Eurovision stjarna spókaði sig í miðbænum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. september 2014 13:18 Auður með goðinu sjálfu, Johnny Logan. Epískt myndefni, segir Auður. Vísir/Einkasafn „Ég sá hann labba hérna framhjá og tók strax eftir honum og fyrstu viðbrögðin voru að brosa til hans. Ég var reyndar alls ekki viss um hvort þetta væri hann, en þegar hann gekk hérna fram hjá aftur og stoppaði við horniði, þá stóðst ég ekki mátið, fór út og spurði hvort það gæti verið að þetta væri hann,“ segir Auður Gná Ingvarsdóttir eigandi verslunarinnar Insúlu á Skólavörðustíg en hún hitti írsku Eurovisionstjörnuna Johnny Logan um helgina. Hún spurði hann að sjálfsögðu hvort hún mætti ekki fá mynd af honum, enda að hennar sögn algjörlega epískt myndefni, Eftir smá tæknileg vandræði með myndavélina í símanum, sem leystist með hjálp bróður Johnnys, náðist þessi fína mynd og þeir tóku ekki annað í mál en taka eina mynd af okkur saman fyrir utan verslunina, segir Auður. „Hann var hinn almennilegasti, sagðist hafa verið að koma frá Jóni Sæmundi í Dead þar sem hann keypti sér nokkra boli. Svo spurði hann mig hvort Bó (Björgvin Halldórsson) væri ekki enn að syngja og hvort Krummi sonur hans væri ekki enn að gera tónlist,“ segir Auður, sem fannst gaman að heyra að hann hefði áhuga á og þekkti til þeirra feðga. Söngvarinn var að koma til landsins í fjórða sinn, en hann var með bróður sínum og eiginkonu sinni sem einnig er umboðsmaðurinn hans. Hann starfar nú á skemmtiferðaskipi sem var hér yfir helgina. Auður segir þessa uppákomu hafa verið einstaklega skondna, því kvöldið áður hafi hún og vinkonur hennar verið með smá ballöðu einkagrín og hún hafi einmitt sent vinkonu sinni sem er írsk og búsett hér á landi myndband með honum. „Mér fannst þetta mjög sérstak og vægast sagt skondið, þar em við vorum að grínast með þetta, því það er ekki á hverjum degi sem maður er að horfa á Johnny Logan myndbönd, ég er ekkert gallharður aðdáandi,“ segir Auður, sem segist samt bera fulla virðingu fyrir söngvaranum. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Johnny Logan sigrað Eurovision þrisvar sinnum, fyrst árið 1980 þegar hann söng lagið „What‘s another year“ og aftur árið 1987 þegar hann sigraði með slagaranum „Hold me now“. Árið 1992 samdi hann svo sigurlag Íra „Why me“. Eurovision Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Ég sá hann labba hérna framhjá og tók strax eftir honum og fyrstu viðbrögðin voru að brosa til hans. Ég var reyndar alls ekki viss um hvort þetta væri hann, en þegar hann gekk hérna fram hjá aftur og stoppaði við horniði, þá stóðst ég ekki mátið, fór út og spurði hvort það gæti verið að þetta væri hann,“ segir Auður Gná Ingvarsdóttir eigandi verslunarinnar Insúlu á Skólavörðustíg en hún hitti írsku Eurovisionstjörnuna Johnny Logan um helgina. Hún spurði hann að sjálfsögðu hvort hún mætti ekki fá mynd af honum, enda að hennar sögn algjörlega epískt myndefni, Eftir smá tæknileg vandræði með myndavélina í símanum, sem leystist með hjálp bróður Johnnys, náðist þessi fína mynd og þeir tóku ekki annað í mál en taka eina mynd af okkur saman fyrir utan verslunina, segir Auður. „Hann var hinn almennilegasti, sagðist hafa verið að koma frá Jóni Sæmundi í Dead þar sem hann keypti sér nokkra boli. Svo spurði hann mig hvort Bó (Björgvin Halldórsson) væri ekki enn að syngja og hvort Krummi sonur hans væri ekki enn að gera tónlist,“ segir Auður, sem fannst gaman að heyra að hann hefði áhuga á og þekkti til þeirra feðga. Söngvarinn var að koma til landsins í fjórða sinn, en hann var með bróður sínum og eiginkonu sinni sem einnig er umboðsmaðurinn hans. Hann starfar nú á skemmtiferðaskipi sem var hér yfir helgina. Auður segir þessa uppákomu hafa verið einstaklega skondna, því kvöldið áður hafi hún og vinkonur hennar verið með smá ballöðu einkagrín og hún hafi einmitt sent vinkonu sinni sem er írsk og búsett hér á landi myndband með honum. „Mér fannst þetta mjög sérstak og vægast sagt skondið, þar em við vorum að grínast með þetta, því það er ekki á hverjum degi sem maður er að horfa á Johnny Logan myndbönd, ég er ekkert gallharður aðdáandi,“ segir Auður, sem segist samt bera fulla virðingu fyrir söngvaranum. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Johnny Logan sigrað Eurovision þrisvar sinnum, fyrst árið 1980 þegar hann söng lagið „What‘s another year“ og aftur árið 1987 þegar hann sigraði með slagaranum „Hold me now“. Árið 1992 samdi hann svo sigurlag Íra „Why me“.
Eurovision Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira