Afar umdeilt hvort sníkillinn hafi áhrif á hegðun fólks Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2014 22:47 Magnús Karl segir rannsóknir sem sýna fram á áhrif sníkilsins á mannfólk í besta falli umdeildar. Vísir/GETTY/DANÍEL „Þetta er afar athyglisverður sníkill og þar erum við forsætisráðherra sammála,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands um toxoplasma-sníkilinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vakti athygli á í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsætisráðherra ræddi þar við þáttarstjórnendur um matvælaöryggi og varaði hann við mögulegum afleiðingum þess að aflétta verndartollum á innfluttar landbúnaðarafurðir. „Það er til að mynda til veira sem veldur því að hegðun fólks breytist. Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað það hvort að þetta kunni að vera að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ sagði Sigmundur og átti þar við hinn svokallaða toxoplasma. Hann bætti síðar við að Íslendingar væru þó nokkuð „óhultir fyrir þessu kvikindi.“ „Í fyrsta lagi er toxoplasmi líka á Íslandi eins og á flestum öðrum stöðum í heiminum, þó svo að tíðni hans sé kannski minni hér en í sumum löndum, til að mynda Suður-Evrópu,“ segir Magnús Karl í samtali við Vísi og bætir við að sníkilinn sé afar athyglisverður. Hann geti borist í menn úr fæðu en að kattardýr séu aðalberar hans, það er sá hýsill sem sníkillinn þarf að komast í til að klára lífshlaup sitt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að toxoplasminn geti breytt hegðun nagdýra. Til að mynda hafi hann eytt eðlislægum ótta sýktra rottna við ketti. „En hefur hann áhrif á fólk? Það er mjög umdeild skoðun, þó svo að það séu rannsóknir til staðar sem hafa gefið vísbendingar í þátt átt,“ segir Magnús. „Áhrifin eru þó afar óljós og rannsóknirnar, sem sýnt hafa fram á áhrif á mannfólk, eru í besta falli umdeildar.“ Meint áhrif af neyslu sýktra landbúnaðarafurða séu áhugaverð, en óstaðfest. „Þau benda alla vega ekki til þess að við ættum að óttast breytingar í stefnu okkar í landbúnaðarmálum,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor. Tengdar fréttir Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Þetta er afar athyglisverður sníkill og þar erum við forsætisráðherra sammála,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands um toxoplasma-sníkilinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vakti athygli á í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsætisráðherra ræddi þar við þáttarstjórnendur um matvælaöryggi og varaði hann við mögulegum afleiðingum þess að aflétta verndartollum á innfluttar landbúnaðarafurðir. „Það er til að mynda til veira sem veldur því að hegðun fólks breytist. Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað það hvort að þetta kunni að vera að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ sagði Sigmundur og átti þar við hinn svokallaða toxoplasma. Hann bætti síðar við að Íslendingar væru þó nokkuð „óhultir fyrir þessu kvikindi.“ „Í fyrsta lagi er toxoplasmi líka á Íslandi eins og á flestum öðrum stöðum í heiminum, þó svo að tíðni hans sé kannski minni hér en í sumum löndum, til að mynda Suður-Evrópu,“ segir Magnús Karl í samtali við Vísi og bætir við að sníkilinn sé afar athyglisverður. Hann geti borist í menn úr fæðu en að kattardýr séu aðalberar hans, það er sá hýsill sem sníkillinn þarf að komast í til að klára lífshlaup sitt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að toxoplasminn geti breytt hegðun nagdýra. Til að mynda hafi hann eytt eðlislægum ótta sýktra rottna við ketti. „En hefur hann áhrif á fólk? Það er mjög umdeild skoðun, þó svo að það séu rannsóknir til staðar sem hafa gefið vísbendingar í þátt átt,“ segir Magnús. „Áhrifin eru þó afar óljós og rannsóknirnar, sem sýnt hafa fram á áhrif á mannfólk, eru í besta falli umdeildar.“ Meint áhrif af neyslu sýktra landbúnaðarafurða séu áhugaverð, en óstaðfest. „Þau benda alla vega ekki til þess að við ættum að óttast breytingar í stefnu okkar í landbúnaðarmálum,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor.
Tengdar fréttir Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30