Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2014 19:49 Innanríkisráðherra segir deilurnar um veglagningu um Teigskóg á sunnanverðum Vestfjörðum komnar í stjórnsýsluflækju og nýleg niðurstaða Skipulagsstofnunar sé vonbrigði. Ráðherra útilokar ekki að sett verði sérlög til að höggva á hnútinn. Deilur hafa staðið um veg um Teigskóg í hartnær áratug og fyrir fimm árum hafnaði Hæstiréttur þáverandi tillögu um veglagningu. Skipulagsstofnun hafnaði því síðan á dögunum að ný tillagan færi í nýtt umhverfismat, þar sem ekki sé unnt að líta á þá tillögu sem nýja framkvæmd þar sem þegar væri búið að hafna leið um Teigsskóg og ekki lagalegar heimildir til að hefja nýtt matsferli. Vegagerðin hefur nú ákveðið að kæra þessa ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar skipulagsmála. Ólína Þorvarðardóttir varaþingmaður samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um vegamál á Vestfjörðum á Alþingi í dag. Hún sagði á meðan málið væri fast í lagaflækjum streymdi fjármagn til annarra og ekki eins áríðandi framkvæmda. Ágreiningurinn um veglagningu um Teigskóg er að verða málið endalausa. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sem og allir þeir þingmenn sem tóku til máls á Alþingi í dag eru sammála Ólínu Þorvarðardúttur um að málið þoli enga bið. Ráðherra sagði reyndar að leysa þyrfti það á allra næstu mánuðum. „Telur ráðherra koma til greina að skoða sérstaka lagasetningu vegna málsins, já,“ sagði Hanna Birna. „Það þýðir ekki að ég sé að flytja hér frumvarp á næstu dögum um slíkt. En ég tel það ekki útlilokað,“ sagði innanríkisráðherra. Hins vegar þurfi að skoða aðrar mögulegar leiðir vandlega en niðurstaða um endanlega leið verði að liggja fyrir á næstu mánuðum enda um að ræða mikilvægust samgöngubót á landinu. Hún myndi m.a. eiga fund með þingmönnum kjördæmisins á morgum sem og með vegamálastjóra. Alþingi Teigsskógur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Innanríkisráðherra segir deilurnar um veglagningu um Teigskóg á sunnanverðum Vestfjörðum komnar í stjórnsýsluflækju og nýleg niðurstaða Skipulagsstofnunar sé vonbrigði. Ráðherra útilokar ekki að sett verði sérlög til að höggva á hnútinn. Deilur hafa staðið um veg um Teigskóg í hartnær áratug og fyrir fimm árum hafnaði Hæstiréttur þáverandi tillögu um veglagningu. Skipulagsstofnun hafnaði því síðan á dögunum að ný tillagan færi í nýtt umhverfismat, þar sem ekki sé unnt að líta á þá tillögu sem nýja framkvæmd þar sem þegar væri búið að hafna leið um Teigsskóg og ekki lagalegar heimildir til að hefja nýtt matsferli. Vegagerðin hefur nú ákveðið að kæra þessa ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar skipulagsmála. Ólína Þorvarðardóttir varaþingmaður samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um vegamál á Vestfjörðum á Alþingi í dag. Hún sagði á meðan málið væri fast í lagaflækjum streymdi fjármagn til annarra og ekki eins áríðandi framkvæmda. Ágreiningurinn um veglagningu um Teigskóg er að verða málið endalausa. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sem og allir þeir þingmenn sem tóku til máls á Alþingi í dag eru sammála Ólínu Þorvarðardúttur um að málið þoli enga bið. Ráðherra sagði reyndar að leysa þyrfti það á allra næstu mánuðum. „Telur ráðherra koma til greina að skoða sérstaka lagasetningu vegna málsins, já,“ sagði Hanna Birna. „Það þýðir ekki að ég sé að flytja hér frumvarp á næstu dögum um slíkt. En ég tel það ekki útlilokað,“ sagði innanríkisráðherra. Hins vegar þurfi að skoða aðrar mögulegar leiðir vandlega en niðurstaða um endanlega leið verði að liggja fyrir á næstu mánuðum enda um að ræða mikilvægust samgöngubót á landinu. Hún myndi m.a. eiga fund með þingmönnum kjördæmisins á morgum sem og með vegamálastjóra.
Alþingi Teigsskógur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira