Snakk á milli mála Rikka skrifar 28. ágúst 2014 09:00 Mynd/Rikka Í Léttum sprettum í gær bjó Rikka til æðislegt snakk sem er tilvalið að narta í á milli mála. Hér koma uppskriftirnar.Grænkálssnakk 1 búnt grænkál 3 msk ólífuolía 1 tsk sjávarsalt nýmalaður pipar, eftir smekk 1/2 tsk papríkukrydd smjörpappír Hitið ofninn í 180°C. Skerið stilkinn frá grænkálsblöðunum og raðið á pappírsklædda ofnplötu. Hellið ólífuolíu yfir blöðin og veltið þeim upp úr olíunni. Kryddið með salti, pipar og papríkukryddi. Bakið blöðin í u.þ.b 15-20 mínútur.Hentublanda 70 g kasjúhnetur 70 g pekanhnetur 70 g möndlur 50 g graskersfræ 1 msk hampfræ 1 msk smjör 1 msk hlynsíróp 1 msk rósmarín chilflögur á hnífsoddi salt efir smekk Þurristið hneturnar og fræin á meðalheitri pönnu. Bætið hampfræunum saman við og ristið í stutta stund. Bærið smjörinu út á pönnuna ásamt hlynsírópi, rósmarín og chiliflögum. Kryddið með salti og berið fram. Heilsa Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Í Léttum sprettum í gær bjó Rikka til æðislegt snakk sem er tilvalið að narta í á milli mála. Hér koma uppskriftirnar.Grænkálssnakk 1 búnt grænkál 3 msk ólífuolía 1 tsk sjávarsalt nýmalaður pipar, eftir smekk 1/2 tsk papríkukrydd smjörpappír Hitið ofninn í 180°C. Skerið stilkinn frá grænkálsblöðunum og raðið á pappírsklædda ofnplötu. Hellið ólífuolíu yfir blöðin og veltið þeim upp úr olíunni. Kryddið með salti, pipar og papríkukryddi. Bakið blöðin í u.þ.b 15-20 mínútur.Hentublanda 70 g kasjúhnetur 70 g pekanhnetur 70 g möndlur 50 g graskersfræ 1 msk hampfræ 1 msk smjör 1 msk hlynsíróp 1 msk rósmarín chilflögur á hnífsoddi salt efir smekk Þurristið hneturnar og fræin á meðalheitri pönnu. Bætið hampfræunum saman við og ristið í stutta stund. Bærið smjörinu út á pönnuna ásamt hlynsírópi, rósmarín og chiliflögum. Kryddið með salti og berið fram.
Heilsa Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið