Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Agnar Már Másson skrifar 21. nóvember 2025 18:38 Ólafur Þór Hauksson, nú héraðssaksóknari, var skipaður í embætti sérstaks saksóknara í hruninu. Vísir/Vilhelm Tæp 55 prósent landsmanna eru hlynnt því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka störf sérstaks saksóknara í hrunmálunum svokölluðu þar sem fjöldi bankamanna var sóttur til saka í framhaldi af efnahagshruninu 2008. Þetta kemur fram í könnun sem Gallúp framkvæmdi að beiðni Steinþórs Gunnarssonar, sem hann hlaut dóm í Ímon-málinu svokallaða árið 2015 en var svo sýknaður við endurupptöku málsins tíu árum síðar. Steinþór hafði fyrr verið sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Steinþór segir 3. október rista djúpt í huga sínum. Á þeim degi fyrir sautján árum framkvæmdi hann viðskipti sem áttu eftir að breyta lífi hans.Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í maí fram þingsályktunartillögu um stofnun þriggja manna rannsóknarnefndar sem myndi rannsaka sérstakan saksóknara og aðra sem komu að málunum. Lagði hún þetta fram í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun um PPP-málið svokallaða þar sem greint var frá því að starfsmenn sérstaks saksóknara hefðu stundað njósnir í hjáverkum. Fjöldi starfsmanna og stjórnenda fjármálafyrirtækja var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun. Embætti Sérstaks saksóknara lét hlera símtöl sakborninga og réðst í umfangsmiklar húsleitir á heimilum og vinnustöðum bankamanna, gjarnan að fjölmiðlum viðstöddum. Yngsta kynslóðin langhlynntust Þátttakendur voru spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að Alþingi skipaði rannsóknarnefnd sem tæki til skoðunar störf sérstaks saksóknara og annarra opinberra aðila sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins. Þar sögðust 55 prósent vera hlynnt en 22 prósent andvíg. Um 23 prósent svöruðu hvorki né. Karlar voru alla jafna hlynntari nefndinni en konur. Spurning: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd sem taki til skoðunar störf embættis sérstaks saksóknara og annarra opinberra aðila sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins 2008?Gallup Athygli vekur að yngsti hópurinn, 18–29, er langhlynntastur því að málin séu tekin til rannsóknar; 38 prósent segjast alfarið hlynnt, 7 prósent mjög hlynnt og 23 prósent frekar hlynnt. Um 805 manns svöruðu könnuninni, sem var framkvæmd dagana 22. október - 6. nóvember 2025. Fólkið vinnur enn í kerfinu „Það er fullt af fólki sem þurfti að sæta því að embættismenn brutu á því,“ segir Steinþór í samtali við Vísi. Steinþór bendir meðal annars á að tæplega fjörutíu manns séu búnir að fá skaðabætur vegna þess að ríkið hleður símann þeirra með ólöglegum hætti. „Það er enn þá til staðar þetta fólk sem misbeitti valdinu. Þeir vinna margir hverjir enn í kerfinu,“ bætir hann við. Ólafur Þór Hauksson, fyrrverandi sérstakur saksóknari, er héraðssaksóknari í dag. Vonar að málið verði ekki að bitbeini Spurður út í tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins um að koma á fót rannsóknarnefnd vegna hrunmála segist hann vonast eftir þverpólitískri sátt um málið á þingi. Hann bendir þó á að Guðrún hafi sjálf ekkert gert í þessu máli þegar hún var dómsmálaráðherra. Hann kveðst vona að málið verði ekki að pólitísku bitbeini. Fleiri sem saksóttir voru í hruninu hafa gagnrýnt vinnubrögð sérstaks saksóknara að undanförnu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallaði í maí eftir því að dómsmálaráðherra gengist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hrunið Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Dómsmál Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þetta kemur fram í könnun sem Gallúp framkvæmdi að beiðni Steinþórs Gunnarssonar, sem hann hlaut dóm í Ímon-málinu svokallaða árið 2015 en var svo sýknaður við endurupptöku málsins tíu árum síðar. Steinþór hafði fyrr verið sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Steinþór segir 3. október rista djúpt í huga sínum. Á þeim degi fyrir sautján árum framkvæmdi hann viðskipti sem áttu eftir að breyta lífi hans.Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í maí fram þingsályktunartillögu um stofnun þriggja manna rannsóknarnefndar sem myndi rannsaka sérstakan saksóknara og aðra sem komu að málunum. Lagði hún þetta fram í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun um PPP-málið svokallaða þar sem greint var frá því að starfsmenn sérstaks saksóknara hefðu stundað njósnir í hjáverkum. Fjöldi starfsmanna og stjórnenda fjármálafyrirtækja var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun. Embætti Sérstaks saksóknara lét hlera símtöl sakborninga og réðst í umfangsmiklar húsleitir á heimilum og vinnustöðum bankamanna, gjarnan að fjölmiðlum viðstöddum. Yngsta kynslóðin langhlynntust Þátttakendur voru spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að Alþingi skipaði rannsóknarnefnd sem tæki til skoðunar störf sérstaks saksóknara og annarra opinberra aðila sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins. Þar sögðust 55 prósent vera hlynnt en 22 prósent andvíg. Um 23 prósent svöruðu hvorki né. Karlar voru alla jafna hlynntari nefndinni en konur. Spurning: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd sem taki til skoðunar störf embættis sérstaks saksóknara og annarra opinberra aðila sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins 2008?Gallup Athygli vekur að yngsti hópurinn, 18–29, er langhlynntastur því að málin séu tekin til rannsóknar; 38 prósent segjast alfarið hlynnt, 7 prósent mjög hlynnt og 23 prósent frekar hlynnt. Um 805 manns svöruðu könnuninni, sem var framkvæmd dagana 22. október - 6. nóvember 2025. Fólkið vinnur enn í kerfinu „Það er fullt af fólki sem þurfti að sæta því að embættismenn brutu á því,“ segir Steinþór í samtali við Vísi. Steinþór bendir meðal annars á að tæplega fjörutíu manns séu búnir að fá skaðabætur vegna þess að ríkið hleður símann þeirra með ólöglegum hætti. „Það er enn þá til staðar þetta fólk sem misbeitti valdinu. Þeir vinna margir hverjir enn í kerfinu,“ bætir hann við. Ólafur Þór Hauksson, fyrrverandi sérstakur saksóknari, er héraðssaksóknari í dag. Vonar að málið verði ekki að bitbeini Spurður út í tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins um að koma á fót rannsóknarnefnd vegna hrunmála segist hann vonast eftir þverpólitískri sátt um málið á þingi. Hann bendir þó á að Guðrún hafi sjálf ekkert gert í þessu máli þegar hún var dómsmálaráðherra. Hann kveðst vona að málið verði ekki að pólitísku bitbeini. Fleiri sem saksóttir voru í hruninu hafa gagnrýnt vinnubrögð sérstaks saksóknara að undanförnu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallaði í maí eftir því að dómsmálaráðherra gengist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar.
Hrunið Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Dómsmál Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira