Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. september 2014 09:46 Þorlákshöfn er annar af tveimur stöðum sem nefndir eru í tillögu Framsóknarmanna. Vísir / Ölfus „Ég get bara sagt þér að við höfum ekkert rætt þetta,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfus, aðspurður hvort rætt hafi verið í bænum um möguleika á áburðarverksmiðju. Hann segir þó að heilt yfir séu menn ekki spenntir fyrir verkefnum sem geta haft truflandi áhrif á íbúa samfélagsins. Þorlákshöfn er annar af tveimur stöðum sem nefndir eru vegna uppbyggingar áburðarverksmiðju í þingsályktunartillögu sjö þingmanna Framsóknarflokksins. Hinn staðurinn er Helguvík. Þéttbýli við höfnina Gunnsteinn segist þó ekki vita hvort áburðarverksmiðja hefði truflandi áhrif á samfélagið og segir að allar hugmyndir verði skoðaðar. „Það er ekki sama hvað er, en allt verður skoðað vandlega,“ segir hann. „Ég þekki ekki starfsemi svona áburðaverksmiðju.“Bæjarstjórinn bendir hinsvegar á að höfnin, sem er ein af forsendum staðsetningar verksmiðjunnar, sé við þéttbýli. „Þannig að við erum kannski viðkvæm fyrir stóru og miklu inngripi,“ segir hann. „Nú veit maður í sjálfu sér ekki, að óskoðuðu, það verður auvðitað að skoða hvert einasta verkefni sérstaklega, en eins og ég segi, heilt yfir, eru verkefni sem hafa verulega truflandi áhrif á íbúa samfélagsins ekki ákjósanleg.“Enginn sérstakur áhugi Svipað er uppi á teningnum í Reykjanesbæ vegna Helguvíkur „Við undirrituðum í janúar 2013 viljayfirlýsingu um að skoða lóð fyrir þá. Síðan höfum við lítið heyrt í þeim,“ segir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar, um samskipti sín við áhugahópinn sem vísað er til í þingsályktunartillögunni. Samskipti á milli hópsins hófust samkvæmt Pétri í lok árs 2012 en síðustu samskipti áttu sér stað sumarið 2013. Hann segir engin sérstök spenna vera í bænum fyrir áburðarverksmiðjunni. „Nei ég segi það nú kannski ekki en við vildum skoða það. Við erum opnir fyrir öllum nýjum atvinnutækifærum.“ Pétur segir að ekki verði barist fyrir því að fá verksmiðjuna. „Nei alls ekki. Þetta er nú meira fyrir landbúnaðinn heldur en okkur.“ Alþingi Tengdar fréttir Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
„Ég get bara sagt þér að við höfum ekkert rætt þetta,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfus, aðspurður hvort rætt hafi verið í bænum um möguleika á áburðarverksmiðju. Hann segir þó að heilt yfir séu menn ekki spenntir fyrir verkefnum sem geta haft truflandi áhrif á íbúa samfélagsins. Þorlákshöfn er annar af tveimur stöðum sem nefndir eru vegna uppbyggingar áburðarverksmiðju í þingsályktunartillögu sjö þingmanna Framsóknarflokksins. Hinn staðurinn er Helguvík. Þéttbýli við höfnina Gunnsteinn segist þó ekki vita hvort áburðarverksmiðja hefði truflandi áhrif á samfélagið og segir að allar hugmyndir verði skoðaðar. „Það er ekki sama hvað er, en allt verður skoðað vandlega,“ segir hann. „Ég þekki ekki starfsemi svona áburðaverksmiðju.“Bæjarstjórinn bendir hinsvegar á að höfnin, sem er ein af forsendum staðsetningar verksmiðjunnar, sé við þéttbýli. „Þannig að við erum kannski viðkvæm fyrir stóru og miklu inngripi,“ segir hann. „Nú veit maður í sjálfu sér ekki, að óskoðuðu, það verður auvðitað að skoða hvert einasta verkefni sérstaklega, en eins og ég segi, heilt yfir, eru verkefni sem hafa verulega truflandi áhrif á íbúa samfélagsins ekki ákjósanleg.“Enginn sérstakur áhugi Svipað er uppi á teningnum í Reykjanesbæ vegna Helguvíkur „Við undirrituðum í janúar 2013 viljayfirlýsingu um að skoða lóð fyrir þá. Síðan höfum við lítið heyrt í þeim,“ segir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar, um samskipti sín við áhugahópinn sem vísað er til í þingsályktunartillögunni. Samskipti á milli hópsins hófust samkvæmt Pétri í lok árs 2012 en síðustu samskipti áttu sér stað sumarið 2013. Hann segir engin sérstök spenna vera í bænum fyrir áburðarverksmiðjunni. „Nei ég segi það nú kannski ekki en við vildum skoða það. Við erum opnir fyrir öllum nýjum atvinnutækifærum.“ Pétur segir að ekki verði barist fyrir því að fá verksmiðjuna. „Nei alls ekki. Þetta er nú meira fyrir landbúnaðinn heldur en okkur.“
Alþingi Tengdar fréttir Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54
Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05
600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent