Harkaleg viðbrögð gagnvart Icelandair Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. ágúst 2014 11:24 Velta með bréf í Icelandair Group nam um 1.150 milljónum króna á fyrstu tveimur dögum vikunnar. Vísir/Pjetur Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið verulega frá mánudagsmorgni. Það var 18,25 á hlut á mánudagsmorgunn en um 17,7 í gær. Greinendur á markaði eru sammála um að fréttir af mögulegu gosi í Bárðarbungu hafi þar áhrif.Click here to see an English version. „Fyrir mér eru þetta of sterk viðbrögð. Mér finnst eins og menn séu að horfa of mikið á að það yrði hugsanlega talverður kostnaður til skemmri tíma við að það félli niður flug og fleira við gos og e.t.v. í framhaldi af því. En lengri tíma áhrif gætu verið mjög jákvæð fyrir Icelandair og ferðamannagreinina. Það er eins og þeir sem eru að selja horfi fram hjá því að gosið í Eyjafjallajökli virtist stórauka ferðamannastrauminn til Íslands þegar lengra leið frá,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS greiningu. Jóhann segist telja að það hafi fyrst og fremst verið minni fjárfestar sem hafi selt bréf frá því á mánudagsmorgun. Veltan væri líklega meiri ef fagfjárfestar hefðu verið að selja að einhverju marki og það væri þekkt að minni fjárfestar hafi meiri tilhneigingu til að bregðast hart við einstökum fréttum með kaupum eða sölu en fagfjárfestar. Sveinn Þórarinsson hjá Hagfræðideild Landsbankans segir að þessi mikla lækkun komi nokkuð á óvart. Hann segir ekkert hægt að áætla um áhrif goss á rekstur Icelandair, en menn horfi til sögunnar, síðasta goss og fleira. „Það er í raun engan veginn hægt að meta einhver áhrif. Menn vita ekki hvort af eldgosi verður, hvenær, hversu mikið, hvert askan fer, hvernig veðráttan verður. En allavega virðast menn verðleggja Icelandair eins og það verði eldgos,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningadeild Arion banka bendir á að jafnvel þótt langtímaáhrif af gosinu í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hafi verið jákvæð hafi menn eðlilega varann á. Strax eftir gosið í Eyjafjallajökli hafi Icelandair sent frá sér tilkynningu um að beinn kostnaður vegna gossins hefði numið 1,5 milljörðum. Stefán Broddi segir það athyglisvert að umræðan um mögulegt stórt eldgos á Íslandi virðist ekki hafa haft nein áhrif á verð hluta í evrópskum flugfélögum, þrátt fyrir töluverða umfjöllun í erlendum miðlum. „Þar eru menn uppteknari af olíuverði og alþjóðastjórnmálum og virðast ekki reikna með öðrum Eyjafjallajökli,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið verulega frá mánudagsmorgni. Það var 18,25 á hlut á mánudagsmorgunn en um 17,7 í gær. Greinendur á markaði eru sammála um að fréttir af mögulegu gosi í Bárðarbungu hafi þar áhrif.Click here to see an English version. „Fyrir mér eru þetta of sterk viðbrögð. Mér finnst eins og menn séu að horfa of mikið á að það yrði hugsanlega talverður kostnaður til skemmri tíma við að það félli niður flug og fleira við gos og e.t.v. í framhaldi af því. En lengri tíma áhrif gætu verið mjög jákvæð fyrir Icelandair og ferðamannagreinina. Það er eins og þeir sem eru að selja horfi fram hjá því að gosið í Eyjafjallajökli virtist stórauka ferðamannastrauminn til Íslands þegar lengra leið frá,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS greiningu. Jóhann segist telja að það hafi fyrst og fremst verið minni fjárfestar sem hafi selt bréf frá því á mánudagsmorgun. Veltan væri líklega meiri ef fagfjárfestar hefðu verið að selja að einhverju marki og það væri þekkt að minni fjárfestar hafi meiri tilhneigingu til að bregðast hart við einstökum fréttum með kaupum eða sölu en fagfjárfestar. Sveinn Þórarinsson hjá Hagfræðideild Landsbankans segir að þessi mikla lækkun komi nokkuð á óvart. Hann segir ekkert hægt að áætla um áhrif goss á rekstur Icelandair, en menn horfi til sögunnar, síðasta goss og fleira. „Það er í raun engan veginn hægt að meta einhver áhrif. Menn vita ekki hvort af eldgosi verður, hvenær, hversu mikið, hvert askan fer, hvernig veðráttan verður. En allavega virðast menn verðleggja Icelandair eins og það verði eldgos,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningadeild Arion banka bendir á að jafnvel þótt langtímaáhrif af gosinu í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hafi verið jákvæð hafi menn eðlilega varann á. Strax eftir gosið í Eyjafjallajökli hafi Icelandair sent frá sér tilkynningu um að beinn kostnaður vegna gossins hefði numið 1,5 milljörðum. Stefán Broddi segir það athyglisvert að umræðan um mögulegt stórt eldgos á Íslandi virðist ekki hafa haft nein áhrif á verð hluta í evrópskum flugfélögum, þrátt fyrir töluverða umfjöllun í erlendum miðlum. „Þar eru menn uppteknari af olíuverði og alþjóðastjórnmálum og virðast ekki reikna með öðrum Eyjafjallajökli,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira