Mesta byltingin frá stofnun Meistaradeildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 15:04 Wayne Rooney verður í fótboltavikunni með Englandi. vísir/getty Undankeppni EM 2016 í fótbolta hefst á sunnudaginn, en í fyrsta skipti er spilað eftir fyrirkomulagi sem kallast fótboltavika (e. Week of football). „Þetta er stór breyting á undankeppninni. Hér áður fyrr var leikjum hrúgað á föstudaga og þriðjudaga og flestir knattspyrnuáhugamenn sem staddir voru á landsleikjum misstu því af bestu leikjunum í sjónvarpinu,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. „Nú er aftur á móti öldin önnur. Spilað er á mörgum leiktímum og því enginn hætta á að missa af bestu leikjunum. Fótboltavikan er mesta byltingin frá stofnun Meistaradeildarinnar.“ segir hann. Stöð 2 Sport mun sýna frá ógrynni leikja í næstu tveimur undankeppnum, en evrópska knattspyrnusambandið UEFA, byrjaði með þessa fótboltaviku til að upphefja landsliðsfótboltann. „Við munum sýna að lágmarki 150 leiki í undankeppni EM 2016 auk umspils og aðra 150 leiki í undankeppni HM 2018 auk umspilsleikjanna þar,“ segir Hjörvar. „Þá verður íslenska landsliðinu gerð sérstök skil í þáttunum Leiðin til Frakklands. Þar munu þeir Óskar Hrafn Þorvaldsson og ÞorvaldurÖrlygsson fara yfir leiki Íslands ásamt bestu leikjum hverrar leikviku ásamt Gumma Ben.“Enginn þarf að missa af leik með heimsmeisturum Þjóðverja.vísir/gettyFyrsti þáttur af Leiðin til Frakklands er á þriðjudaginn klukkan 20.45, eftir leik Íslands og Tyrklands, en þar verður fyrsti leikurinn í nýrri undankeppni krufinn til mergjar. Fyrir þáttinn sýnir Stöð 2 Sport stórleik Tékka og Hollendinga klukkan 18.35. Fyrstu leikirnir í undankeppninni hefjast klukkan 16.00 á sunnudaginn og verða fjórir leikir í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Leikir Englands, Skotlands, Norður-Írlands og Wales verða á Stöð 2 Sport 2 (enski boltinn), en leikir allra annarra liða utan Bretlandseyja verða á Stöð 2 Sport.Dagskrá fyrstu daga fótboltavikunnar:Sunnudagur 7. sept: 15.50 Ungverjaland - Norður-Írland Sport 2 15.50 Danmörk - Armenía Sport 18.35 Þýskaland - Skotland Sport 2 18.35 Portúgal - Albanía SportMánudagur 8. sept: 15.50 Rússland - Lichtenstein Sport 18.35 Spánn - Makedónía Sport 18.35 Austurríki - Svíþjóð Sport 3 18.35 Sviss - England Sport 2Þriðjudagur 9. sept 15.50 Kasakstan - Lettland Sport 15.50 Aserbaídjan - Búlgaría Sport 3 18.35 Andorra - Wales Sport 2 18.35 Tékkland - Holland Sport 21.00 Leiðin til Frakklands Sport 22.00 Ísland - Tyrkland Sport Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Undankeppni EM 2016 í fótbolta hefst á sunnudaginn, en í fyrsta skipti er spilað eftir fyrirkomulagi sem kallast fótboltavika (e. Week of football). „Þetta er stór breyting á undankeppninni. Hér áður fyrr var leikjum hrúgað á föstudaga og þriðjudaga og flestir knattspyrnuáhugamenn sem staddir voru á landsleikjum misstu því af bestu leikjunum í sjónvarpinu,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. „Nú er aftur á móti öldin önnur. Spilað er á mörgum leiktímum og því enginn hætta á að missa af bestu leikjunum. Fótboltavikan er mesta byltingin frá stofnun Meistaradeildarinnar.“ segir hann. Stöð 2 Sport mun sýna frá ógrynni leikja í næstu tveimur undankeppnum, en evrópska knattspyrnusambandið UEFA, byrjaði með þessa fótboltaviku til að upphefja landsliðsfótboltann. „Við munum sýna að lágmarki 150 leiki í undankeppni EM 2016 auk umspils og aðra 150 leiki í undankeppni HM 2018 auk umspilsleikjanna þar,“ segir Hjörvar. „Þá verður íslenska landsliðinu gerð sérstök skil í þáttunum Leiðin til Frakklands. Þar munu þeir Óskar Hrafn Þorvaldsson og ÞorvaldurÖrlygsson fara yfir leiki Íslands ásamt bestu leikjum hverrar leikviku ásamt Gumma Ben.“Enginn þarf að missa af leik með heimsmeisturum Þjóðverja.vísir/gettyFyrsti þáttur af Leiðin til Frakklands er á þriðjudaginn klukkan 20.45, eftir leik Íslands og Tyrklands, en þar verður fyrsti leikurinn í nýrri undankeppni krufinn til mergjar. Fyrir þáttinn sýnir Stöð 2 Sport stórleik Tékka og Hollendinga klukkan 18.35. Fyrstu leikirnir í undankeppninni hefjast klukkan 16.00 á sunnudaginn og verða fjórir leikir í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Leikir Englands, Skotlands, Norður-Írlands og Wales verða á Stöð 2 Sport 2 (enski boltinn), en leikir allra annarra liða utan Bretlandseyja verða á Stöð 2 Sport.Dagskrá fyrstu daga fótboltavikunnar:Sunnudagur 7. sept: 15.50 Ungverjaland - Norður-Írland Sport 2 15.50 Danmörk - Armenía Sport 18.35 Þýskaland - Skotland Sport 2 18.35 Portúgal - Albanía SportMánudagur 8. sept: 15.50 Rússland - Lichtenstein Sport 18.35 Spánn - Makedónía Sport 18.35 Austurríki - Svíþjóð Sport 3 18.35 Sviss - England Sport 2Þriðjudagur 9. sept 15.50 Kasakstan - Lettland Sport 15.50 Aserbaídjan - Búlgaría Sport 3 18.35 Andorra - Wales Sport 2 18.35 Tékkland - Holland Sport 21.00 Leiðin til Frakklands Sport 22.00 Ísland - Tyrkland Sport
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira