Hlynur: Svo lengi sem ég get eitthvað hjálpað þá ætla ég að reyna að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2014 22:11 Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, verður með á móti Bosníu á morgun þrátt fyrir að hafa meiðst illa á ökkla í sigrinum á Bretum í London fyrir viku. „Staðan er ágæt en hún mætti vera betri eftir þetta langan tíma. Það eru komnir sex dagar síðan að þetta gerðist og ég hélt að þetta væri orðið aðeins betra. Það er ennþá einn dagur til stefnu og ég vona að ökklinn skáni aðeins meira," sagði Hlynur Bæringsson í viðtali við Arnar Björnsson á æfingu íslenska liðsins í kvöld. „Svo lengi sem ég get eitthvað hjálpað þá ætla ég að reyna að spila. Þegar ég frétti að þetta væri ekki brotið þá ákvað ég það að spila leikinn," sagði Hlynur. Íslenska liðið getur tryggt sér sæti á EM með sigri í leiknum og má tapa ef önnur úrslit eru hagstæð. „Við finnum alveg fyrir því að spennustigið er svolítið hátt og við þurfum að tækla það. Við gerðum það ágætlega seinast. Það var samt ströggl í byrjun og ég vona að við sleppum því næst og náum upp okkar leik sterk," sagði Hlynur en hversu gott lið er að mæta íslenska liðnu annað kvöld? „Bosníumenn eru með eitt besta landslið Evrópu. Það vantar að sjálfsögðu Teletovic sem er aðalmaðurinn þeirra en það getur verið tvíeggja sverð. Ef hann er ekki með og hinir stíga ekkert upp þá er það að sjálfsögðu betra fyrir okkur en það er mjög líklegt að hinir, sem eru frábærir leikmenn sem spila í stórum klúbbum, spili ennþá betur og þá er það ekki endilega betra fyrir okkur. Þeir eru mjög sterkir og það er mjög mikil hefð fyrir körfubolta þarna," sagði Hlynur um styrk mótherja morgundagsins. „Það hlýtur að hjálpa okkur að spila fyrir framan troðfulla Höll. Ég er hundrað prósent á því. Það þekkja það allir íþróttamenn að það er miklu betra að hafa fólkið með sér en á móti. Þess vegna er engin tilviljun að liðum gengur betur á heimavelli," segir Hlynur um það að uppselt er á leikinn á morgun. Allt viðtal Arnars við Hlyns er nú aðgengilegt í myndbandinu hér fyrir ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, verður með á móti Bosníu á morgun þrátt fyrir að hafa meiðst illa á ökkla í sigrinum á Bretum í London fyrir viku. „Staðan er ágæt en hún mætti vera betri eftir þetta langan tíma. Það eru komnir sex dagar síðan að þetta gerðist og ég hélt að þetta væri orðið aðeins betra. Það er ennþá einn dagur til stefnu og ég vona að ökklinn skáni aðeins meira," sagði Hlynur Bæringsson í viðtali við Arnar Björnsson á æfingu íslenska liðsins í kvöld. „Svo lengi sem ég get eitthvað hjálpað þá ætla ég að reyna að spila. Þegar ég frétti að þetta væri ekki brotið þá ákvað ég það að spila leikinn," sagði Hlynur. Íslenska liðið getur tryggt sér sæti á EM með sigri í leiknum og má tapa ef önnur úrslit eru hagstæð. „Við finnum alveg fyrir því að spennustigið er svolítið hátt og við þurfum að tækla það. Við gerðum það ágætlega seinast. Það var samt ströggl í byrjun og ég vona að við sleppum því næst og náum upp okkar leik sterk," sagði Hlynur en hversu gott lið er að mæta íslenska liðnu annað kvöld? „Bosníumenn eru með eitt besta landslið Evrópu. Það vantar að sjálfsögðu Teletovic sem er aðalmaðurinn þeirra en það getur verið tvíeggja sverð. Ef hann er ekki með og hinir stíga ekkert upp þá er það að sjálfsögðu betra fyrir okkur en það er mjög líklegt að hinir, sem eru frábærir leikmenn sem spila í stórum klúbbum, spili ennþá betur og þá er það ekki endilega betra fyrir okkur. Þeir eru mjög sterkir og það er mjög mikil hefð fyrir körfubolta þarna," sagði Hlynur um styrk mótherja morgundagsins. „Það hlýtur að hjálpa okkur að spila fyrir framan troðfulla Höll. Ég er hundrað prósent á því. Það þekkja það allir íþróttamenn að það er miklu betra að hafa fólkið með sér en á móti. Þess vegna er engin tilviljun að liðum gengur betur á heimavelli," segir Hlynur um það að uppselt er á leikinn á morgun. Allt viðtal Arnars við Hlyns er nú aðgengilegt í myndbandinu hér fyrir ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira