Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2014 20:00 Verð á matvælum mun hækka um næstu áramót þegar lægra þrep virðisaukaskattsins verður hækkað úr 7 prósentum í tólf. Á móti lækkar efra skattþrepið og almenn vörugjöld verða lögð niður. Gert er ráð fyrir afgangi á fjárlögum, annað árið í röð. Virðisaukaskattur verður einnig lagður á ýmsa ferðaþjónustu sem hefur verið undanþegin skattinum. Matarinnkaup vega þungt hjá flestum heimilum. En samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á virðisaukaskattur á matvælum að hækka úr 7 prósentum í 12 prósent, en sú breyting skilar ríkissjóði um 11 milljörðum í auknar tekjur. En á móti er gripið til ýmissra aðgerða. Í fyrsta lagi verður efra þrep virðisaukaskattsins lækkað úr 25,5 prósentum í 24 prósent og almenn vörugjöld verða afnumin um áramótin sem þýðir að þvottavélar, ísskápar og önnur slík heimilistæki lækka í verði á bilinu 20 til 25 prósent. Lækkun efra þrepsins lækkar tekjur ríkissjóðs um 8 milljarða króna, þannig að nettó skilar breyting á VSK-kerfinu ríkissjóði þremur milljörðum. Til að vega upp á móti hækkun matarskatts verða barnabætur hækkaðar um 13 prósent á næsta ári auk 2,5 prósenta hækkunar á þeim vegna hækkunar verðlags.Er sátt á milli stjórnarflokkanna um þetta? Því nú hefur t.d. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar lýst efasemdum sínum með þessa breytingu. „Já, við höfum verið að vinna að þessum breytingum á þessu ári í góðu samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila. Sú útfærsla sem hér er kynnt mun leiða til þess að ráðstöfunartekjur heimilanna fara vaxandi. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á verðlag. Þannig að ég trúi því að það muni takast góð sátt um þetta. Þótt að þinglega meðferðin sé eftir er þetta í mínum huga mjög mikilvæg kjarabót fyrir heimilin í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Með breytingunum á virðisaukaskattskerfinu verði eftir um fjórir milljarðar króna hjá heimilunum í landinu. Tekjutenging barnabóta verði með þeim hætti að þær hækki mest hjá þeim sem eru með lægstu tekjurnar. Persónufrádráttur verður hins vegar ekki hækkaður sérstaklega og fjármálráðherra viðurkennir að skattkerfisbreytingarnar komi mismunandi við einstaka hópa. „Það er síðan hluti af hinni þinglegu meðferð að velta því fyrir sér hvort við getum með breytingum á bótakerfunum komið enn betur til móts við þá sem þurfa á stuðningi ríkisins að halda. En sú meginhugsun liggur að baki þessum breytingum, er að virðisaukaskattskerfið sé ekki gott tæki til tekjujöfnunar í samfélaginu,“ segir fjármálaráðherra. Auk skattabreytinganna verða framlög til almanantrygginga aukin um 2,4 milljarða króna, aðallega vegna hækkunar frítekjumarks lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega og framlengingar á hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja. Þá er ekki talin með hækkun framlaga til þessa málaflokks upp á 3 milljarða vegna verðlags- og launahækkana. Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 1,8 milljaðra, fyrst og fremst til að styrkja rekstrargrunn spítala og heilsugæslu og til fjárfestina í tækjum og búnaði. Fjárlög Tengdar fréttir Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00 Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Þingsetning: Skýra á eftirlitshlutverk Alþingis Forseti Alþingis sagði að rannsóknarnefndir Alþingis þyrftu skýrara umboð og einnig að krafa væri um að þingmenn í þingum evrópu setji sér siðareglur. Ráðamenn gengu til kirkju áður en haustþing var formlega sett með ávarpi Forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þinghlé var svo gert frá klukkan 15 til 16 en þá var fyrsta frumvarpi þingsins dreift um fjárlög og þingmönnum úthlutað sætum. 9. september 2014 17:55 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Verð á matvælum mun hækka um næstu áramót þegar lægra þrep virðisaukaskattsins verður hækkað úr 7 prósentum í tólf. Á móti lækkar efra skattþrepið og almenn vörugjöld verða lögð niður. Gert er ráð fyrir afgangi á fjárlögum, annað árið í röð. Virðisaukaskattur verður einnig lagður á ýmsa ferðaþjónustu sem hefur verið undanþegin skattinum. Matarinnkaup vega þungt hjá flestum heimilum. En samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á virðisaukaskattur á matvælum að hækka úr 7 prósentum í 12 prósent, en sú breyting skilar ríkissjóði um 11 milljörðum í auknar tekjur. En á móti er gripið til ýmissra aðgerða. Í fyrsta lagi verður efra þrep virðisaukaskattsins lækkað úr 25,5 prósentum í 24 prósent og almenn vörugjöld verða afnumin um áramótin sem þýðir að þvottavélar, ísskápar og önnur slík heimilistæki lækka í verði á bilinu 20 til 25 prósent. Lækkun efra þrepsins lækkar tekjur ríkissjóðs um 8 milljarða króna, þannig að nettó skilar breyting á VSK-kerfinu ríkissjóði þremur milljörðum. Til að vega upp á móti hækkun matarskatts verða barnabætur hækkaðar um 13 prósent á næsta ári auk 2,5 prósenta hækkunar á þeim vegna hækkunar verðlags.Er sátt á milli stjórnarflokkanna um þetta? Því nú hefur t.d. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar lýst efasemdum sínum með þessa breytingu. „Já, við höfum verið að vinna að þessum breytingum á þessu ári í góðu samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila. Sú útfærsla sem hér er kynnt mun leiða til þess að ráðstöfunartekjur heimilanna fara vaxandi. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á verðlag. Þannig að ég trúi því að það muni takast góð sátt um þetta. Þótt að þinglega meðferðin sé eftir er þetta í mínum huga mjög mikilvæg kjarabót fyrir heimilin í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Með breytingunum á virðisaukaskattskerfinu verði eftir um fjórir milljarðar króna hjá heimilunum í landinu. Tekjutenging barnabóta verði með þeim hætti að þær hækki mest hjá þeim sem eru með lægstu tekjurnar. Persónufrádráttur verður hins vegar ekki hækkaður sérstaklega og fjármálráðherra viðurkennir að skattkerfisbreytingarnar komi mismunandi við einstaka hópa. „Það er síðan hluti af hinni þinglegu meðferð að velta því fyrir sér hvort við getum með breytingum á bótakerfunum komið enn betur til móts við þá sem þurfa á stuðningi ríkisins að halda. En sú meginhugsun liggur að baki þessum breytingum, er að virðisaukaskattskerfið sé ekki gott tæki til tekjujöfnunar í samfélaginu,“ segir fjármálaráðherra. Auk skattabreytinganna verða framlög til almanantrygginga aukin um 2,4 milljarða króna, aðallega vegna hækkunar frítekjumarks lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega og framlengingar á hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja. Þá er ekki talin með hækkun framlaga til þessa málaflokks upp á 3 milljarða vegna verðlags- og launahækkana. Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 1,8 milljaðra, fyrst og fremst til að styrkja rekstrargrunn spítala og heilsugæslu og til fjárfestina í tækjum og búnaði.
Fjárlög Tengdar fréttir Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00 Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Þingsetning: Skýra á eftirlitshlutverk Alþingis Forseti Alþingis sagði að rannsóknarnefndir Alþingis þyrftu skýrara umboð og einnig að krafa væri um að þingmenn í þingum evrópu setji sér siðareglur. Ráðamenn gengu til kirkju áður en haustþing var formlega sett með ávarpi Forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þinghlé var svo gert frá klukkan 15 til 16 en þá var fyrsta frumvarpi þingsins dreift um fjárlög og þingmönnum úthlutað sætum. 9. september 2014 17:55 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01
Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00
Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30
Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41
Þingsetning: Skýra á eftirlitshlutverk Alþingis Forseti Alþingis sagði að rannsóknarnefndir Alþingis þyrftu skýrara umboð og einnig að krafa væri um að þingmenn í þingum evrópu setji sér siðareglur. Ráðamenn gengu til kirkju áður en haustþing var formlega sett með ávarpi Forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þinghlé var svo gert frá klukkan 15 til 16 en þá var fyrsta frumvarpi þingsins dreift um fjárlög og þingmönnum úthlutað sætum. 9. september 2014 17:55