Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið 13. ágúst 2014 23:45 Woods hefur alls ekki fundið sig að undanförnu. AP/Getty Þrátt fyrir að það hafi gengið mjög illa hjá Tiger Woods eftir að hann sneri aftur á golfvöllinn eftir fjögurra mánaða fjarveru segir Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, að hann sé enn að velta fyrir sér að velja Tiger í liðið. Tiger hefur aðeins spilað í átta mótum á árinu en hann hefur aðeins klárað þrjú þeirra. Þrisvar hefur hann misst af niðurskurðinum og í tveimur öðrum mótum hefur hann þurft að hætta vegna meiðsla. Þá endaði hann jafn í 117. sæti á PGA-meistaramótinu sem kláraðist um síðustu helgi og missti af niðurskurðinum með heilum fimm höggum. Watson, sem fær að velja þrjá kylfinga í liðið, segir þó að það sé enn möguleiki að hann velji Tiger enda sé hann kylfingur sem geti gert gæfumuninn á Gleneagles í haust. „Ég mun halda því opnu að velja hann í liðið, ef hann verður frískur þá væri ég kjáni að velta því ekki fyrir mér.“ „Ég mun vera í sambandi við hann á komandi vikum til þess að fylgjast með hvernig honum gengur. Ef ég vel hann í liðið mun það hafa jákvæð áhrif á alla hina í liðinu, ég er viss um það. Hann er enn Tiger Woods þrátt fyrir bakaðgerðina.“ Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þrátt fyrir að það hafi gengið mjög illa hjá Tiger Woods eftir að hann sneri aftur á golfvöllinn eftir fjögurra mánaða fjarveru segir Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, að hann sé enn að velta fyrir sér að velja Tiger í liðið. Tiger hefur aðeins spilað í átta mótum á árinu en hann hefur aðeins klárað þrjú þeirra. Þrisvar hefur hann misst af niðurskurðinum og í tveimur öðrum mótum hefur hann þurft að hætta vegna meiðsla. Þá endaði hann jafn í 117. sæti á PGA-meistaramótinu sem kláraðist um síðustu helgi og missti af niðurskurðinum með heilum fimm höggum. Watson, sem fær að velja þrjá kylfinga í liðið, segir þó að það sé enn möguleiki að hann velji Tiger enda sé hann kylfingur sem geti gert gæfumuninn á Gleneagles í haust. „Ég mun halda því opnu að velja hann í liðið, ef hann verður frískur þá væri ég kjáni að velta því ekki fyrir mér.“ „Ég mun vera í sambandi við hann á komandi vikum til þess að fylgjast með hvernig honum gengur. Ef ég vel hann í liðið mun það hafa jákvæð áhrif á alla hina í liðinu, ég er viss um það. Hann er enn Tiger Woods þrátt fyrir bakaðgerðina.“
Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira