„Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2014 10:07 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir. visir/bylgjan/afp „Smitsjúkdómalæknar og yfirlæknir sýkingavarna á Landsspítalanum hafa verið að funda með farsóttanefnd hjá landlæknisembættinu síðan í júní og fylgjumst mjög vel með,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þrír menn til viðbótar hafa verið settir í einangrun á sjúkrahúsi á Spáni vegna hættu á að þeir hafi smitast af ebóluveirunni. Að auki er grannt fylgst með um fimmtíu manns. Allt eru þetta viðbrögð við veikindum hjúkrunarfræðings á Spáni, konu á fimmtugsaldri, sem smitaðist þegar hún vann við hjúkrun tveggja spænskra presta. Þeir létust báðir af völdum ebóluveirunnar en þeir höfðu smitast í Afríku þar sem þeir unnu við aðhlynningu ebólusmitaðra. „Í vor vorum við og fleiri læknar að gera lítið úr þessu eins og hefur verið gert í gegnum árin þegar svona faraldur kemur upp en núna hefur orðið algjört breyting á þróun veirunnar á undanförnum fjórum til sex vikum. Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans.“ Bryndís segir sóttvarnarlækni og starfsfólk hjá landlæknisembættinu vinna með starfsfólki á Keflavíkurflugvelli að því ferli sem fari í gang komi upp grunur um ebólusmit hér á landi. „Ég vil samt taka það fram, og segi það sem manneskja og ekki sem læknir, að maður getur lesið áætlanir en maður veit ekkert hvað gerist þegar og ef að þessu kemur.“visir/apNorskur læknir sem starfaði með Læknum án landamæra (MSF) í Síerra Leóne smitaðist af ebólu og var fluttur heim til Noregs til meðferðar. Læknirinn var settur í sóttkví, eftir að hún fékk hita og tilraunir sannreyndu að hún hefði smitast af veirunni. Aðspurð hvort okkur beri að taka við Íslendingi sem smitist af ebólu svaraði Bryndís: „Við erum ekki með þennan viðbúnað sem við höfum séð í fréttunum, bæði í Ósló og á Spáni. Við erum að sjálfsögðu með hlífðarfatnað og vel menntað starfsfólk. Í Ósló eru til að mynda tuttugu til þrjátíu starfsmenn sem hafa verið að þjálfa sig í einn til tvo mánuði. Hér á landi er þjálfun vegna veirunnar ekki hafin.“ Bryndís segir að meðgöngutími fólks með veiruna sé sjö til tíu dagar og þá eru einkennin ógleði, hiti, uppköst og niðurgangur. „Það er nú ólíklegt að einhver fái allt í einu einkenni af ebólu í flugvél. Við skulum hafa það í huga að fólk með allskonar sýkingar eins og Malaríu getur alveg fengið svipuð einkenni um borð í flugvél og það er mikið mun algengara. Við lendum oft í því að flugvélar lenda hér á landi með veikan farþega og skilja hann eftir í Keflavík. Þetta hefur verið rætt en við eigum eftir að útfæra nánar hlutverk starfsfólks.“Mega ekki sýna nein veikleikamerki Um 7.200 manns hafa smitast af veirunni í Gíneu, Síerra Leóne og í Líberíu. Þar af hafa minnst 3.400 látið lífið. „Það er nokkuð merkilegt að fylgjast með fréttum frá Dallas í Bandaríkjunum og frá Noregi. Þar sér maður glögglega að fulltrúar spítalanna mega ekki sýna nein veikleikamerki en maður skynjar að það er verulegur órói. Ég ætla að segja, sem læknir á Landsspítalanum, að við erum 320.000 manna þjóð og erum ekki með Ullevål-sjúkrahúsið þar sem er sérstök einangrunardeild. Í Bandaríkjunum eru fjórar sér einingar sem eru sérstaklega hannaðar til að takast á við svona veirur og sýkingar.“ Bryndís viðurkennir að aðstæður hér á landi eru ekki sambærilegar við það sem þekkist erlendis. „Að sjálfsögðu munum við gera allt sem við getum en þetta eru atriði sem við höfum verið að ræða fram og til baka. Við getum ekki ætlast til þess að íslenskir starfsmenn Rauða-krossins fari þarna út og síðan þyrftum við að taka á móti fólki sem hugsanlega hefur veikst. Norðmenn eru með tuttugu til þrjátíu manns þarna úti á vegum Lækna án landamæra og það hefur verið mikil umræða um þetta þar í landi. Hjúkrunarfræðingurinn (í Noreg) fékk síðasta skammtinn af lyfi sem framleitt er í San Diego. Síðan eru þrjú til fjögur önnur lyf sem hafa verið notuð á nokkrum einstaklingum, en þetta eru lyf sem hafa verið þróuð fyrir aðrar veirur og við vitum lítið hvað kemur út úr því.“visir/afpAðspurð hvort það hafi verið mistök að flytja veika einstaklinga til Bandaríkjanna og Spánar svaraði Bryndís: „Ég bara hreinlega veit það ekki. Ástandið í Texas er til að mynda orðið allsvakalegt. Ef um er að ræða flutning á einstaklingi undir mjög vernduðum aðstæðum er það allt annað. Ef viðkomandi land eða stofnun er tilbúin að taka á móti einstaklingum, eins og við erum að sjá í Noregi, þá er um að ræða mjög verndaðar aðstæður og þá eru líkur á frekari smitum mjög litlar.“ Bryndís segir að það sem hafi gerst á Spáni sé alvarlegra en þar sé um að ræða heilbrigðisstarfsmann sem veiktist í fríi og tilkynnti það ekki strax inn. „Á Spáni er núna mikil umræða um þau mannlegu mistök sem komu þar upp. Þetta eru ógnvænlegar fréttir og manni líður ekki vel á kvöldin þegar maður er að lesa það sem fram kemur á internetinu, ég verð að viðurkenna það. Ég myndi segja að þetta væri áhyggjuefni og það var ekki mín skoðun fyrir nokkrum mánuðum. Mér finnst aðstæður hafa breyst mikið. Það sem ég er að segja er nákvæmlega það sem heilbrigðisstarfsfólk í Evrópu er að hugsa í hljóði eða ræða sín á milli. Undirliggjandi er töluverður órói.“ Bryndís segir það mjög alvarlegt að fram hafa komið svartsýnisspár frá Alþjóðaheilbrigðisvöldum. „Þar koma fram mjög raunsæjar yfirlýsingar um það hversu hratt þetta getur breiðst út ef við gerum ekki eitthvað í málinu.“ Ebóla Tengdar fréttir Lést þrátt fyrir ebóla-lyf Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn. 26. ágúst 2014 10:15 „Idíótískt“ að halda að ebóla breiðist út á Vesturlöndum Gunnhildur Árnadóttir segir Lækna án landamæra hafa bent á alvarleika ebólufaraldursins fyrir mörgum mánuðum. 15. ágúst 2014 15:15 Hlutabréfamarkaðir vestan hafs bregðast við ebólusmiti Maðurinn sem er smitaður átti samneyti með átján mismunandi einstaklingum, þar á meðal fimm börnum. Enginn er talinn hafa smitast af honum. 1. október 2014 23:32 Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35 Ákærður vegna ebólunnar Thomas Eric Duncan er fyrsti maðurinn sem greinist með ebólusýkingu í Bandaríkjunum. Hann er sagður hafa logið þegar hann fyllti út spurningalista áður en hann fór úr landi. 3. október 2014 09:00 Óttast frekari útbreiðslu ebólu Yfirvöld í Líberíu óttast frekari útbreiðslu ebólu eftir að ráðist var á heilsugæslustöð sem hýst einstaklinga sem grunaðir voru um að hafa smitast af ebólu. 18. ágúst 2014 07:00 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Ebóla ógn við alþjóðlegt öryggi Tala látinna fer sífellt hækkandi en frá því að veiran greindist fyrst í ársbyrjun hafa 2.630 orðið faraldrinum að bráð og 5.375 eru sýktir. 19. september 2014 08:00 Mögulegt ebólutilfelli í Stokkhólmi Manninum er nú haldið í einangrun á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 31. ágúst 2014 20:38 Óvíst hvar sautján ebólusjúklingar eru niðurkomnir Ekki er vitað um afdrif þeirra sjúklinga sem hurfu er múgur réðst á einangrunarstöð í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gærkvöldi. 17. ágúst 2014 22:59 Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45 Ebóla staðfest í Bandaríkjunum Maðurinn kom með almennu farþegaflugi frá Vestur-Afríku til Texas í Bandaríkjunum. 30. september 2014 23:11 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Smitsjúkdómalæknar og yfirlæknir sýkingavarna á Landsspítalanum hafa verið að funda með farsóttanefnd hjá landlæknisembættinu síðan í júní og fylgjumst mjög vel með,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þrír menn til viðbótar hafa verið settir í einangrun á sjúkrahúsi á Spáni vegna hættu á að þeir hafi smitast af ebóluveirunni. Að auki er grannt fylgst með um fimmtíu manns. Allt eru þetta viðbrögð við veikindum hjúkrunarfræðings á Spáni, konu á fimmtugsaldri, sem smitaðist þegar hún vann við hjúkrun tveggja spænskra presta. Þeir létust báðir af völdum ebóluveirunnar en þeir höfðu smitast í Afríku þar sem þeir unnu við aðhlynningu ebólusmitaðra. „Í vor vorum við og fleiri læknar að gera lítið úr þessu eins og hefur verið gert í gegnum árin þegar svona faraldur kemur upp en núna hefur orðið algjört breyting á þróun veirunnar á undanförnum fjórum til sex vikum. Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans.“ Bryndís segir sóttvarnarlækni og starfsfólk hjá landlæknisembættinu vinna með starfsfólki á Keflavíkurflugvelli að því ferli sem fari í gang komi upp grunur um ebólusmit hér á landi. „Ég vil samt taka það fram, og segi það sem manneskja og ekki sem læknir, að maður getur lesið áætlanir en maður veit ekkert hvað gerist þegar og ef að þessu kemur.“visir/apNorskur læknir sem starfaði með Læknum án landamæra (MSF) í Síerra Leóne smitaðist af ebólu og var fluttur heim til Noregs til meðferðar. Læknirinn var settur í sóttkví, eftir að hún fékk hita og tilraunir sannreyndu að hún hefði smitast af veirunni. Aðspurð hvort okkur beri að taka við Íslendingi sem smitist af ebólu svaraði Bryndís: „Við erum ekki með þennan viðbúnað sem við höfum séð í fréttunum, bæði í Ósló og á Spáni. Við erum að sjálfsögðu með hlífðarfatnað og vel menntað starfsfólk. Í Ósló eru til að mynda tuttugu til þrjátíu starfsmenn sem hafa verið að þjálfa sig í einn til tvo mánuði. Hér á landi er þjálfun vegna veirunnar ekki hafin.“ Bryndís segir að meðgöngutími fólks með veiruna sé sjö til tíu dagar og þá eru einkennin ógleði, hiti, uppköst og niðurgangur. „Það er nú ólíklegt að einhver fái allt í einu einkenni af ebólu í flugvél. Við skulum hafa það í huga að fólk með allskonar sýkingar eins og Malaríu getur alveg fengið svipuð einkenni um borð í flugvél og það er mikið mun algengara. Við lendum oft í því að flugvélar lenda hér á landi með veikan farþega og skilja hann eftir í Keflavík. Þetta hefur verið rætt en við eigum eftir að útfæra nánar hlutverk starfsfólks.“Mega ekki sýna nein veikleikamerki Um 7.200 manns hafa smitast af veirunni í Gíneu, Síerra Leóne og í Líberíu. Þar af hafa minnst 3.400 látið lífið. „Það er nokkuð merkilegt að fylgjast með fréttum frá Dallas í Bandaríkjunum og frá Noregi. Þar sér maður glögglega að fulltrúar spítalanna mega ekki sýna nein veikleikamerki en maður skynjar að það er verulegur órói. Ég ætla að segja, sem læknir á Landsspítalanum, að við erum 320.000 manna þjóð og erum ekki með Ullevål-sjúkrahúsið þar sem er sérstök einangrunardeild. Í Bandaríkjunum eru fjórar sér einingar sem eru sérstaklega hannaðar til að takast á við svona veirur og sýkingar.“ Bryndís viðurkennir að aðstæður hér á landi eru ekki sambærilegar við það sem þekkist erlendis. „Að sjálfsögðu munum við gera allt sem við getum en þetta eru atriði sem við höfum verið að ræða fram og til baka. Við getum ekki ætlast til þess að íslenskir starfsmenn Rauða-krossins fari þarna út og síðan þyrftum við að taka á móti fólki sem hugsanlega hefur veikst. Norðmenn eru með tuttugu til þrjátíu manns þarna úti á vegum Lækna án landamæra og það hefur verið mikil umræða um þetta þar í landi. Hjúkrunarfræðingurinn (í Noreg) fékk síðasta skammtinn af lyfi sem framleitt er í San Diego. Síðan eru þrjú til fjögur önnur lyf sem hafa verið notuð á nokkrum einstaklingum, en þetta eru lyf sem hafa verið þróuð fyrir aðrar veirur og við vitum lítið hvað kemur út úr því.“visir/afpAðspurð hvort það hafi verið mistök að flytja veika einstaklinga til Bandaríkjanna og Spánar svaraði Bryndís: „Ég bara hreinlega veit það ekki. Ástandið í Texas er til að mynda orðið allsvakalegt. Ef um er að ræða flutning á einstaklingi undir mjög vernduðum aðstæðum er það allt annað. Ef viðkomandi land eða stofnun er tilbúin að taka á móti einstaklingum, eins og við erum að sjá í Noregi, þá er um að ræða mjög verndaðar aðstæður og þá eru líkur á frekari smitum mjög litlar.“ Bryndís segir að það sem hafi gerst á Spáni sé alvarlegra en þar sé um að ræða heilbrigðisstarfsmann sem veiktist í fríi og tilkynnti það ekki strax inn. „Á Spáni er núna mikil umræða um þau mannlegu mistök sem komu þar upp. Þetta eru ógnvænlegar fréttir og manni líður ekki vel á kvöldin þegar maður er að lesa það sem fram kemur á internetinu, ég verð að viðurkenna það. Ég myndi segja að þetta væri áhyggjuefni og það var ekki mín skoðun fyrir nokkrum mánuðum. Mér finnst aðstæður hafa breyst mikið. Það sem ég er að segja er nákvæmlega það sem heilbrigðisstarfsfólk í Evrópu er að hugsa í hljóði eða ræða sín á milli. Undirliggjandi er töluverður órói.“ Bryndís segir það mjög alvarlegt að fram hafa komið svartsýnisspár frá Alþjóðaheilbrigðisvöldum. „Þar koma fram mjög raunsæjar yfirlýsingar um það hversu hratt þetta getur breiðst út ef við gerum ekki eitthvað í málinu.“
Ebóla Tengdar fréttir Lést þrátt fyrir ebóla-lyf Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn. 26. ágúst 2014 10:15 „Idíótískt“ að halda að ebóla breiðist út á Vesturlöndum Gunnhildur Árnadóttir segir Lækna án landamæra hafa bent á alvarleika ebólufaraldursins fyrir mörgum mánuðum. 15. ágúst 2014 15:15 Hlutabréfamarkaðir vestan hafs bregðast við ebólusmiti Maðurinn sem er smitaður átti samneyti með átján mismunandi einstaklingum, þar á meðal fimm börnum. Enginn er talinn hafa smitast af honum. 1. október 2014 23:32 Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35 Ákærður vegna ebólunnar Thomas Eric Duncan er fyrsti maðurinn sem greinist með ebólusýkingu í Bandaríkjunum. Hann er sagður hafa logið þegar hann fyllti út spurningalista áður en hann fór úr landi. 3. október 2014 09:00 Óttast frekari útbreiðslu ebólu Yfirvöld í Líberíu óttast frekari útbreiðslu ebólu eftir að ráðist var á heilsugæslustöð sem hýst einstaklinga sem grunaðir voru um að hafa smitast af ebólu. 18. ágúst 2014 07:00 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Ebóla ógn við alþjóðlegt öryggi Tala látinna fer sífellt hækkandi en frá því að veiran greindist fyrst í ársbyrjun hafa 2.630 orðið faraldrinum að bráð og 5.375 eru sýktir. 19. september 2014 08:00 Mögulegt ebólutilfelli í Stokkhólmi Manninum er nú haldið í einangrun á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 31. ágúst 2014 20:38 Óvíst hvar sautján ebólusjúklingar eru niðurkomnir Ekki er vitað um afdrif þeirra sjúklinga sem hurfu er múgur réðst á einangrunarstöð í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gærkvöldi. 17. ágúst 2014 22:59 Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45 Ebóla staðfest í Bandaríkjunum Maðurinn kom með almennu farþegaflugi frá Vestur-Afríku til Texas í Bandaríkjunum. 30. september 2014 23:11 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Lést þrátt fyrir ebóla-lyf Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn. 26. ágúst 2014 10:15
„Idíótískt“ að halda að ebóla breiðist út á Vesturlöndum Gunnhildur Árnadóttir segir Lækna án landamæra hafa bent á alvarleika ebólufaraldursins fyrir mörgum mánuðum. 15. ágúst 2014 15:15
Hlutabréfamarkaðir vestan hafs bregðast við ebólusmiti Maðurinn sem er smitaður átti samneyti með átján mismunandi einstaklingum, þar á meðal fimm börnum. Enginn er talinn hafa smitast af honum. 1. október 2014 23:32
Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35
Ákærður vegna ebólunnar Thomas Eric Duncan er fyrsti maðurinn sem greinist með ebólusýkingu í Bandaríkjunum. Hann er sagður hafa logið þegar hann fyllti út spurningalista áður en hann fór úr landi. 3. október 2014 09:00
Óttast frekari útbreiðslu ebólu Yfirvöld í Líberíu óttast frekari útbreiðslu ebólu eftir að ráðist var á heilsugæslustöð sem hýst einstaklinga sem grunaðir voru um að hafa smitast af ebólu. 18. ágúst 2014 07:00
Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00
Ebóla ógn við alþjóðlegt öryggi Tala látinna fer sífellt hækkandi en frá því að veiran greindist fyrst í ársbyrjun hafa 2.630 orðið faraldrinum að bráð og 5.375 eru sýktir. 19. september 2014 08:00
Mögulegt ebólutilfelli í Stokkhólmi Manninum er nú haldið í einangrun á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 31. ágúst 2014 20:38
Óvíst hvar sautján ebólusjúklingar eru niðurkomnir Ekki er vitað um afdrif þeirra sjúklinga sem hurfu er múgur réðst á einangrunarstöð í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gærkvöldi. 17. ágúst 2014 22:59
Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45
Ebóla staðfest í Bandaríkjunum Maðurinn kom með almennu farþegaflugi frá Vestur-Afríku til Texas í Bandaríkjunum. 30. september 2014 23:11
Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00
1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01