Innlent

Vilja afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Unnur Brá er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Unnur Brá er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir / Daníel
Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja afnema lágmarksútsvar sveitarfélaganna. Samkvæmt núgildandi lögum mega sveitarfélög ekki rukka íbúa sína um lægra útsvar en sem nemur 12,44 prósentum.



Aðeins tvö sveitarfélög af 74 rukka lágmarksútsvar í ár samkvæmt yfirliti sem birt er á vef fjármálaráðuneytisins. Það eru Grímsnes- og Grafningshreppur og Skorradalshreppur.



Mun algengara er að hámarksútsvar sé innheimt. Samkvæmt sama yfirliti rukka 58 sveitarfélög hámarkið, sem er 14,52 prósent.



Það eru þingmennirnir Unnur Brá Konráðsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Pétur H. Blöndal, Vilhjálmur Bjarnason og Vilhjálmur Árnason sem flytja frumvarpið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×