Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 23:30 Gunnar Nelson er þessa dagana staddur í Stokkhólmi þar sem hann kynnir Fight Night bardagakvöld UFC sem fram fer 4. október. Gunnar berst í aðalbardaga kvöldsins og verður stjarna þess. „Við á Íslandi horfum til Svíþjóðar þegar kemur að mörgum hlutum tengdum blönduðum bardagalistum (MMA). Þið lögleidduð MMA ekki fyrir margt löngu, en það er enn ólöglegt á Íslandi,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í dag. „Faðir minn og samstarfsmenn mínir hafa fylgst með því hvernig MMA vex í Svíþjóð og reynt að gera svipaða hluti því ykkur gengur mjög vel hérna.“ „Það er því mikill heiður fyrir mig að berjast í aðalbardaganum hérna. Ég hef komið hingað margsinnis áður, t.a.m. þegar ég æfði karate. Ég hef alltaf elskað að koma hingað og því er þetta risastórt fyrir mig.“ Gunnari er spáð sigri af veðbönkum, en það er eitthvað sem honum er alveg sama um. „Þetta er eitthvað sem ég einblíni ekki á. Ég veit hverjar líkurnar eru þegar ég stíg inn í búrið. Mér finnst líkurnar hvort sem er alltaf mér í hag. Það er auðvitað ástæða fyrir því að þetta er sett upp, en þetta skiptir mig engu máli,“ sagði hann. Eins og alltaf var hann spurður út í samband sinn við írska bardagakappann ConorMcGregor sem er að sigra UFC-heiminn þessa dagana. „Það virðast allir hafa mikinn áhuga á sambandi mínu við Conor. Það er bara líkamlegt,“ grínaðist Gunnar og uppskar hlátur úr salnum. „Við höfum æft saman í um sex ár,“ bætti hann við.Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, er jafnframt umboðsmaður hans. Gunnar var spurður hvort það væri þægilegt. „Sumir halda því fram að það sé ekki gott að vera með föður sinn í sínu liði. Ég skil það alveg, en þetta virkar fyrir okkur. Fólk talar um það þegar er í kringum okkur að við líkjumst frekar bestu vinum heldur en feðgum. Stundum er þetta erfitt, en við komumst alltaf í gegnum allt og ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi,“ sagði Gunnar Nelson. Allan blaðamannafundinn má sjá í myndbandinu hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn Gunnar Nelson fer fyrir bardagakvöldi í Stokkhólmi. 8. ágúst 2014 06:00 Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41 Sænskir aðdáendur fimm sekúndur að finna Gunnar Bardagakappinn Gunnar Nelson er greinilega vinsæll í Svíþjóð, en það tók aðdáendur hans aðeins fimm sekúndur að finna hann á Sargels-torginu í Stokkhólmi í gær. 20. ágúst 2014 10:15 Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
Gunnar Nelson er þessa dagana staddur í Stokkhólmi þar sem hann kynnir Fight Night bardagakvöld UFC sem fram fer 4. október. Gunnar berst í aðalbardaga kvöldsins og verður stjarna þess. „Við á Íslandi horfum til Svíþjóðar þegar kemur að mörgum hlutum tengdum blönduðum bardagalistum (MMA). Þið lögleidduð MMA ekki fyrir margt löngu, en það er enn ólöglegt á Íslandi,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í dag. „Faðir minn og samstarfsmenn mínir hafa fylgst með því hvernig MMA vex í Svíþjóð og reynt að gera svipaða hluti því ykkur gengur mjög vel hérna.“ „Það er því mikill heiður fyrir mig að berjast í aðalbardaganum hérna. Ég hef komið hingað margsinnis áður, t.a.m. þegar ég æfði karate. Ég hef alltaf elskað að koma hingað og því er þetta risastórt fyrir mig.“ Gunnari er spáð sigri af veðbönkum, en það er eitthvað sem honum er alveg sama um. „Þetta er eitthvað sem ég einblíni ekki á. Ég veit hverjar líkurnar eru þegar ég stíg inn í búrið. Mér finnst líkurnar hvort sem er alltaf mér í hag. Það er auðvitað ástæða fyrir því að þetta er sett upp, en þetta skiptir mig engu máli,“ sagði hann. Eins og alltaf var hann spurður út í samband sinn við írska bardagakappann ConorMcGregor sem er að sigra UFC-heiminn þessa dagana. „Það virðast allir hafa mikinn áhuga á sambandi mínu við Conor. Það er bara líkamlegt,“ grínaðist Gunnar og uppskar hlátur úr salnum. „Við höfum æft saman í um sex ár,“ bætti hann við.Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, er jafnframt umboðsmaður hans. Gunnar var spurður hvort það væri þægilegt. „Sumir halda því fram að það sé ekki gott að vera með föður sinn í sínu liði. Ég skil það alveg, en þetta virkar fyrir okkur. Fólk talar um það þegar er í kringum okkur að við líkjumst frekar bestu vinum heldur en feðgum. Stundum er þetta erfitt, en við komumst alltaf í gegnum allt og ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi,“ sagði Gunnar Nelson. Allan blaðamannafundinn má sjá í myndbandinu hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn Gunnar Nelson fer fyrir bardagakvöldi í Stokkhólmi. 8. ágúst 2014 06:00 Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41 Sænskir aðdáendur fimm sekúndur að finna Gunnar Bardagakappinn Gunnar Nelson er greinilega vinsæll í Svíþjóð, en það tók aðdáendur hans aðeins fimm sekúndur að finna hann á Sargels-torginu í Stokkhólmi í gær. 20. ágúst 2014 10:15 Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn Gunnar Nelson fer fyrir bardagakvöldi í Stokkhólmi. 8. ágúst 2014 06:00
Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17
Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41
Sænskir aðdáendur fimm sekúndur að finna Gunnar Bardagakappinn Gunnar Nelson er greinilega vinsæll í Svíþjóð, en það tók aðdáendur hans aðeins fimm sekúndur að finna hann á Sargels-torginu í Stokkhólmi í gær. 20. ágúst 2014 10:15
Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56