„Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2014 16:30 Forsíðan. „Ég var bara svo hrædd. Ég vissi ekki hvaða áhrif þetta hefði á feril minn,“ segir leikkonan Jennifer Lawrence sem prýðir forsíðu næsta heftis tímaritsins Vanity Fair. Í viðtali við tímaritið, sem kemur í verslanir á fimmtudaginn, talar hún ítarlega um hvernig henni leið þegar nektarmyndum af henni var lekið á netið af óprúttnum tölvuþrjótum í lok ágúst á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um málið. „Þó ég sé opinber persóna, þó ég sé leikkona, þýðir það ekki að ég hafi beðið um þetta. Þetta fylgir ekki starfinu. Þetta er líkami minn og þetta ætti að vera mitt val og það að þetta hafi ekki verið mitt val er viðbjóðslegt. Ég trúi því ekki einu sinni að við lifum í svona heimi,“ segir Jennifer. Hún vildi skrifa yfirlýsingu til fjölmiðla þegar upp komst um lekann en gat það ekki. „Ég grét yfir öllu sem ég reyndi að skrifa eða varð reið. Ég byrjaði á að skrifa afsökunarbeiðni en ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég var í ástríku, heilbrigðu, frábæru sambandi í fjögur ár. Það var fjarsamband og annað hvort horfir kærastinn þinn á klám eða þig,“ segir Jennifer um tilurð nektarmyndanna. Hún vill að tölvuþrjótarnir sitji inni fyrir þennan glæp. „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot. Þetta er ógeðslegt. Lögunum þarf að breyta og við þurfum að breytast. Þess vegna eru þessar vefsíður ábyrgar. Bara það að einhver geti verið misnotaður kynferðislega og brotið á honum kynferðislega og að fyrsta hugun einhvers sé að græða á því. Það er svo fjarri mér. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona ómanneskjuleg. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona hugsunarlaus, kærulaus og tóm að innan,“ segir leikkonan. Finnur innri frið.Jennifer var ekki sú eina sem lenti í tölvuþrjótunum en nektarmyndum af meðal annars Kim Kardashian, Amber Heard og Rihönnu var einnig lekið á netið. Leikkonan er ekki síður reið þeim sem skoðuðu myndirnar. „Til allra sem skoðuðu myndirnar: þið eruð að fremja kynferðisbrot. Þið ættuð að hnipra ykkur saman af skömm. Jafnvel fólk sem ég þekki og elska segir: Já, ég skoðaði myndirnar. Ég vil ekki reiðast en á sama tíma er ég að hugsa: Ég sagði ekki að þið mættuð horfa á nakta líkama minn.“ Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú málið og Jennifer líður betur nú en þegar myndunum lak í lok ágúst. „Tíminn græðir sár. Ég græt ekki yfir þessu lengur. Ég get ekki verið reið lengur. Hamingja mín veltur ekki á því hvort þetta fólk næst því kannski næst það ekki. Ég þarf að finna frið.“ Tengdar fréttir Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35 FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 2. september 2014 16:15 Segir fræga fólkið heimskt að setja nektarmyndir á netið Günter Oettinger segir heimsku vera eitthvað sem einungis sé hægt að bjarga fólki frá að hluta. 2. október 2014 08:53 Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00 „Mikil áhætta fólgin í því að geyma gögn á snjallsímum“ Ekki er enn vitað hvernig hópur tölvuþrjóta komst yfir nektarmyndirnar af þekktum einstaklingum. Jafnvel er talið að myndirnar hafi gengið kaupum og sölum í gegnum vefsíðuna 4Chan. 3. september 2014 18:17 Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
„Ég var bara svo hrædd. Ég vissi ekki hvaða áhrif þetta hefði á feril minn,“ segir leikkonan Jennifer Lawrence sem prýðir forsíðu næsta heftis tímaritsins Vanity Fair. Í viðtali við tímaritið, sem kemur í verslanir á fimmtudaginn, talar hún ítarlega um hvernig henni leið þegar nektarmyndum af henni var lekið á netið af óprúttnum tölvuþrjótum í lok ágúst á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um málið. „Þó ég sé opinber persóna, þó ég sé leikkona, þýðir það ekki að ég hafi beðið um þetta. Þetta fylgir ekki starfinu. Þetta er líkami minn og þetta ætti að vera mitt val og það að þetta hafi ekki verið mitt val er viðbjóðslegt. Ég trúi því ekki einu sinni að við lifum í svona heimi,“ segir Jennifer. Hún vildi skrifa yfirlýsingu til fjölmiðla þegar upp komst um lekann en gat það ekki. „Ég grét yfir öllu sem ég reyndi að skrifa eða varð reið. Ég byrjaði á að skrifa afsökunarbeiðni en ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég var í ástríku, heilbrigðu, frábæru sambandi í fjögur ár. Það var fjarsamband og annað hvort horfir kærastinn þinn á klám eða þig,“ segir Jennifer um tilurð nektarmyndanna. Hún vill að tölvuþrjótarnir sitji inni fyrir þennan glæp. „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot. Þetta er ógeðslegt. Lögunum þarf að breyta og við þurfum að breytast. Þess vegna eru þessar vefsíður ábyrgar. Bara það að einhver geti verið misnotaður kynferðislega og brotið á honum kynferðislega og að fyrsta hugun einhvers sé að græða á því. Það er svo fjarri mér. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona ómanneskjuleg. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona hugsunarlaus, kærulaus og tóm að innan,“ segir leikkonan. Finnur innri frið.Jennifer var ekki sú eina sem lenti í tölvuþrjótunum en nektarmyndum af meðal annars Kim Kardashian, Amber Heard og Rihönnu var einnig lekið á netið. Leikkonan er ekki síður reið þeim sem skoðuðu myndirnar. „Til allra sem skoðuðu myndirnar: þið eruð að fremja kynferðisbrot. Þið ættuð að hnipra ykkur saman af skömm. Jafnvel fólk sem ég þekki og elska segir: Já, ég skoðaði myndirnar. Ég vil ekki reiðast en á sama tíma er ég að hugsa: Ég sagði ekki að þið mættuð horfa á nakta líkama minn.“ Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú málið og Jennifer líður betur nú en þegar myndunum lak í lok ágúst. „Tíminn græðir sár. Ég græt ekki yfir þessu lengur. Ég get ekki verið reið lengur. Hamingja mín veltur ekki á því hvort þetta fólk næst því kannski næst það ekki. Ég þarf að finna frið.“
Tengdar fréttir Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35 FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 2. september 2014 16:15 Segir fræga fólkið heimskt að setja nektarmyndir á netið Günter Oettinger segir heimsku vera eitthvað sem einungis sé hægt að bjarga fólki frá að hluta. 2. október 2014 08:53 Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00 „Mikil áhætta fólgin í því að geyma gögn á snjallsímum“ Ekki er enn vitað hvernig hópur tölvuþrjóta komst yfir nektarmyndirnar af þekktum einstaklingum. Jafnvel er talið að myndirnar hafi gengið kaupum og sölum í gegnum vefsíðuna 4Chan. 3. september 2014 18:17 Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35
FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 2. september 2014 16:15
Segir fræga fólkið heimskt að setja nektarmyndir á netið Günter Oettinger segir heimsku vera eitthvað sem einungis sé hægt að bjarga fólki frá að hluta. 2. október 2014 08:53
Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00
„Mikil áhætta fólgin í því að geyma gögn á snjallsímum“ Ekki er enn vitað hvernig hópur tölvuþrjóta komst yfir nektarmyndirnar af þekktum einstaklingum. Jafnvel er talið að myndirnar hafi gengið kaupum og sölum í gegnum vefsíðuna 4Chan. 3. september 2014 18:17