Bjarki Þór tók titilinn og Birgir rotaði andstæðing sinn Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. september 2014 12:45 Bjarki Þór grípur utan um háls O'Connor. Kjartan Páll Sæmundsson Þrír íslenskir bardagakappar börðust á Shinobi MMA bardagakvöldinu í Wales í gærkvöldi. Bjarki Þór Pálsson klófesti léttvigtarbelti Shinobi MMA bardagasamtakanna og Birgir Örn Tómasson rotaði andstæðing sinn í 3. lotu. Strákarnir koma allir úr Mjölni og höfðu æft gríðarlega vel fyrir MMA bardagana sína. Fyrstur á svið af Íslendingunum var Birgir Örn Tómasson en hann mætti heimamanninum Bobby Pallett. Eftir jafna fyrstu lotu þar sem þeir skiptust á höggum náði Pallett fellu í 2. lotu. Birgir náði að standa upp og vankaði Pallett áður en lotan var á enda. Í 3. lotu át Birgir hausspark og svaraði hann því með því að steinrota Pallett í 3. lotu. Bardaginn var frábær en Birgir Örn hefur nú sigrað báða MMA bardaga sína með rothöggi. Fyrr í dag fengu Birgir og andstæðingur hans bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Næstur á svið var Diego Björn Valencia. Andstæðingur hans var pólskur glímumaður og náði hann fellu í 1. lotu. Diego tókst að snúa stöðunni við og endaði fyrstu lotuna ofan á. Í 2. lotu náði Diego sjálfur fellu og hélt toppstöðu um tíma. Þriðja lotan var jöfn og endaði bardaginn í dómaraákvörðun. Hinn pólski Amadeusz Arczewski sigraði naumlega eftir dómaraákvörðun, 29-28, í jöfnum bardaga. Þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá Diego og mun hann án efa koma tvíefldur til baka. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi milli Bjarka Þórs Pálssonar og Anthony O’Connor. Fyrir bardagann var O’Connor ósigraður í sjö bardögum og því verðugur andstæðingur. Bjarki náði fellu í fyrstu lotu og sigraði fyrstu lotuna. Í næstu lotu skaut O’Connor í fellu en Bjarki náði taki utan um hálsinn og læsti þéttri „guillotine“ hengingu. O’Connor neyddist því til að gefast upp í 2. lotu. Bjarki Þór tryggði sér þar með léttvigtarbelti Shinobi MMA. Frábært kvöld að baki hjá Mjölnismönnunum og mega þeir vel við una eftir bardaga gærkvöldsins.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Birgir Örn með beina hægri á Bobby Pallett.Kjartan Páll Sæmundsson MMA Tengdar fréttir Mjölnisstrákarnir tilbúnir í slaginn Í kvöld munu þrír íslenskir bardagakappar stíga í búrið og berjast í MMA á Shinobi bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Wales og eru strákarnir tilbúnir í slaginn. 20. september 2014 11:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Þrír íslenskir bardagakappar börðust á Shinobi MMA bardagakvöldinu í Wales í gærkvöldi. Bjarki Þór Pálsson klófesti léttvigtarbelti Shinobi MMA bardagasamtakanna og Birgir Örn Tómasson rotaði andstæðing sinn í 3. lotu. Strákarnir koma allir úr Mjölni og höfðu æft gríðarlega vel fyrir MMA bardagana sína. Fyrstur á svið af Íslendingunum var Birgir Örn Tómasson en hann mætti heimamanninum Bobby Pallett. Eftir jafna fyrstu lotu þar sem þeir skiptust á höggum náði Pallett fellu í 2. lotu. Birgir náði að standa upp og vankaði Pallett áður en lotan var á enda. Í 3. lotu át Birgir hausspark og svaraði hann því með því að steinrota Pallett í 3. lotu. Bardaginn var frábær en Birgir Örn hefur nú sigrað báða MMA bardaga sína með rothöggi. Fyrr í dag fengu Birgir og andstæðingur hans bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Næstur á svið var Diego Björn Valencia. Andstæðingur hans var pólskur glímumaður og náði hann fellu í 1. lotu. Diego tókst að snúa stöðunni við og endaði fyrstu lotuna ofan á. Í 2. lotu náði Diego sjálfur fellu og hélt toppstöðu um tíma. Þriðja lotan var jöfn og endaði bardaginn í dómaraákvörðun. Hinn pólski Amadeusz Arczewski sigraði naumlega eftir dómaraákvörðun, 29-28, í jöfnum bardaga. Þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá Diego og mun hann án efa koma tvíefldur til baka. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi milli Bjarka Þórs Pálssonar og Anthony O’Connor. Fyrir bardagann var O’Connor ósigraður í sjö bardögum og því verðugur andstæðingur. Bjarki náði fellu í fyrstu lotu og sigraði fyrstu lotuna. Í næstu lotu skaut O’Connor í fellu en Bjarki náði taki utan um hálsinn og læsti þéttri „guillotine“ hengingu. O’Connor neyddist því til að gefast upp í 2. lotu. Bjarki Þór tryggði sér þar með léttvigtarbelti Shinobi MMA. Frábært kvöld að baki hjá Mjölnismönnunum og mega þeir vel við una eftir bardaga gærkvöldsins.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Birgir Örn með beina hægri á Bobby Pallett.Kjartan Páll Sæmundsson
MMA Tengdar fréttir Mjölnisstrákarnir tilbúnir í slaginn Í kvöld munu þrír íslenskir bardagakappar stíga í búrið og berjast í MMA á Shinobi bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Wales og eru strákarnir tilbúnir í slaginn. 20. september 2014 11:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Mjölnisstrákarnir tilbúnir í slaginn Í kvöld munu þrír íslenskir bardagakappar stíga í búrið og berjast í MMA á Shinobi bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Wales og eru strákarnir tilbúnir í slaginn. 20. september 2014 11:30