Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV | Meistararnir enn án sigurs Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 27. september 2014 00:01 Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar. vísir/valli Afturelding og ÍBV buðu upp á jafnan og spennandi leik þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í dag. Fyrir leikinn voru Íslandsmeistarar ÍBV án sigurs eftir tvo fyrstu leikina en nýliðar Aftureldingar með tvo sigra úr tveimur leikjum. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu. Afturelding var þó skrefi framar fram í miðjan fyrri hálfleik en Eyjamenn voru aldrei langt undan. ÍBV sótti í sig veðrið eftir því sem leið á og leiddi í hálfleik, 12-11. Sama baráttan hélt áfram í síðari hálfleik. Heimamenn náðu yfirhöndinni um miðjan hálfleikinn og komust tveimur mörkum yfir. Varnarleikur Aftureldingar var öflugur. Fyrir aftur vörnina stóð Davíð Svansson vaktina og með öflugri vörn fór markvarsla Davíðs í gang. Eyjamenn lögðu þó ekki árar í bát og sóttu hart að heimamönnum. Eyjamenn misstu Agnar Smára Jónsson út af vegna meiðsla í fyrri hálfleik og það hjálpaði gestunum akkúrat ekkert. Vörn ÍBV var góð en Eyjamenn voru þó oft á tíðum klaufar í sóknaraðgerðum sínum. Köstuðu boltunum klaufalega frá sér og það nýtti Afturelding sér. Heimamenn náðu mest þriggja marka forystu þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá tóku Eyjamenn leikhlé. Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, hefur látið vel valin orð falla því gestirnir bitu frá sé á lokakafla leiksins. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi. ÍBV náði að minnka forskot heimamanna í eitt mark þegar um þrjár mínútur lifðu leiks. En svo fór að Afturelding vann tveggja marka sigur, 24-22. Íslandsmeistarar ÍBV eru því enn án sigurs eftir þrjá leiki á sama tíma og nýliðar Aftureldingar eru með fullt hús stiga. Elvar Ásgeirsson átti góðan leik í liði Aftureldingar, skoraði mikilvæg mörk á lokakaflanum og eins var Davíð í markinu öflugur í síðari hálfleik. Vörn ÍBV lék oft á tíðum vel í leiknum en það var fyrst og fremst sóknarleikur liðsins fyrri hluta síðari hálfleiks sem felldi liðið í þessum leik.Davíð: Förum langt á hjartanuDavíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sagði að þessi byrjun liðsins væri framar þeir björtustu vonum. "Við vorum bjartsýnir fyrir mót, erum með breiðan hóp og tilfinningin í hópnum var þannig að við ættum eftir að gera góða hluti. En þetta er bara rugl. Það gekk brösulega í byrjun, þeir eru með frábæra vörn Eyjamenn. En þvílíkur karakter. Þetta sýnir bara að við förum langt á hjartanu," sagði Davíð. Davíð viðurkenndi að það hafi farið um hann þegar Eyjamenn minnkuðu munin niður í eitt mark undir lok leiks. "Maður hugsaði með sér að nú erum við búnir með tvo sigra, ætlum við að fara að ná þeim þriðja? Auðvitað fór um mann. Þetta er skemmtilegt. Það gengur allt upp. Þetta er frábært," sagði himinlifandi Davíð í leikslok. Agnar: Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði, við erum ÍslandsmeistararAgnari Smári, leikmaður ÍBV, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og það munaði um minna fyrir Eyjamenn. Agnar var hundsvekktur þegar blaðamaður náði af honum tali og átti fáar skýringar á slakri byrjun ÍBV. "Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði, við erum Íslandsmeistarar. En leikurinn í dag var mjög jafn. Ég þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik. Við vorum vel stefndir fyrir leik og vorum klárir en ég veit ekki hvað klikkaði." Agnar var á því að þetta hafi verið besti leikur ÍBV af þeim þremur sem liðið hefur spilað í deildinni til þessa. "Vörnin hefur alltaf verið góð þó við höfum verið að tapa. Markvarslan var mjög góð, Kolbeinn var frábær í markinu. Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt. Þetta er bara hrikalega svekkjandi." Um meiðslin hafði hann þetta að segja; "Gunnar (Þórsson) vinur minn og fyrrum félagi úr Val rífur í mig og það smellur eitthvað í ökklanum og eitthvað sem leiðir úr ökkla og upp í hné. Veit ekki hvað það er. Enginn snúningur. Ég sé til á morgun hvernig þetta verður, hvort ég fari í myndatöku." Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Afturelding og ÍBV buðu upp á jafnan og spennandi leik þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í dag. Fyrir leikinn voru Íslandsmeistarar ÍBV án sigurs eftir tvo fyrstu leikina en nýliðar Aftureldingar með tvo sigra úr tveimur leikjum. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu. Afturelding var þó skrefi framar fram í miðjan fyrri hálfleik en Eyjamenn voru aldrei langt undan. ÍBV sótti í sig veðrið eftir því sem leið á og leiddi í hálfleik, 12-11. Sama baráttan hélt áfram í síðari hálfleik. Heimamenn náðu yfirhöndinni um miðjan hálfleikinn og komust tveimur mörkum yfir. Varnarleikur Aftureldingar var öflugur. Fyrir aftur vörnina stóð Davíð Svansson vaktina og með öflugri vörn fór markvarsla Davíðs í gang. Eyjamenn lögðu þó ekki árar í bát og sóttu hart að heimamönnum. Eyjamenn misstu Agnar Smára Jónsson út af vegna meiðsla í fyrri hálfleik og það hjálpaði gestunum akkúrat ekkert. Vörn ÍBV var góð en Eyjamenn voru þó oft á tíðum klaufar í sóknaraðgerðum sínum. Köstuðu boltunum klaufalega frá sér og það nýtti Afturelding sér. Heimamenn náðu mest þriggja marka forystu þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá tóku Eyjamenn leikhlé. Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, hefur látið vel valin orð falla því gestirnir bitu frá sé á lokakafla leiksins. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi. ÍBV náði að minnka forskot heimamanna í eitt mark þegar um þrjár mínútur lifðu leiks. En svo fór að Afturelding vann tveggja marka sigur, 24-22. Íslandsmeistarar ÍBV eru því enn án sigurs eftir þrjá leiki á sama tíma og nýliðar Aftureldingar eru með fullt hús stiga. Elvar Ásgeirsson átti góðan leik í liði Aftureldingar, skoraði mikilvæg mörk á lokakaflanum og eins var Davíð í markinu öflugur í síðari hálfleik. Vörn ÍBV lék oft á tíðum vel í leiknum en það var fyrst og fremst sóknarleikur liðsins fyrri hluta síðari hálfleiks sem felldi liðið í þessum leik.Davíð: Förum langt á hjartanuDavíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sagði að þessi byrjun liðsins væri framar þeir björtustu vonum. "Við vorum bjartsýnir fyrir mót, erum með breiðan hóp og tilfinningin í hópnum var þannig að við ættum eftir að gera góða hluti. En þetta er bara rugl. Það gekk brösulega í byrjun, þeir eru með frábæra vörn Eyjamenn. En þvílíkur karakter. Þetta sýnir bara að við förum langt á hjartanu," sagði Davíð. Davíð viðurkenndi að það hafi farið um hann þegar Eyjamenn minnkuðu munin niður í eitt mark undir lok leiks. "Maður hugsaði með sér að nú erum við búnir með tvo sigra, ætlum við að fara að ná þeim þriðja? Auðvitað fór um mann. Þetta er skemmtilegt. Það gengur allt upp. Þetta er frábært," sagði himinlifandi Davíð í leikslok. Agnar: Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði, við erum ÍslandsmeistararAgnari Smári, leikmaður ÍBV, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og það munaði um minna fyrir Eyjamenn. Agnar var hundsvekktur þegar blaðamaður náði af honum tali og átti fáar skýringar á slakri byrjun ÍBV. "Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði, við erum Íslandsmeistarar. En leikurinn í dag var mjög jafn. Ég þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik. Við vorum vel stefndir fyrir leik og vorum klárir en ég veit ekki hvað klikkaði." Agnar var á því að þetta hafi verið besti leikur ÍBV af þeim þremur sem liðið hefur spilað í deildinni til þessa. "Vörnin hefur alltaf verið góð þó við höfum verið að tapa. Markvarslan var mjög góð, Kolbeinn var frábær í markinu. Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt. Þetta er bara hrikalega svekkjandi." Um meiðslin hafði hann þetta að segja; "Gunnar (Þórsson) vinur minn og fyrrum félagi úr Val rífur í mig og það smellur eitthvað í ökklanum og eitthvað sem leiðir úr ökkla og upp í hné. Veit ekki hvað það er. Enginn snúningur. Ég sé til á morgun hvernig þetta verður, hvort ég fari í myndatöku."
Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira