er mikil íþróttafjölskylda. Valtýr Björn spurði Martin meðal annars út í draumana um að spila í NBA-deildinni og heyrði síðan einnig hljóðið í öðrum fjölskyldumeðlimum. „Hann er allt öðruvísi leikmaður og ég myndi halda að hann væri miklu betur þjálfaður eins og þessir strákar eru í dag. Það er miklu meiri snerpa, hraði og tækni í þessu í dag. Hann er samt ekki betri það er langt í frá. Ég myndi aldrei viðurkenna að hann væri betri sem hann er," sagði Hermann Hauksson, faðir Martins, um muninn á þeim feðgum. „Ætli ég vilji ekki frekar vera eins og Martin af því að hann er betri en pabbi," segir Arnór Hermannsson sextán ára bróðir Martins um hvorum hann vilji líkjast meira. En á Margrét Elíasdóttir, móðir Martins, ekkert í Martin? „Jú, jú. Ég hugsa að hann fái eljuna og keppnisskapið frá mér," segir Margrét. "og hlaupagetuna," skýtur Hermann inn í. En er Martin tapsár? „Hann hefur alltaf verið svakalega tapsár en þeir hafa báðir verið með serkum liðum hjá KR og haf því ekki oft tapað," segir Margrét. Hermann skipti sjálfur á sínum tíma úr KR og spilaði með Njarðvíkurliðinu. Gæti Martin hugsað sér að spila fyrir annað félag hér heima en KR? „Þegar ég var yngri þá var ég viss um að ég færi í eitthvað annað lið en eftir að maður hefur orðið Íslandsmeistari með KR þá sér maður sig ekki fara neitt annað," sagði Martin. Það má sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira