Tom Watson gagnrýndur fyrir að hvíla Spieth og Reed 26. september 2014 21:39 Watson á Gleneagles í dag. AP/Getty Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir fyrsta dag í þessu sögufræga móti sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Ástæða þess er sú að Watson hvíldi nýliðana Jordan Spieth og Patrick Reed í seinni viðureign dagsins en þeir tveir fóru á kostum í morgun og sigruðu sinn leik á móti Ian Poulter og Stephen Gallacher með miklum yfirburðum. Það kom því töluvert á óvart að sjá Spieth og Reed væru ekki meðal þeirra sem stillt var upp í seinni viðureign dagsins eftir frammistöðu þeirra félaga um morguninn sem var í einu orði sagt frábær. Margir þungavigtamenn innan golfheimsins hafa tjáð sig um ákvörðun Watson og margir eru á því að fyrirliðinn hafi gert stór mistök. Þar má fyrst nefna Johnny Miller sem sigraði bæði á Opna bandaríska og Opna breska meistaramótinu á sínum tíma en hann starfar sem lýsandi hjá NBC sjónvarpsstöðinni í dag. „Ég fatta hreinlega ekki af hverju Reed og Speith voru látnir sitja hjá í annarri umferð í dag,“ sagði Miller í beinni útsendingu eftir annan hring. „Þeir fóru á kostum í morgun og voru greinilega í banastuði á meðan að Phil Mickelson og Keegan Bradley voru út um allt, ég skil ekki þessa ákvörðun hjá Tom Watson.“ Einn þekktasti PGA þjálfari heims, Butch Harmon, tók í sama streng. „Það sást á Mickelson að hann var orðinn þreyttur í endann og höggin hans voru ekki eins nákvæm og venjulega, hann er farinn að eldast og hefði ekki átt að spila báða hringina í dag. Jordan Spieth og Patrick Reed voru báðir sjóðandi heitir í morgun og hefðu örugglega haldið áfram að spila vel seinni partinn. Það er eitthvað sem Watson hefði átt að spá í.“Colin Montgomerie, einn sigursælasti evrópski kylfingur sögunnar, skildi heldur ekki val Watson. „Þessir strákar eru ungir og geta léttilega spilað tvo hringi á dag. Maður sér sjaldan að menn séu hvíldir eftir frammistöður eins og þeir skiluðu í morgun. Tom Watson á örugglega eftir að sjá eftir þessari ákvörðun.“ Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir fyrsta dag í þessu sögufræga móti sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Ástæða þess er sú að Watson hvíldi nýliðana Jordan Spieth og Patrick Reed í seinni viðureign dagsins en þeir tveir fóru á kostum í morgun og sigruðu sinn leik á móti Ian Poulter og Stephen Gallacher með miklum yfirburðum. Það kom því töluvert á óvart að sjá Spieth og Reed væru ekki meðal þeirra sem stillt var upp í seinni viðureign dagsins eftir frammistöðu þeirra félaga um morguninn sem var í einu orði sagt frábær. Margir þungavigtamenn innan golfheimsins hafa tjáð sig um ákvörðun Watson og margir eru á því að fyrirliðinn hafi gert stór mistök. Þar má fyrst nefna Johnny Miller sem sigraði bæði á Opna bandaríska og Opna breska meistaramótinu á sínum tíma en hann starfar sem lýsandi hjá NBC sjónvarpsstöðinni í dag. „Ég fatta hreinlega ekki af hverju Reed og Speith voru látnir sitja hjá í annarri umferð í dag,“ sagði Miller í beinni útsendingu eftir annan hring. „Þeir fóru á kostum í morgun og voru greinilega í banastuði á meðan að Phil Mickelson og Keegan Bradley voru út um allt, ég skil ekki þessa ákvörðun hjá Tom Watson.“ Einn þekktasti PGA þjálfari heims, Butch Harmon, tók í sama streng. „Það sást á Mickelson að hann var orðinn þreyttur í endann og höggin hans voru ekki eins nákvæm og venjulega, hann er farinn að eldast og hefði ekki átt að spila báða hringina í dag. Jordan Spieth og Patrick Reed voru báðir sjóðandi heitir í morgun og hefðu örugglega haldið áfram að spila vel seinni partinn. Það er eitthvað sem Watson hefði átt að spá í.“Colin Montgomerie, einn sigursælasti evrópski kylfingur sögunnar, skildi heldur ekki val Watson. „Þessir strákar eru ungir og geta léttilega spilað tvo hringi á dag. Maður sér sjaldan að menn séu hvíldir eftir frammistöður eins og þeir skiluðu í morgun. Tom Watson á örugglega eftir að sjá eftir þessari ákvörðun.“
Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira