Staðfest var í dag að stjörnuparið Angelina Jolie og Brad Pitt, betur þekkt undir nafninu Brangelina, hefði gift sig í Frakklandi síðasta laugardag.
Í dag náðust síðan myndir af giftingarhring Brads þegar hann var í óðaönn að kynna nýjustu mynd sína Fury í Bovington-skriðdrekasafninu í Dorset á Englandi.
Eins og sést á meðfylgjandi mynd er hringurinn stílhreinn og klassískur.
Brad og Angelina kynntust á setti myndarinnar Mr. & Mrs. Smith árið 2004 og hafa verið saman í níu ár. Þau eiga saman sex börn sem tóku virkan þátt í stóra deginum síðustu helgi.
Fyrsta myndin af giftingarhring Brads Pitt

Tengdar fréttir

Angelina Jolie og Brad Pitt giftu sig á laugardaginn
Gengu í það heilaga í Frakklandi.