Lífið

Robin Williams fleytti Þorvaldi Davíð í gegnum Juilliard

Bjarki Ármannsson skrifar
Námstyrkur sem Robin Williams kom á fót hlotnaðist Þorvaldi Davíð árið 2009.
Námstyrkur sem Robin Williams kom á fót hlotnaðist Þorvaldi Davíð árið 2009. Vísir/AP/Pjetur
Leikarinn Robin Williams hafði áhrif á marga meðan hann lifði, bæði með beinum og óbeinum hætti. Áhugamenn um íslenska leiklist eru honum sjálfsagt þakklátir en skemmst er að minnast þess að Þorvaldur Davíð Kristjánsson, fyrsti Íslendingurinn sem stundaði nám við leiklistardeild hins virta Juilliard-háskóla, hlaut námsstyrk við skólann sem Williams sjálfur kom á fót.

Þorvaldur Davíð hlaut styrkinn árið 2009 og þurfti þannig ekki að greiða skólagjöld síðustu tvö árin sín við skólann. Síðan hann útskrifaðist hefur Þorvaldur meðal annars farið með aðalhlutverkið í stórmyndunum Svartur á leik og Vonarstræti og leikritinu Furðulegt háttalag hunds um nótt. Williams stundaði sjálfur nám við leiklistardeild Julliard á sínum tíma.

Bandaríska leikkonan Jessica Chastain, sem tilnefnd var til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum The Help og Zero Dark Thirty, er einnig meðal þeirra sem hlutu Robin Williams-styrkinn. Á Facebook-síðu sinni í dag skrifar Chastain að styrkurinn hafi gert henni kleift að ljúka námi.


Tengdar fréttir

Robin Williams látinn

Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×