HM í Brasilíu hefur haft slæm áhrif á fátækustu íbúa landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2014 16:38 Kostnaður við HM var á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra Vísir/Getty Afleiðingar heimsmeistarmótsins í knattspyrnu sem haldið var í Brasilíu í sumar hafa komið illa við fátækustu íbúa landsins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem svissnesku góðgerðarsamtökin Terre des Hommes gerðu, en samtökin berjast gegn barnaþrælkun í þróunarlöndum. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hátt í 170.000 fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín svo byggja mætti m.a. leikvanga og flugvelli í tengslum við mótið. Þúsundir fjölskyldna hafi t.a.m. verið neyddar til að flytja í bráðabirgðahúsnæði án rafmagns og vatns. Er í skýrslunni varað við því að slíkir flutningar auki líkurnar á því að fólk lendi í fátæktargildru. Þessi mikli fjöldi er ekki í samræmi við upplýsingar sem FIFA hefur frá brasilískum yfirvöldum. Samkvæmt þeim hafi færri en 4000 fjölskyldur þurft að flytja vegna framkvæmda við undirbúning mótsins.Svissnesk góðgerðarsamtök telja þörf á að óháður aðili rannsaki starfsemi FIFAVísir/GettyÓháður aðili ætti að rannsaka starfsemi FIFA Danuta Sacher frá Terre des Hommes segir að gestgjafar stórra íþróttaviðburða greiði það dýru verði, bæði félagslega og fjárhagslega, að halda viðburð á borð við HM og Ólympíuleikana. „Það er talið að brasilísk stjórnvöld hafi lagt út á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra vegna heimsmeistaramótsins,“ segir Sacher við BBC. Það sé sama upphæð og brasilíska ríkið lagði út í verkefnið Bolsa Familia árið 2013, en hátt í 50 milljónir fátækra treysta á fjárhagsaðstoð sem fæst í gegnum Bolsa Familia. Sacher segir það ósanngjarnt að gestgjafaþjóðin þurfi að leggja út fyrir öllum kostnaði við undirbúning HM á meðan FIFA græðir milljarða á viðburðinum. Að mati Sacher eru efnahagsleg skammtímaáhrif HM hjá gestgjafaþjóðinni ágæt en langtímaáhrifin slæm. Stærstu viðskiptasamningarnir séu ekki gerðir við fyrirtæki í því landi þar sem mótið fer fram heldur við stór, fjölþjóðleg fyrirtæki. „Við teljum að óháður, alþjóðlegur aðili ætti að rannsaka starfsemi bæði FIFA og Alþjóðaólympíunefndarinnar. Bæði þessi sambönd segjast starfa í þágu almennings en svo virðist ekki alltaf vera að okkar mati. Sameinuðu þjóðirnar væru vel til þess fallnar að fara ofan í kjölinn á málum sambandanna,“ segir Sacher. FIFA Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Afleiðingar heimsmeistarmótsins í knattspyrnu sem haldið var í Brasilíu í sumar hafa komið illa við fátækustu íbúa landsins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem svissnesku góðgerðarsamtökin Terre des Hommes gerðu, en samtökin berjast gegn barnaþrælkun í þróunarlöndum. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hátt í 170.000 fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín svo byggja mætti m.a. leikvanga og flugvelli í tengslum við mótið. Þúsundir fjölskyldna hafi t.a.m. verið neyddar til að flytja í bráðabirgðahúsnæði án rafmagns og vatns. Er í skýrslunni varað við því að slíkir flutningar auki líkurnar á því að fólk lendi í fátæktargildru. Þessi mikli fjöldi er ekki í samræmi við upplýsingar sem FIFA hefur frá brasilískum yfirvöldum. Samkvæmt þeim hafi færri en 4000 fjölskyldur þurft að flytja vegna framkvæmda við undirbúning mótsins.Svissnesk góðgerðarsamtök telja þörf á að óháður aðili rannsaki starfsemi FIFAVísir/GettyÓháður aðili ætti að rannsaka starfsemi FIFA Danuta Sacher frá Terre des Hommes segir að gestgjafar stórra íþróttaviðburða greiði það dýru verði, bæði félagslega og fjárhagslega, að halda viðburð á borð við HM og Ólympíuleikana. „Það er talið að brasilísk stjórnvöld hafi lagt út á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra vegna heimsmeistaramótsins,“ segir Sacher við BBC. Það sé sama upphæð og brasilíska ríkið lagði út í verkefnið Bolsa Familia árið 2013, en hátt í 50 milljónir fátækra treysta á fjárhagsaðstoð sem fæst í gegnum Bolsa Familia. Sacher segir það ósanngjarnt að gestgjafaþjóðin þurfi að leggja út fyrir öllum kostnaði við undirbúning HM á meðan FIFA græðir milljarða á viðburðinum. Að mati Sacher eru efnahagsleg skammtímaáhrif HM hjá gestgjafaþjóðinni ágæt en langtímaáhrifin slæm. Stærstu viðskiptasamningarnir séu ekki gerðir við fyrirtæki í því landi þar sem mótið fer fram heldur við stór, fjölþjóðleg fyrirtæki. „Við teljum að óháður, alþjóðlegur aðili ætti að rannsaka starfsemi bæði FIFA og Alþjóðaólympíunefndarinnar. Bæði þessi sambönd segjast starfa í þágu almennings en svo virðist ekki alltaf vera að okkar mati. Sameinuðu þjóðirnar væru vel til þess fallnar að fara ofan í kjölinn á málum sambandanna,“ segir Sacher.
FIFA Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira