Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2014 19:49 Innanríkisráðherra segir deilurnar um veglagningu um Teigskóg á sunnanverðum Vestfjörðum komnar í stjórnsýsluflækju og nýleg niðurstaða Skipulagsstofnunar sé vonbrigði. Ráðherra útilokar ekki að sett verði sérlög til að höggva á hnútinn. Deilur hafa staðið um veg um Teigskóg í hartnær áratug og fyrir fimm árum hafnaði Hæstiréttur þáverandi tillögu um veglagningu. Skipulagsstofnun hafnaði því síðan á dögunum að ný tillagan færi í nýtt umhverfismat, þar sem ekki sé unnt að líta á þá tillögu sem nýja framkvæmd þar sem þegar væri búið að hafna leið um Teigsskóg og ekki lagalegar heimildir til að hefja nýtt matsferli. Vegagerðin hefur nú ákveðið að kæra þessa ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar skipulagsmála. Ólína Þorvarðardóttir varaþingmaður samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um vegamál á Vestfjörðum á Alþingi í dag. Hún sagði á meðan málið væri fast í lagaflækjum streymdi fjármagn til annarra og ekki eins áríðandi framkvæmda. Ágreiningurinn um veglagningu um Teigskóg er að verða málið endalausa. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sem og allir þeir þingmenn sem tóku til máls á Alþingi í dag eru sammála Ólínu Þorvarðardúttur um að málið þoli enga bið. Ráðherra sagði reyndar að leysa þyrfti það á allra næstu mánuðum. „Telur ráðherra koma til greina að skoða sérstaka lagasetningu vegna málsins, já,“ sagði Hanna Birna. „Það þýðir ekki að ég sé að flytja hér frumvarp á næstu dögum um slíkt. En ég tel það ekki útlilokað,“ sagði innanríkisráðherra. Hins vegar þurfi að skoða aðrar mögulegar leiðir vandlega en niðurstaða um endanlega leið verði að liggja fyrir á næstu mánuðum enda um að ræða mikilvægust samgöngubót á landinu. Hún myndi m.a. eiga fund með þingmönnum kjördæmisins á morgum sem og með vegamálastjóra. Alþingi Teigsskógur Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Innanríkisráðherra segir deilurnar um veglagningu um Teigskóg á sunnanverðum Vestfjörðum komnar í stjórnsýsluflækju og nýleg niðurstaða Skipulagsstofnunar sé vonbrigði. Ráðherra útilokar ekki að sett verði sérlög til að höggva á hnútinn. Deilur hafa staðið um veg um Teigskóg í hartnær áratug og fyrir fimm árum hafnaði Hæstiréttur þáverandi tillögu um veglagningu. Skipulagsstofnun hafnaði því síðan á dögunum að ný tillagan færi í nýtt umhverfismat, þar sem ekki sé unnt að líta á þá tillögu sem nýja framkvæmd þar sem þegar væri búið að hafna leið um Teigsskóg og ekki lagalegar heimildir til að hefja nýtt matsferli. Vegagerðin hefur nú ákveðið að kæra þessa ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar skipulagsmála. Ólína Þorvarðardóttir varaþingmaður samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um vegamál á Vestfjörðum á Alþingi í dag. Hún sagði á meðan málið væri fast í lagaflækjum streymdi fjármagn til annarra og ekki eins áríðandi framkvæmda. Ágreiningurinn um veglagningu um Teigskóg er að verða málið endalausa. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sem og allir þeir þingmenn sem tóku til máls á Alþingi í dag eru sammála Ólínu Þorvarðardúttur um að málið þoli enga bið. Ráðherra sagði reyndar að leysa þyrfti það á allra næstu mánuðum. „Telur ráðherra koma til greina að skoða sérstaka lagasetningu vegna málsins, já,“ sagði Hanna Birna. „Það þýðir ekki að ég sé að flytja hér frumvarp á næstu dögum um slíkt. En ég tel það ekki útlilokað,“ sagði innanríkisráðherra. Hins vegar þurfi að skoða aðrar mögulegar leiðir vandlega en niðurstaða um endanlega leið verði að liggja fyrir á næstu mánuðum enda um að ræða mikilvægust samgöngubót á landinu. Hún myndi m.a. eiga fund með þingmönnum kjördæmisins á morgum sem og með vegamálastjóra.
Alþingi Teigsskógur Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira