Sport

Myndband | Svakalegt rothögg Birgis Arnar

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Þrír Íslendingar börðust í gær á Shinobi MMA bardagakvöldinu í Wales. Birgir Örn Tómasson sigraði sinn bardaga með glæsilegu rothöggi sem sjá má hér.

Andstæðingur Birgis, Bobby Pallett, var fyrir bardagann ósigraður í fjórum bardögum og þykir afar fær í standandi viðureign. Okkar maður, Birgir Örn, er einnig mjög fær standandi og hann sýndi það þegar hann rotaði Pallett í 3. lotu.

Bardaginn var afar skemmtilegur og fengu báðir keppendur bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Í myndbandinu hér að ofan má sjá rothögg Birgis. Birgir spáði því að hann myndi klára bardagann með beinni hægri eða hægri krók og má segja að sú spá hafi ræst.

MMA

Tengdar fréttir

Bjarki Þór tók titilinn og Birgir rotaði andstæðing sinn

Þrír íslenskir bardagakappar börðust á Shinobi MMA bardagakvöldinu í Wales í gærkvöldi. Bjarki Þór Pálsson klófesti léttvigtarbelti Shinobi MMA bardagasamtakanna og Birgir Örn Tómasson rotaði andstæðing sinn í 3. lotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×