Bransadagar RIFF beina sjónum að íslensku hugviti og hæfileikum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 18:00 Ottó Tynes er einn skipuleggjenda RIFF í ár. Bransadagar verða aftur hluti af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár en þá kemur til landsins erlent kvikmyndagerðarfólk og blaðamenn frá tímaritum á borð við Hollywood Reporter og Variety. „Hingað til hafa Bransadagar beint sjónum sínum að hlutum sem snúa almennt að kvikmyndagerð, stuldur á myndum á netinu og dreifingarkerfi og þess háttar. Nú ætlum við eingöngu að einblína á að kynna það sem við Íslendingar erum að gera,“ segir Ottó Tynes einn skipuleggjandi Bransadaga og RIFF. „Við ætlum að leggja áherslu á íslenska hæfileika og listsköpun. Víkka þetta mengi þar sem íslensk náttúra hefur verið okkar aðalsöluvara hingað til.“ Að mati Ottós er RIFF góður vettvangur til þess að kynna Ísland erlendis þar sem hátíðin er orðin þekkt víða um heim. „Það sem verður í aðalhlutverki hjá okkur núna eru þrír ákveðnir punktar.“ Nefnir Ottó í fyrsta lagi íslenska kvikmyndatónlist, bæði Íslendinga sem eru að semja tónlist sérstaklega fyrir kvikmyndir bæði hérlendis og í Hollywood og íslenskar hljómsveitir sem hafa lánað tónlist sína til spilunar í stórum erlendum myndum. Í öðru lagi langar skipuleggjendur til þess að víkka út þá pælingu að kvikmyndagerðarmenn taki upp myndir sínar hér á landi. „Hugmyndin er að þeir átti sig á því að hér geturðu gert fleira en að taka upp við Jökulsárlón. Hér væri til dæmis hægt að bjóða upp á að menn vinni með Sinfoníuhljómsveit Íslands til að taka upp „scorið“ sitt [innsk.blaðam. tónlis í kvikmyndum]. Það eru alls konar möguleikar í boði.“ Í þriðja og síðasta lagi verður kynning á hinni íslensku skáldsögu. „Hvort það sé eitthvað sérstakt í sambandi við íslenskar skáldsögur og kvikmyndagerð.“ „Þetta verður blanda af kvikmyndagerðarmönnum – leikstjórar en mikið af framleiðendum – og síðan bjóðum við blaðamönnum þrátt fyrir að þeir séu kannski ekki beinir gestir Bransadaga. Auk þeirra koma leikstjórar sem eiga mynd á hátíðinni, heiðursgestir og einhverjir Íslendingar. Þetta slefar hátt í hundrað manns.“ Kvikmyndahátíðin RIFF fer fram dagana 25. september til 5. október og eru Bransadagar í lok hátíðar dagana 1. – 4. október. RIFF Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Bransadagar verða aftur hluti af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár en þá kemur til landsins erlent kvikmyndagerðarfólk og blaðamenn frá tímaritum á borð við Hollywood Reporter og Variety. „Hingað til hafa Bransadagar beint sjónum sínum að hlutum sem snúa almennt að kvikmyndagerð, stuldur á myndum á netinu og dreifingarkerfi og þess háttar. Nú ætlum við eingöngu að einblína á að kynna það sem við Íslendingar erum að gera,“ segir Ottó Tynes einn skipuleggjandi Bransadaga og RIFF. „Við ætlum að leggja áherslu á íslenska hæfileika og listsköpun. Víkka þetta mengi þar sem íslensk náttúra hefur verið okkar aðalsöluvara hingað til.“ Að mati Ottós er RIFF góður vettvangur til þess að kynna Ísland erlendis þar sem hátíðin er orðin þekkt víða um heim. „Það sem verður í aðalhlutverki hjá okkur núna eru þrír ákveðnir punktar.“ Nefnir Ottó í fyrsta lagi íslenska kvikmyndatónlist, bæði Íslendinga sem eru að semja tónlist sérstaklega fyrir kvikmyndir bæði hérlendis og í Hollywood og íslenskar hljómsveitir sem hafa lánað tónlist sína til spilunar í stórum erlendum myndum. Í öðru lagi langar skipuleggjendur til þess að víkka út þá pælingu að kvikmyndagerðarmenn taki upp myndir sínar hér á landi. „Hugmyndin er að þeir átti sig á því að hér geturðu gert fleira en að taka upp við Jökulsárlón. Hér væri til dæmis hægt að bjóða upp á að menn vinni með Sinfoníuhljómsveit Íslands til að taka upp „scorið“ sitt [innsk.blaðam. tónlis í kvikmyndum]. Það eru alls konar möguleikar í boði.“ Í þriðja og síðasta lagi verður kynning á hinni íslensku skáldsögu. „Hvort það sé eitthvað sérstakt í sambandi við íslenskar skáldsögur og kvikmyndagerð.“ „Þetta verður blanda af kvikmyndagerðarmönnum – leikstjórar en mikið af framleiðendum – og síðan bjóðum við blaðamönnum þrátt fyrir að þeir séu kannski ekki beinir gestir Bransadaga. Auk þeirra koma leikstjórar sem eiga mynd á hátíðinni, heiðursgestir og einhverjir Íslendingar. Þetta slefar hátt í hundrað manns.“ Kvikmyndahátíðin RIFF fer fram dagana 25. september til 5. október og eru Bransadagar í lok hátíðar dagana 1. – 4. október.
RIFF Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira