Metallica í Heimsmetabók Guinness Orri Freyr Rúnarsson skrifar 4. september 2014 14:26 Metallica hafa spilað í öllum heimsálfunum mynd/getty Nú hefur verið staðfest að Metallica hafi komist í 2015 útgáfuna af Heimsmetabók Guinness en bókin kemur út í næstu viku. Metallica settu heimsmet þegar að þeir urðu fyrsta hljómsveit veraldar til að halda tónleika í öllum sjó heimsálfunum á einu ári. En þeir náðu að setja metið þegar að þeir héldu tónleika á Suðurskautslandinu í desember.Pete Doherty, forsprakki The Libertines, segist vera afar spenntur fyrir að fá Jack White til að pródúsera næstu plötu hljómsveitarinnar. En The Libertines hafa nýlega tilkynnt að þeir stefna á að gefa út nýja plötu á næsta ári sem yrði þeirra fyrsta síðan árið 2004. Þetta sagði Doherty í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina D8 en þar sagði hann jafnframt að Jack White hefði sjálfur lýst yfir áhuga á að vinna með hljómsveitinni. Talsmaður Jack White staðfesti hinsvegar við NME að hann hefði aldrei lýst yfir áhuga á að vinna með The Libertines og um hreina ímyndun væri að ræða hjá Pete Doherty. Eins og fram kom í Púlsinum fyrir nokkrum vikum síðan ákvað Foo Fighters aðdáandinn Andrew Goldin að setja söfnun í gang til að fá Foo Fighters til að halda tónleika í bænum Richmond í Virginia fylki. Hann bjó því til „crowdsurfing“ síðu sem meðlimir Foo Fighters tóku vel í og þeir hafa nú skipulagt tónleika í Richmond þann 17.sept næstkomandi. En tónleikarnir fara fram á stað sem tekur 1.500 manns. Foo Fighters tilkynntu um þetta með Twitter færslu og báðu þá alla sem lögðu söfnuninni lið á sínum tíma að kíkja í pósthólfin sín. Dave Grohl hefur einnig sagt að slíkir tónleikar kunni að vera framtíðin í tónleikahaldi. En Foo Fighters gefa svo út plötuna Sonic Highways þann 10.nóvember.Slash hefur engan áhuga á að spila með Axl Rose á nýSlash hefur nú endanlega kveðið niður þann orðróm um að upprunarlegir meðlimir Guns N‘ Roses komi aftur saman og segist gítarleikarinn ekki hafa nein áform uppi um að spila aftur með Axl Rose. Hávær orðrómur hefur verið um að upprunarlegir meðlimir hljómsveitarinnar komi aftur saman frá því að bassaleikarinn Duff McKagan kom fram á nokkrum Guns N‘ Roses tónleikum fyrr á árinu. Slash segir hinsvegar að hann hafi ekkert rætt þetta og eigi mjög erfitt með að sjá fyrir sér að hann snúi aftur í hljómsveitina.The Black Keys eru nú þegar orðnir tilbúnir til þess að taka upp næstu plötu en þetta sagði trommarinn Patrick Carney í viðtali við Billboard vefinn. Hann sagði báða meðlimi The Black Keys vera tilbúna til þess að fara aftur í hljóðver en reiknaði með að þeir þyrftu eitthvað að bíða með það útaf tóneikaferðum sem þeir hafa þegar bókað. Carney sagði að aðalmarkmið hljómsveitarinnar hefði ávallt verið að gefa út plötur og höfðu þeir t.d. aldrei haldið tónleika áður en að fyrsta plata þeirra kom út. Í kvöld stækkar Funkþátturinn sjóndeildarhringinn sinn en þá kemur Johann Stone í heimsókn til að segja frá lífinu í trans-heimum, en Johann Stone nýtur mikilla vinsælda í þeirri senu á alþjóðavettvangi og er með útgáfusamning við stærsta plötufyrirtækið í geiranum. Funkþátturinn er öll fimmtudagskvöld frá 23 á Xinu. Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon "Var þunnur í fimm ár“ Harmageddon Rokkprófið - Agnes í Sykur vs. Nanna í Of Monsters Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Leikræn tilþrif sem eiga best heima í sápuóperu Harmageddon Októberfest og stígvélabjór Harmageddon
Nú hefur verið staðfest að Metallica hafi komist í 2015 útgáfuna af Heimsmetabók Guinness en bókin kemur út í næstu viku. Metallica settu heimsmet þegar að þeir urðu fyrsta hljómsveit veraldar til að halda tónleika í öllum sjó heimsálfunum á einu ári. En þeir náðu að setja metið þegar að þeir héldu tónleika á Suðurskautslandinu í desember.Pete Doherty, forsprakki The Libertines, segist vera afar spenntur fyrir að fá Jack White til að pródúsera næstu plötu hljómsveitarinnar. En The Libertines hafa nýlega tilkynnt að þeir stefna á að gefa út nýja plötu á næsta ári sem yrði þeirra fyrsta síðan árið 2004. Þetta sagði Doherty í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina D8 en þar sagði hann jafnframt að Jack White hefði sjálfur lýst yfir áhuga á að vinna með hljómsveitinni. Talsmaður Jack White staðfesti hinsvegar við NME að hann hefði aldrei lýst yfir áhuga á að vinna með The Libertines og um hreina ímyndun væri að ræða hjá Pete Doherty. Eins og fram kom í Púlsinum fyrir nokkrum vikum síðan ákvað Foo Fighters aðdáandinn Andrew Goldin að setja söfnun í gang til að fá Foo Fighters til að halda tónleika í bænum Richmond í Virginia fylki. Hann bjó því til „crowdsurfing“ síðu sem meðlimir Foo Fighters tóku vel í og þeir hafa nú skipulagt tónleika í Richmond þann 17.sept næstkomandi. En tónleikarnir fara fram á stað sem tekur 1.500 manns. Foo Fighters tilkynntu um þetta með Twitter færslu og báðu þá alla sem lögðu söfnuninni lið á sínum tíma að kíkja í pósthólfin sín. Dave Grohl hefur einnig sagt að slíkir tónleikar kunni að vera framtíðin í tónleikahaldi. En Foo Fighters gefa svo út plötuna Sonic Highways þann 10.nóvember.Slash hefur engan áhuga á að spila með Axl Rose á nýSlash hefur nú endanlega kveðið niður þann orðróm um að upprunarlegir meðlimir Guns N‘ Roses komi aftur saman og segist gítarleikarinn ekki hafa nein áform uppi um að spila aftur með Axl Rose. Hávær orðrómur hefur verið um að upprunarlegir meðlimir hljómsveitarinnar komi aftur saman frá því að bassaleikarinn Duff McKagan kom fram á nokkrum Guns N‘ Roses tónleikum fyrr á árinu. Slash segir hinsvegar að hann hafi ekkert rætt þetta og eigi mjög erfitt með að sjá fyrir sér að hann snúi aftur í hljómsveitina.The Black Keys eru nú þegar orðnir tilbúnir til þess að taka upp næstu plötu en þetta sagði trommarinn Patrick Carney í viðtali við Billboard vefinn. Hann sagði báða meðlimi The Black Keys vera tilbúna til þess að fara aftur í hljóðver en reiknaði með að þeir þyrftu eitthvað að bíða með það útaf tóneikaferðum sem þeir hafa þegar bókað. Carney sagði að aðalmarkmið hljómsveitarinnar hefði ávallt verið að gefa út plötur og höfðu þeir t.d. aldrei haldið tónleika áður en að fyrsta plata þeirra kom út. Í kvöld stækkar Funkþátturinn sjóndeildarhringinn sinn en þá kemur Johann Stone í heimsókn til að segja frá lífinu í trans-heimum, en Johann Stone nýtur mikilla vinsælda í þeirri senu á alþjóðavettvangi og er með útgáfusamning við stærsta plötufyrirtækið í geiranum. Funkþátturinn er öll fimmtudagskvöld frá 23 á Xinu.
Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon "Var þunnur í fimm ár“ Harmageddon Rokkprófið - Agnes í Sykur vs. Nanna í Of Monsters Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Leikræn tilþrif sem eiga best heima í sápuóperu Harmageddon Októberfest og stígvélabjór Harmageddon