Fjárlög 2015 – er breytinga að vænta? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 27. ágúst 2014 14:00 Fjármálastefna hins opinbera gegnir mikilvægu hagstjórnarhlutverki. Á síðastliðnum áratugum hafa útgjöld hins opinbera vaxið meira á Íslandi en í öðrum iðnvæddum ríkjum og eru þau með því mesta sem gerist. Á síðasta ári voru opinber útgjöld 46% af vergri landsframleiðslu, verulegum hluta eftirspurnar í hagkerfinu er þannig stýrt af hinu opinbera.Reynast oft marklítil Á hverju hausti eru fjárlög næsta árs lögð fram og innihalda þau ítarlega útfærslu á stefnu stjórnvalda í fjármálum ríkissjóðs. Þar kemur fram hversu stóran hluta þjóðartekna ríkið ætlar að taka til sín í formi skatta og innan hvaða ramma útgjöldin eigi að falla. Því miður er reynslan sú að fjárlögin reynast oftast marklítil. Nánast undantekningalaust eyðir ríkissjóður umfram fjárheimildir fjárlaga og jafnvel þó að brugðist sé við með því að veita auknar heimildir til útgjalda í fjáraukalögum verður niðurstaðan í flestum tilvikum sú að útgjöldin vaxa umfram heimildir. Framúrkeyrsla ríkisútgjalda er viðtekin venja sem einskorðast ekki við mögur ár ríkissjóðs í kjölfar bankahruns heldur á sér langa sögu. Á þensluárunum 2004-2007 var t.a.m. umframkeyrsla ríkisútgjalda frá fjárlögum að meðaltali 7% á ári og hefur verið á svipuðum slóðum síðan. Í ársbyrjun 2009 settu stjórnvöld fram fjögurra ára rammaáætlun til að koma á jafnvægi í ríkisrekstri. Tilgangur þess að lögð var fram áætlun til nokkurra ára var að tryggja aðhald og festu í útgjaldastýringu ríkisins. Áætlunin gekk út á að aðlögunarþörfinni yrði mætt með blandaðri leið skattahækkana og niðurskurðar. Skemmst er frá því að segja að áætlunin gekk ekki eftir, umframkeyrsla ríkisútgjalda hélt áfram og lengri tíma tók að ná jöfnuði í ríkisrekstri en lagt var upp með. Á endanum voru það skattahækkanir sem vörðuðu leiðina að hallalausum fjárlögum og þrátt fyrir að jafnvægi hafi nú náðst milli útgjalda og tekna ríkisins er ekki þar með sagt að aðlöguninni sé lokið. Ríkissjóður skuldar í dag ríflega heila landsframleiðslu og vaxtabyrðin er of þung. Til að setja þetta í samhengi jafngildir vaxtakostnaður ríkissjóðs öllum þeim viðbótartekjum sem ríkið hefur fengið úr skattahækkunum á fyrirtæki og einstaklinga á síðustu árum. Það gefur því augaleið að mikilvægt er að svigrúm skapist í rekstri ríkissjóðs á næstu árum til að ráðast í niðurgreiðslu skulda. Að öðrum kosti mun vaxtakostnaður verða ríkissjóði slík byrði að það mun koma verulega niður á möguleikum stjórnvalda til þess að t.d. að minnka álögur eða bregðast við áföllum um komandi framtíð.Viðkvæm staða ríkissjóðs Hvers má vænta af fjárlögum 2015? Langtímaáætlanir stjórnvalda sem lagðar voru til grundvallar síðustu fjárlaga bera því miður ekki vott um róttækar breytingar í rekstri ríkissjóðs. Þvert á móti er gert ráð fyrir „hóflegri útgjaldaaukningu“ á komandi árum en lítilsháttar afgangi á rekstri vegna aukinna tekna. Ekki er gert ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður heldur er treyst á að skuldahlutfallið lækki samfara verðbólgu og auknum hagvexti. Full ástæða er hins vegar til að hafa áhyggjur af skuldastöðunni en komi til bakslags í hagkerfinu gæti hún fljótt orðið ósjálfbær. Staðan á ríkissjóði er viðkvæm og er einstaklega mikilvægt nú að fjárlögin sem lögð verða fram í haust sýni meira aðhald heldur en lagt hefur verið upp með í fyrri áætlunum. Ennfremur sýnir reynslan að háleit markmið duga ekki ein og sér. Tryggja þarf að markmiðunum verði framfylgt og er það ekki síður það verkefni sem mikilvægast er að ríkisstjórnin einhendi sér í. Í nýju frumvarpi til laga um opinber fjármál er lagt til að tekin verði upp tvískipt fjármálaregla sem nær bæði til afkomu og skulda hins opinbera. Eins og fram hefur komið eru vandamál ríkissjóðs að mestu bundin við agaleysi á útgjaldahlið. Tekjur ríkissjóðs hafa oft á tíðum verið miklar, t.a.m. á þenslutímum, og hefur ríkissjóður þá getað skilað ágætis afkomu þrátt fyrir mikinn vöxt útgjalda. Slík þróun er ekki sjálfbær og til að fyrirbyggja áframhaldandi útgjaldavöxt hins opinbera væri skref í rétta átt að lögfesta útgjaldareglu samhliða þeim tillögum sem koma fram í frumvarpinu. Á endanum er þetta hins vegar spurning um hvort pólitískur vilji sé til bættra vinnubragða eða hvort menn ætli að taka sénsinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fjármálastefna hins opinbera gegnir mikilvægu hagstjórnarhlutverki. Á síðastliðnum áratugum hafa útgjöld hins opinbera vaxið meira á Íslandi en í öðrum iðnvæddum ríkjum og eru þau með því mesta sem gerist. Á síðasta ári voru opinber útgjöld 46% af vergri landsframleiðslu, verulegum hluta eftirspurnar í hagkerfinu er þannig stýrt af hinu opinbera.Reynast oft marklítil Á hverju hausti eru fjárlög næsta árs lögð fram og innihalda þau ítarlega útfærslu á stefnu stjórnvalda í fjármálum ríkissjóðs. Þar kemur fram hversu stóran hluta þjóðartekna ríkið ætlar að taka til sín í formi skatta og innan hvaða ramma útgjöldin eigi að falla. Því miður er reynslan sú að fjárlögin reynast oftast marklítil. Nánast undantekningalaust eyðir ríkissjóður umfram fjárheimildir fjárlaga og jafnvel þó að brugðist sé við með því að veita auknar heimildir til útgjalda í fjáraukalögum verður niðurstaðan í flestum tilvikum sú að útgjöldin vaxa umfram heimildir. Framúrkeyrsla ríkisútgjalda er viðtekin venja sem einskorðast ekki við mögur ár ríkissjóðs í kjölfar bankahruns heldur á sér langa sögu. Á þensluárunum 2004-2007 var t.a.m. umframkeyrsla ríkisútgjalda frá fjárlögum að meðaltali 7% á ári og hefur verið á svipuðum slóðum síðan. Í ársbyrjun 2009 settu stjórnvöld fram fjögurra ára rammaáætlun til að koma á jafnvægi í ríkisrekstri. Tilgangur þess að lögð var fram áætlun til nokkurra ára var að tryggja aðhald og festu í útgjaldastýringu ríkisins. Áætlunin gekk út á að aðlögunarþörfinni yrði mætt með blandaðri leið skattahækkana og niðurskurðar. Skemmst er frá því að segja að áætlunin gekk ekki eftir, umframkeyrsla ríkisútgjalda hélt áfram og lengri tíma tók að ná jöfnuði í ríkisrekstri en lagt var upp með. Á endanum voru það skattahækkanir sem vörðuðu leiðina að hallalausum fjárlögum og þrátt fyrir að jafnvægi hafi nú náðst milli útgjalda og tekna ríkisins er ekki þar með sagt að aðlöguninni sé lokið. Ríkissjóður skuldar í dag ríflega heila landsframleiðslu og vaxtabyrðin er of þung. Til að setja þetta í samhengi jafngildir vaxtakostnaður ríkissjóðs öllum þeim viðbótartekjum sem ríkið hefur fengið úr skattahækkunum á fyrirtæki og einstaklinga á síðustu árum. Það gefur því augaleið að mikilvægt er að svigrúm skapist í rekstri ríkissjóðs á næstu árum til að ráðast í niðurgreiðslu skulda. Að öðrum kosti mun vaxtakostnaður verða ríkissjóði slík byrði að það mun koma verulega niður á möguleikum stjórnvalda til þess að t.d. að minnka álögur eða bregðast við áföllum um komandi framtíð.Viðkvæm staða ríkissjóðs Hvers má vænta af fjárlögum 2015? Langtímaáætlanir stjórnvalda sem lagðar voru til grundvallar síðustu fjárlaga bera því miður ekki vott um róttækar breytingar í rekstri ríkissjóðs. Þvert á móti er gert ráð fyrir „hóflegri útgjaldaaukningu“ á komandi árum en lítilsháttar afgangi á rekstri vegna aukinna tekna. Ekki er gert ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður heldur er treyst á að skuldahlutfallið lækki samfara verðbólgu og auknum hagvexti. Full ástæða er hins vegar til að hafa áhyggjur af skuldastöðunni en komi til bakslags í hagkerfinu gæti hún fljótt orðið ósjálfbær. Staðan á ríkissjóði er viðkvæm og er einstaklega mikilvægt nú að fjárlögin sem lögð verða fram í haust sýni meira aðhald heldur en lagt hefur verið upp með í fyrri áætlunum. Ennfremur sýnir reynslan að háleit markmið duga ekki ein og sér. Tryggja þarf að markmiðunum verði framfylgt og er það ekki síður það verkefni sem mikilvægast er að ríkisstjórnin einhendi sér í. Í nýju frumvarpi til laga um opinber fjármál er lagt til að tekin verði upp tvískipt fjármálaregla sem nær bæði til afkomu og skulda hins opinbera. Eins og fram hefur komið eru vandamál ríkissjóðs að mestu bundin við agaleysi á útgjaldahlið. Tekjur ríkissjóðs hafa oft á tíðum verið miklar, t.a.m. á þenslutímum, og hefur ríkissjóður þá getað skilað ágætis afkomu þrátt fyrir mikinn vöxt útgjalda. Slík þróun er ekki sjálfbær og til að fyrirbyggja áframhaldandi útgjaldavöxt hins opinbera væri skref í rétta átt að lögfesta útgjaldareglu samhliða þeim tillögum sem koma fram í frumvarpinu. Á endanum er þetta hins vegar spurning um hvort pólitískur vilji sé til bættra vinnubragða eða hvort menn ætli að taka sénsinn.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun