Tyrkir loka landamærum að Sýrlandi vegna flóttamannastraums 22. september 2014 08:03 Vísir/AFP Tyrknesk stjórnvöld hafa lokað stórum hluta landamæra sinna að Sýrlandi eftir að um hundrað þúsund kúrdískir flóttamenn streymdu þar yfir um helgina. Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda sem vildu sýna flóttafólkinu samstöðu en fólkið flýr nú árásir öfgamannanna í Hinu íslamska ríki. Flestir flóttamannanna eru frá bænum Kobane sem sagður er við það að falla í hendur vígamannanna en hann er að mestu byggður Kúrdum. Tyrkir hafa tekið við um 900 þúsund flóttamönnum frá því uppreisnin gegn al Assad forseta Sýrlands hófst en nú segjast þeir ekki ráða við meiri fjölda. Það bætir svo á ringulreiðina við landamærin að PKK, flokkur Kúrda í Tyrklandi, hvetur nú alla Kúrda til þess að fara yfir landamærin til Sýrlands, til þess að berjast þar við vígasveitir ISIS. Í gegnum árin hafa Tyrkir og Kúrdar borist á banaspjót og er PKK flokkurinn til að mynda bannaður í Tyrklandi. Óttast er að óöldin í Sýrlandi og ofsóknir ISIS gegn Kúrdum þar muni virka sem olía á eldinn í deilum Kúrda og Tyrkja þannig að sá viðkvæmi friður sem verið hefur síðustu árin á milli Kúrda og Tyrkja í Tyrklandi sé nú brátt úti. Sókn Isis að bænum Kobane er sögð hröð, og í gærkvöldi voru vígamennirnir aðeins í um tíu kílómetra fjarlægð. Þeir eru sagðir vel vopnum búnir og hafa meðal annars beitt skriðdrekum í sókn sinni. Mið-Austurlönd Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Sjá meira
Tyrknesk stjórnvöld hafa lokað stórum hluta landamæra sinna að Sýrlandi eftir að um hundrað þúsund kúrdískir flóttamenn streymdu þar yfir um helgina. Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda sem vildu sýna flóttafólkinu samstöðu en fólkið flýr nú árásir öfgamannanna í Hinu íslamska ríki. Flestir flóttamannanna eru frá bænum Kobane sem sagður er við það að falla í hendur vígamannanna en hann er að mestu byggður Kúrdum. Tyrkir hafa tekið við um 900 þúsund flóttamönnum frá því uppreisnin gegn al Assad forseta Sýrlands hófst en nú segjast þeir ekki ráða við meiri fjölda. Það bætir svo á ringulreiðina við landamærin að PKK, flokkur Kúrda í Tyrklandi, hvetur nú alla Kúrda til þess að fara yfir landamærin til Sýrlands, til þess að berjast þar við vígasveitir ISIS. Í gegnum árin hafa Tyrkir og Kúrdar borist á banaspjót og er PKK flokkurinn til að mynda bannaður í Tyrklandi. Óttast er að óöldin í Sýrlandi og ofsóknir ISIS gegn Kúrdum þar muni virka sem olía á eldinn í deilum Kúrda og Tyrkja þannig að sá viðkvæmi friður sem verið hefur síðustu árin á milli Kúrda og Tyrkja í Tyrklandi sé nú brátt úti. Sókn Isis að bænum Kobane er sögð hröð, og í gærkvöldi voru vígamennirnir aðeins í um tíu kílómetra fjarlægð. Þeir eru sagðir vel vopnum búnir og hafa meðal annars beitt skriðdrekum í sókn sinni.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Sjá meira