Tvöfalt meira hraun en í Kröflueldum Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2014 11:45 Vísir/Egill/Bítið „Það sem er óvenjulegt við þetta gos er að það heldur áfram af fullum krafti þó það sé búið að vera í gangi í mánuð. Langflest gos eru eins og það springi blaðra. Það er mikið gangi fyrst og síðan hægir og svo seitlar það í lokin og hættir síðan.“ Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann jarðhræringarnar við norðanverðan Vatnajökul. Hann sagði að enn sem komið væri hefði gosið ekki framleitt nema um einn tuttugasta af því hrauni sem varð til í Skaftáreldum. Þó væri magnið orðið tvöfalt meira en í Kröflueldum. „Sem stendur er þetta orðið þokkalega stórt hraungos, en flokkast ekkert með stórgosum ennþá.“ Spurður út í jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu og mögulegt eldogs þar sagði Magnús Tumi slíkt vera einan af þremur möguleikum í stöðunni. Einn væri að gosið haldi áfram eins og það er í dag og hætti fyrr eða síðar. „Síðan gæti líka, ef meira losnar um tappann í Bárðarbungu, pípan brostið á nýjum stað og undir jöklinum líklegast. Þá fengjum við aðra mynd. Þá færi af stað gos undir jökli og svo sprengigos með öskufalli eins og við sáum í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli. Þriðji möguleikinn er að það losni um kvikuna undir Bárðarbungu og hún fari beint upp í öskjuna og þar er hins vegar 800 metra þykkur ís og gosið þarf að vinna sig í gegnum það. Það er eitthvað sem getur vel gerst og gerðist reyndar fyrir átján árum í gjálpargosinu. Þá fór gosið á 30 klukktímum í gegnum 600 metra þykkan ís. Það getur verið, ef það gýs í Bárðarbungu að það bræði ís og þá safnast saman vatn í öskjunni og það gæti komið miklu stærra hlaup að lokum. Það eru margir óvissuþættir,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að gliðnun landsins við gosstöðvarnar sé mikil. „Það má ekki gleyma því að landið er alltaf að stækka og það gleikkar um tvo sentímetra á ári.“ Hann sagði þá teygingu sem hafi orðið á landinu í kringum jarðhræringarnar samsvari meðalgliðnun hundrað til hundrað og fimmtíu ára. Bárðarbunga Tengdar fréttir Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp" "Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. 19. september 2014 17:15 Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58 Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni. 24. september 2014 08:00 Engin breyting á jarðhræringum Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna. 24. september 2014 07:16 Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
„Það sem er óvenjulegt við þetta gos er að það heldur áfram af fullum krafti þó það sé búið að vera í gangi í mánuð. Langflest gos eru eins og það springi blaðra. Það er mikið gangi fyrst og síðan hægir og svo seitlar það í lokin og hættir síðan.“ Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann jarðhræringarnar við norðanverðan Vatnajökul. Hann sagði að enn sem komið væri hefði gosið ekki framleitt nema um einn tuttugasta af því hrauni sem varð til í Skaftáreldum. Þó væri magnið orðið tvöfalt meira en í Kröflueldum. „Sem stendur er þetta orðið þokkalega stórt hraungos, en flokkast ekkert með stórgosum ennþá.“ Spurður út í jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu og mögulegt eldogs þar sagði Magnús Tumi slíkt vera einan af þremur möguleikum í stöðunni. Einn væri að gosið haldi áfram eins og það er í dag og hætti fyrr eða síðar. „Síðan gæti líka, ef meira losnar um tappann í Bárðarbungu, pípan brostið á nýjum stað og undir jöklinum líklegast. Þá fengjum við aðra mynd. Þá færi af stað gos undir jökli og svo sprengigos með öskufalli eins og við sáum í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli. Þriðji möguleikinn er að það losni um kvikuna undir Bárðarbungu og hún fari beint upp í öskjuna og þar er hins vegar 800 metra þykkur ís og gosið þarf að vinna sig í gegnum það. Það er eitthvað sem getur vel gerst og gerðist reyndar fyrir átján árum í gjálpargosinu. Þá fór gosið á 30 klukktímum í gegnum 600 metra þykkan ís. Það getur verið, ef það gýs í Bárðarbungu að það bræði ís og þá safnast saman vatn í öskjunni og það gæti komið miklu stærra hlaup að lokum. Það eru margir óvissuþættir,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að gliðnun landsins við gosstöðvarnar sé mikil. „Það má ekki gleyma því að landið er alltaf að stækka og það gleikkar um tvo sentímetra á ári.“ Hann sagði þá teygingu sem hafi orðið á landinu í kringum jarðhræringarnar samsvari meðalgliðnun hundrað til hundrað og fimmtíu ára.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp" "Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. 19. september 2014 17:15 Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58 Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni. 24. september 2014 08:00 Engin breyting á jarðhræringum Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna. 24. september 2014 07:16 Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp" "Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. 19. september 2014 17:15
Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58
Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni. 24. september 2014 08:00
Engin breyting á jarðhræringum Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna. 24. september 2014 07:16
Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent