Stefnir í eitt versta árið í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2014 11:11 Veiðin í Soginu er búin að vera döpur í sumar Veiðin í Soginu er búin að vera afleit í sumar og veiðimenn vona að hinar árlegu haustgöngur skili einhverju í bækurnar til að laga veiðitölurnar aðeins. Síðustu fréttir sem við höfum af veiðitölum eru 6 laxar úr Alviðru, 32 laxar úr Bíldsfelli, 20 laxa úr Syðri Brú og líklega um 40 laxa úr Ásgarði en við höfum þá tölu þó ekki staðfesta. Sogið er sem sagt líklega ekki komið yfir 100 laxa og því miður stefnir í að áin verði með lélegri veiðien árið 2000 sem þó var eitt það versta í ánni en þá komu 249 laxar á land. Það sem hefur þó bjargað nokkrum veiðitúrunum þarna í sumar eru góð skot í bleikjunni en algengt er að sjá 3-5 punda bleikjur í ánni. Það þarf þó að þekkja Sogið sæmilega vel til að veiða mikið af henni en flestir sem fara þarna setja þó einhvern tímann í stóra sogsbleikju og er það oft ekkert síðra en að eiga við laxinn. Stangveiði Mest lesið Vefsala SVFR opnuð Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Lax farinn að ganga upp Jökuldalinn Veiði
Veiðin í Soginu er búin að vera afleit í sumar og veiðimenn vona að hinar árlegu haustgöngur skili einhverju í bækurnar til að laga veiðitölurnar aðeins. Síðustu fréttir sem við höfum af veiðitölum eru 6 laxar úr Alviðru, 32 laxar úr Bíldsfelli, 20 laxa úr Syðri Brú og líklega um 40 laxa úr Ásgarði en við höfum þá tölu þó ekki staðfesta. Sogið er sem sagt líklega ekki komið yfir 100 laxa og því miður stefnir í að áin verði með lélegri veiðien árið 2000 sem þó var eitt það versta í ánni en þá komu 249 laxar á land. Það sem hefur þó bjargað nokkrum veiðitúrunum þarna í sumar eru góð skot í bleikjunni en algengt er að sjá 3-5 punda bleikjur í ánni. Það þarf þó að þekkja Sogið sæmilega vel til að veiða mikið af henni en flestir sem fara þarna setja þó einhvern tímann í stóra sogsbleikju og er það oft ekkert síðra en að eiga við laxinn.
Stangveiði Mest lesið Vefsala SVFR opnuð Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Lax farinn að ganga upp Jökuldalinn Veiði