„Ég féll niður og þóttist vera dáinn“ 5. september 2014 13:00 Ali Hussein Kadhim sameinaðist fjölskyldu sinni þremur vikum eftir að hann komst á ótrúlegan hátt undan liðsmönnum ISIS Ali Hussein Kadhim, íraskur hermaður og sjíta-múslimi, lifði af á ótrúlegan hátt þegar liðsmenn Íslamska ríkisins, ISIS, drápu hátt í 1700 hermenn í júní sl. í Tikrit í Írak. ISIS eru öfgasamtök súníta-múslima sem hafa á undanförnum mánuðum hertekið stór landsvæði í Írak og Sýrlandi. Meirihluta íbúa Sýrlands eru súnítar en í Írak sjítar. Mikil átök hafa verið í Írak þar sem stjórnarherinn hefur mætt ISIS af mikilli hörku. „Ég var númer fjögur í röðinni í mínum hóp,“ segir Kadhim í viðtali við New York Times. „Þeir skutu þann fremsta og blóðið slettist yfir okkur. Svo skutu þeir næstu tvo, númer tvö og þrjú, og svo var komið að mér. Ég fann skotið fara framhjá mér en ég veit ekkert hvert það fór. Ég féll niður og þóttist einfaldlega hafa verið skotinn.“Synti yfir Tigris-fljót ISIS-liðar áttuðu sig ekki á að þeir hefðu ekki hæft Kadhim. Hann lá á jörðinni í um fjórar klukkustundir, umkringdur líkum, og hélt svo af stað þegar allt var orðið dimmt og hljótt. Hann fór í átt að Tigris-fljóti en yfir það þurfti hann að komast þar sem ISIS-menn ráða lögum og lofum á vesturbakka árinnar þar sem Kadhim var. Kadhim komst ekki yfir Tigris strax. Hann beið á árbakkanum í þrjá daga þar sem fljótið var straumhart og rann í áttina að varðstöð sem ISIS hefur komið upp á ánni. „Þessir þrír dagar voru líkastir helvíti,“ segir Kadhim. Hann át skordýr og plöntur auk þess sem hann hlúði særðum manni sem var í felum á bökkum árinnar, nær dauða en lífi.Meðlimir ISIS hafa hertekið stór svæði í Írak og SýrlandiVísir/GettyFékk hjálp frá súnítum Kadhim komst með herkjum yfir Tigris-fljót en á austurbakkanum voru byggðir súníta-múslima. „Þarna bjuggu heiðarlegir súnítar,“ segir Kadhim. Hann fékk húsaskjól og mat og var í felum í þrjá daga áður en ISIS frétti að hann væri á svæðinu. Þá fór fjölskyldan sem hann dvaldi hjá með hann á brott og með hjálp ókunnugra komst hann loks til fjölskyldu sinnar, þremur vikum eftir blóðbaðið í Tikrit. „Tveggja ára dóttir mín þekkti mig ekki og hljóp í burtu þegar ég birtist. Þá brotnaði ég niður,“ segir Kadhim. Saga Kadhims er einstök þar sem hann er sá eini sem vitað er um að komst lífs af frá Tikrit. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Ali Hussein Kadhim, íraskur hermaður og sjíta-múslimi, lifði af á ótrúlegan hátt þegar liðsmenn Íslamska ríkisins, ISIS, drápu hátt í 1700 hermenn í júní sl. í Tikrit í Írak. ISIS eru öfgasamtök súníta-múslima sem hafa á undanförnum mánuðum hertekið stór landsvæði í Írak og Sýrlandi. Meirihluta íbúa Sýrlands eru súnítar en í Írak sjítar. Mikil átök hafa verið í Írak þar sem stjórnarherinn hefur mætt ISIS af mikilli hörku. „Ég var númer fjögur í röðinni í mínum hóp,“ segir Kadhim í viðtali við New York Times. „Þeir skutu þann fremsta og blóðið slettist yfir okkur. Svo skutu þeir næstu tvo, númer tvö og þrjú, og svo var komið að mér. Ég fann skotið fara framhjá mér en ég veit ekkert hvert það fór. Ég féll niður og þóttist einfaldlega hafa verið skotinn.“Synti yfir Tigris-fljót ISIS-liðar áttuðu sig ekki á að þeir hefðu ekki hæft Kadhim. Hann lá á jörðinni í um fjórar klukkustundir, umkringdur líkum, og hélt svo af stað þegar allt var orðið dimmt og hljótt. Hann fór í átt að Tigris-fljóti en yfir það þurfti hann að komast þar sem ISIS-menn ráða lögum og lofum á vesturbakka árinnar þar sem Kadhim var. Kadhim komst ekki yfir Tigris strax. Hann beið á árbakkanum í þrjá daga þar sem fljótið var straumhart og rann í áttina að varðstöð sem ISIS hefur komið upp á ánni. „Þessir þrír dagar voru líkastir helvíti,“ segir Kadhim. Hann át skordýr og plöntur auk þess sem hann hlúði særðum manni sem var í felum á bökkum árinnar, nær dauða en lífi.Meðlimir ISIS hafa hertekið stór svæði í Írak og SýrlandiVísir/GettyFékk hjálp frá súnítum Kadhim komst með herkjum yfir Tigris-fljót en á austurbakkanum voru byggðir súníta-múslima. „Þarna bjuggu heiðarlegir súnítar,“ segir Kadhim. Hann fékk húsaskjól og mat og var í felum í þrjá daga áður en ISIS frétti að hann væri á svæðinu. Þá fór fjölskyldan sem hann dvaldi hjá með hann á brott og með hjálp ókunnugra komst hann loks til fjölskyldu sinnar, þremur vikum eftir blóðbaðið í Tikrit. „Tveggja ára dóttir mín þekkti mig ekki og hljóp í burtu þegar ég birtist. Þá brotnaði ég niður,“ segir Kadhim. Saga Kadhims er einstök þar sem hann er sá eini sem vitað er um að komst lífs af frá Tikrit.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35