Dreymir ekki um Vegas Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. september 2014 07:00 Gunnar Nelson undirbýr sig fyrir bardagann gegn Rick Story í Stokkhólmi. Vísir/Getty „Þessi strákur er hrikalega fær og klár alls staðar. Hann getur meira og minna gert allt,“ segir Gunnar Nelson um næsta andstæðing sinn, Rick Story. Þeir munu berjast í Stokkhólmi þann 4. október næstkomandi en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Það er ný kynslóð að koma upp í UFC og ég er ekki viss um að Story sé hluti af þeirri kynslóð. Hann er hluti af gömlu kynslóðinni,“ segir okkar maður brattur en ætlar Gunnar að sópa honum út af landakorti UFC í Globe-höllinni? „Þetta er duglegur strákur. Sterkur, góður og hættulegur. Ég get alls ekki litið á hann sem auðveldan andstæðing en ég tel hann vera gamaldags þó svo hann sé mjög harður,“ segir Gunnar en hvar setur hann Story á styrkleikalista yfir þá gaura sem hann hefur keppt við áður? „Ég spái voðalega lítið í það. Það kemur bara í ljós þegar ég kem í hringinn. Þá sé ég hversu erfiður hann reynist mér. Hann gæti hafa reynst öllum gríðarlega erfiður en síðan reynist hann mér ekkert erfiður, nú eða öfugt.“ Story er gríðarlega reyndur kappi. Hann hefur til að mynda náð að leggja núverandi meistara í veltivigtinni – Johny Hendricks. „Það er eina alvöru tapið hjá Hendricks að mínu mati. Hann tapaði líka fyrir George St. Pierre en að mínu mati var sigurinn tekinn af honum þar. Rick Story er því sá eini sem hefur unnið Hendricks þó svo það hafi verið nokkuð jafn bardagi.“Dreymir ekki um Vegas Það bíða margir eftir því að Gunnar reyni sig á stóra sviðinu í Las Vegas en sjálfur gengur Gunnar ekki með neinn Vegas-draum í maganum. „Það skiptir engu máli hvar maður berst. Það er ekkert betra að berjast í Bandaríkjunum en í Evrópu. Það er örugglega mjög gaman samt að koma til Vegas og berjast þar. Það er aukaatriði fyrir mér og ég sé líka kosti í því að þurfa að ferðast stutt,“ segir Gunnar og bætir við: „Þetta er auðvitað amerískt fyrirbæri en UFC er að teygja sig út um allan heim þannig að það þarf ekki að fara þangað til að ná árangri. Það gæti samt alveg verið gaman að prófa það einhvern tíma. Auðvitað eru betri tekjumöguleikar þar en það er ekki ofarlega á forgangslistanum mínum að fara þangað. Ég veit samt að það mun gerast í náinni framtíð og ég verð þá opinn fyrir því.“Gunnar er á hraðri leið upp metorðastigann í UFC-heiminum.Vísir/GettyRick er algjör nagli Eftir sigur Gunnars á Zak Cummings í Dublin setti hann pressu á forseta UFC, Dana White, að fá næst mann á topp tíu listanum. White varð ekki við þeirri ósk en er Gunnar fúll yfir því? „Nei, alls ekki. Rick er af flestum álitinn toppbardagamaður og þó svo hann sé ekki á topp tíu í dag þá er þetta gaur sem hefur verið þarna og er algjör nagli. Þegar menn eru komnir í þennan styrkleikaflokk þá er maður alltaf að berjast við hörkugaura. Ég held ég eigi eftir að berjast við þá flesta hvort eð er. Í hvaða röð ég geri það skiptir ekki endilega öllu máli.“ Okkar maður segir að íþróttin sé í stöðugri þróun og þeir sem séu að koma upp núna séu betri en þeir sem fyrir eru. „Það koma alltaf upp nýjar kynslóðir. Íþróttin er á gríðarlegu flugi og er tiltölulega nýtt sport þó svo þetta sé kannski elsta íþrótt heims. Maðurinn hefur alltaf verið að tuskast,“ segir Gunnar og glottir við tönn. „Það er ekki beint fullt af nýjungum í þessu. Þetta er nú voðalega einfalt allt saman en tilfinningin sem maður hefur fyrir því að vera í hringnum á móti öðrum er að verða mun meiri en áður. Upp eru að koma menn sem eru svo miklu betri en þeir sem áður voru þar,“ segir Gunnar, en að hvaða leyti eru þeir öðru vísi? „Þessi kynslóð getur gert allt og hefur þann eiginleika að geta komið á óvart. Menn eru farnir að læra að halda pressu betur og einnig hvernig þeir stýra orku andstæðingsins. Það þarf kannski að gera ótrúlega einfaldan hlut til þess að vinna bardaga en að gera hann rétt og á réttum tíma er allt annað mál. Þú verður að þekkja framhald hreyfinga. Hvernig þú tæmir orku andstæðingsins smám saman og svo verða menn að vita hvenær þeir geta farið alla leið og klárað bardagann. Menn verða að hafa tilfinningu fyrir þessu. Þessi nýja kynslóð er miklu þróaðri en gamla kynslóðin.“Finnur ekki fyrir pressu Stjarna Gunnars er farin að skína skært í UFC-heiminum og í Stokkhólmi verður hann í fyrsta skipti stærsta stjarnan. Aðalnúmerið í aðalbardaganum. Finnur hann fyrir meiri pressu nú en áður? „Ég finn engan mun. Fyrir mér er þetta bara að fara inn í búrið eins og alltaf að mæta einhverjum gæja sem ég hef ekki mætt áður,“ segir Gunnar yfirvegaður en viðurkennir að auðvitað sé það mikil upphefð að vera orðinn aðalnúmerið á stóru UFC-kvöldi. „Það er frábært og gefur mér mikið. Auðvitað er ég mjög ánægður og þakklátur fyrir að vera kominn á þann stað sem ég er nú kominn á. Ég vil vera að vinna mig upp og það er í gangi. Því betur sem gengur, því meira uppsker maður.“ Gunnar er kominn heim og verður hér næstu daga eftir góðan tíma í æfingabúðum í Dublin. „Ég er búinn að vera á Írlandi í mánuð og undirbúningur hefur verið frekar hefðbundinn hjá mér. Ég er búinn að vera með strákunum Conor [McGregor], Cathal [Pendred] og fleirum. Þetta hafa verið helvíti góðar æfingabúðir,“ segir Gunnar kátur en honum líður alltaf vel með vinum sínum úti. „Við æfum saman nokkra daga í viku og síðan er maður svolítið frjáls. Ég er í æfingasalnum allan daginn að æfa mig. Það er frábært að fá líka að vera frjáls og gera sitt. Það skiptir sköpum fyrir mig.“ Eins og Gunnar segir hefur hann venju samkvæmt æft mikið með Conor McGregor undir handleiðslu Johns Kavanagh. Þeir hafa aftur á móti verið fjarverandi síðustu vikuna þar sem McGregor er að berjast í Las Vegas um helgina. MMA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sjá meira
„Þessi strákur er hrikalega fær og klár alls staðar. Hann getur meira og minna gert allt,“ segir Gunnar Nelson um næsta andstæðing sinn, Rick Story. Þeir munu berjast í Stokkhólmi þann 4. október næstkomandi en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Það er ný kynslóð að koma upp í UFC og ég er ekki viss um að Story sé hluti af þeirri kynslóð. Hann er hluti af gömlu kynslóðinni,“ segir okkar maður brattur en ætlar Gunnar að sópa honum út af landakorti UFC í Globe-höllinni? „Þetta er duglegur strákur. Sterkur, góður og hættulegur. Ég get alls ekki litið á hann sem auðveldan andstæðing en ég tel hann vera gamaldags þó svo hann sé mjög harður,“ segir Gunnar en hvar setur hann Story á styrkleikalista yfir þá gaura sem hann hefur keppt við áður? „Ég spái voðalega lítið í það. Það kemur bara í ljós þegar ég kem í hringinn. Þá sé ég hversu erfiður hann reynist mér. Hann gæti hafa reynst öllum gríðarlega erfiður en síðan reynist hann mér ekkert erfiður, nú eða öfugt.“ Story er gríðarlega reyndur kappi. Hann hefur til að mynda náð að leggja núverandi meistara í veltivigtinni – Johny Hendricks. „Það er eina alvöru tapið hjá Hendricks að mínu mati. Hann tapaði líka fyrir George St. Pierre en að mínu mati var sigurinn tekinn af honum þar. Rick Story er því sá eini sem hefur unnið Hendricks þó svo það hafi verið nokkuð jafn bardagi.“Dreymir ekki um Vegas Það bíða margir eftir því að Gunnar reyni sig á stóra sviðinu í Las Vegas en sjálfur gengur Gunnar ekki með neinn Vegas-draum í maganum. „Það skiptir engu máli hvar maður berst. Það er ekkert betra að berjast í Bandaríkjunum en í Evrópu. Það er örugglega mjög gaman samt að koma til Vegas og berjast þar. Það er aukaatriði fyrir mér og ég sé líka kosti í því að þurfa að ferðast stutt,“ segir Gunnar og bætir við: „Þetta er auðvitað amerískt fyrirbæri en UFC er að teygja sig út um allan heim þannig að það þarf ekki að fara þangað til að ná árangri. Það gæti samt alveg verið gaman að prófa það einhvern tíma. Auðvitað eru betri tekjumöguleikar þar en það er ekki ofarlega á forgangslistanum mínum að fara þangað. Ég veit samt að það mun gerast í náinni framtíð og ég verð þá opinn fyrir því.“Gunnar er á hraðri leið upp metorðastigann í UFC-heiminum.Vísir/GettyRick er algjör nagli Eftir sigur Gunnars á Zak Cummings í Dublin setti hann pressu á forseta UFC, Dana White, að fá næst mann á topp tíu listanum. White varð ekki við þeirri ósk en er Gunnar fúll yfir því? „Nei, alls ekki. Rick er af flestum álitinn toppbardagamaður og þó svo hann sé ekki á topp tíu í dag þá er þetta gaur sem hefur verið þarna og er algjör nagli. Þegar menn eru komnir í þennan styrkleikaflokk þá er maður alltaf að berjast við hörkugaura. Ég held ég eigi eftir að berjast við þá flesta hvort eð er. Í hvaða röð ég geri það skiptir ekki endilega öllu máli.“ Okkar maður segir að íþróttin sé í stöðugri þróun og þeir sem séu að koma upp núna séu betri en þeir sem fyrir eru. „Það koma alltaf upp nýjar kynslóðir. Íþróttin er á gríðarlegu flugi og er tiltölulega nýtt sport þó svo þetta sé kannski elsta íþrótt heims. Maðurinn hefur alltaf verið að tuskast,“ segir Gunnar og glottir við tönn. „Það er ekki beint fullt af nýjungum í þessu. Þetta er nú voðalega einfalt allt saman en tilfinningin sem maður hefur fyrir því að vera í hringnum á móti öðrum er að verða mun meiri en áður. Upp eru að koma menn sem eru svo miklu betri en þeir sem áður voru þar,“ segir Gunnar, en að hvaða leyti eru þeir öðru vísi? „Þessi kynslóð getur gert allt og hefur þann eiginleika að geta komið á óvart. Menn eru farnir að læra að halda pressu betur og einnig hvernig þeir stýra orku andstæðingsins. Það þarf kannski að gera ótrúlega einfaldan hlut til þess að vinna bardaga en að gera hann rétt og á réttum tíma er allt annað mál. Þú verður að þekkja framhald hreyfinga. Hvernig þú tæmir orku andstæðingsins smám saman og svo verða menn að vita hvenær þeir geta farið alla leið og klárað bardagann. Menn verða að hafa tilfinningu fyrir þessu. Þessi nýja kynslóð er miklu þróaðri en gamla kynslóðin.“Finnur ekki fyrir pressu Stjarna Gunnars er farin að skína skært í UFC-heiminum og í Stokkhólmi verður hann í fyrsta skipti stærsta stjarnan. Aðalnúmerið í aðalbardaganum. Finnur hann fyrir meiri pressu nú en áður? „Ég finn engan mun. Fyrir mér er þetta bara að fara inn í búrið eins og alltaf að mæta einhverjum gæja sem ég hef ekki mætt áður,“ segir Gunnar yfirvegaður en viðurkennir að auðvitað sé það mikil upphefð að vera orðinn aðalnúmerið á stóru UFC-kvöldi. „Það er frábært og gefur mér mikið. Auðvitað er ég mjög ánægður og þakklátur fyrir að vera kominn á þann stað sem ég er nú kominn á. Ég vil vera að vinna mig upp og það er í gangi. Því betur sem gengur, því meira uppsker maður.“ Gunnar er kominn heim og verður hér næstu daga eftir góðan tíma í æfingabúðum í Dublin. „Ég er búinn að vera á Írlandi í mánuð og undirbúningur hefur verið frekar hefðbundinn hjá mér. Ég er búinn að vera með strákunum Conor [McGregor], Cathal [Pendred] og fleirum. Þetta hafa verið helvíti góðar æfingabúðir,“ segir Gunnar kátur en honum líður alltaf vel með vinum sínum úti. „Við æfum saman nokkra daga í viku og síðan er maður svolítið frjáls. Ég er í æfingasalnum allan daginn að æfa mig. Það er frábært að fá líka að vera frjáls og gera sitt. Það skiptir sköpum fyrir mig.“ Eins og Gunnar segir hefur hann venju samkvæmt æft mikið með Conor McGregor undir handleiðslu Johns Kavanagh. Þeir hafa aftur á móti verið fjarverandi síðustu vikuna þar sem McGregor er að berjast í Las Vegas um helgina.
MMA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti