Sport

Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Viðar, Haraldur, Gunnar, Gunnar Lúðvík, Pétur Marinó og Helga Margrét í Leifsstöð í morgun.
Jón Viðar, Haraldur, Gunnar, Gunnar Lúðvík, Pétur Marinó og Helga Margrét í Leifsstöð í morgun. mynd/facebook-síða Mjölnis
Gunnar Nelson og föruneyti hans hélt utan til Stokkhólms í morgun, en þar berst hann við Bandaríkjamanninn Rick Story á UFC-bardagakvöldi í Globen-höllinni á laugardagskvöldið.

Á Facebook-síðu Mjölnis má sjá mynd af hópnum í Leifsstöð í morgun, á henni eru meðal annars Gunnar sjálfur, faðir hans, HaraldurNelson, Jón Viðar Arnþórsson, framkvæmdastjóri Mjölnis og Pétur Marinó Jónsson fréttamaður MMA-frétta og bardagalýsandi á Stöð 2 Sport.

Bardaginn á laugardaginn er sá fimmti hjá Gunnari í UFC, en hann vann hina fjóra og er í heildina ósigraður í fjórtán bardögum í blönduðum bardagalistum eða MMA.

Írinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars, og góðvinur hans, ConorMcGregor, koma til móts við hópinn í Stokkhólmi í dag. Þeir hafa dvalið í Las Vegas undanfarnar vikur þar sem McGregor vann auðveldan sigur á Dustin Poirer.

Bardagi Gunnars Nelson á laugardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. Fáðu þér áskrift í síma 5125100 eða smelltu hér.

MMA

Tengdar fréttir

Dreymir ekki um Vegas

Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina.

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story

Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×