Ostamáli Haga vísað frá dómi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. október 2014 12:55 Hagar höfuðu mál eftir að hafa verið synjað um frjálsan innflutning á lífrænum kjúklingum og tilteknum ostum. Vísir / Valgarður Héraðsdómur vísaði í dag frá máli Haga gegn íslenska ríkinu vegna vegna innflutnings á lífrænum kjúklingum og tilteknum ostum. Fyrirtækið höfðaði mál vegna synjunar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á umsókn um innflutning á þessum vörum. Hagar ætla að áfrýja til Hæstaréttar.Sóttu um í vöruskorti Fyrirtækið óskaði eftir að settur yrði opinn og gjaldfrjáls tollkvóti fyrir innflutning á lífrænum kjúklingi og ostum á þeim grundvelli að viðvarandi skortur væri á þeim innanlands. Því var hafnað og kærðu Hagar ákvörðunina til dómstóla þar sem fyrirtækið taldi að ekki hefðu verið virtar lögbundnar málsmeðferðarreglur við ákvarðanatökuna. Dómurinn vísaði málinu hinsvegar frá á þeim grundvelli að Hagar ættu ekki beina og sérstaka hagsmuni af málsókninni. Rökin fyrir því voru sú að tollkvótar væru settir með reglugerðum og því væri ekki um synjun á einstaklingsbundnum réttindum til handa Högum að ræða þegar að beiðni þeirra var hafnað. Þetta staðfestir lögmaður Haga, Páll Rúnar Kristjánsson.Skrýtin niðurstaða Páll Rúnar furðar sig á þessari niðurstöðu og segir það vera stjórnarskrárvarinn rétt að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstóla. Hann segir að lögin gera ráð fyrir sérstöku umsóknarferli, mati sérstakrar nefndar og síðan ákvörðunar ráðherra. Bæði ákvörðunar nefndarinnar og ráðherra sé stjórnvaldsákvörðun í merkingu stjórnsýslulaga. „Það á ekki að breyta neinu að framkvæmd stjórnvaldsákvörðunarinnar endi með setningu reglugerðar,“ segir hann. „Það er bara kerfisbundin útfærsla á hinni eiginlegu ákvörðun sem tekin er að undangengnu lögbundu ferli sem hefst með umsókn hagsmunaaðila og endar með ákvörðun ráðherra.“Verður að þola skoðun „Málið fer nú fyrir Hæstarétt og því langt frá því að vera búið,“ segir Páll Rúnar um framhald málsins. „Þessi mál, og ákvarðanir ráðuneytisins, varða mikilsverða hagsmuni neytenda og almennings og verða að þola skoðun.“ Hann furðar sig á því að ríkið hafi krafist áfrýjunar. „Það kom mér hins vegar á óvart að ríkið krefjist frávísunar í þessu máli og reyni þar með að koma sér undan því að takast efnislega á um gerðir sínar fyrir dómi og standa skil á þeim.“ Alþingi Tengdar fréttir Hagar stefna ríkinu vegna tolla Krefjast ógildingar á ákvörðun landbúnaðarráðherra um að hafna beiðni um úthlutun opins tollkvóta fyrir innflutning á ostum og lífrænum kjúklingi. 27. mars 2014 09:21 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Héraðsdómur vísaði í dag frá máli Haga gegn íslenska ríkinu vegna vegna innflutnings á lífrænum kjúklingum og tilteknum ostum. Fyrirtækið höfðaði mál vegna synjunar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á umsókn um innflutning á þessum vörum. Hagar ætla að áfrýja til Hæstaréttar.Sóttu um í vöruskorti Fyrirtækið óskaði eftir að settur yrði opinn og gjaldfrjáls tollkvóti fyrir innflutning á lífrænum kjúklingi og ostum á þeim grundvelli að viðvarandi skortur væri á þeim innanlands. Því var hafnað og kærðu Hagar ákvörðunina til dómstóla þar sem fyrirtækið taldi að ekki hefðu verið virtar lögbundnar málsmeðferðarreglur við ákvarðanatökuna. Dómurinn vísaði málinu hinsvegar frá á þeim grundvelli að Hagar ættu ekki beina og sérstaka hagsmuni af málsókninni. Rökin fyrir því voru sú að tollkvótar væru settir með reglugerðum og því væri ekki um synjun á einstaklingsbundnum réttindum til handa Högum að ræða þegar að beiðni þeirra var hafnað. Þetta staðfestir lögmaður Haga, Páll Rúnar Kristjánsson.Skrýtin niðurstaða Páll Rúnar furðar sig á þessari niðurstöðu og segir það vera stjórnarskrárvarinn rétt að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstóla. Hann segir að lögin gera ráð fyrir sérstöku umsóknarferli, mati sérstakrar nefndar og síðan ákvörðunar ráðherra. Bæði ákvörðunar nefndarinnar og ráðherra sé stjórnvaldsákvörðun í merkingu stjórnsýslulaga. „Það á ekki að breyta neinu að framkvæmd stjórnvaldsákvörðunarinnar endi með setningu reglugerðar,“ segir hann. „Það er bara kerfisbundin útfærsla á hinni eiginlegu ákvörðun sem tekin er að undangengnu lögbundu ferli sem hefst með umsókn hagsmunaaðila og endar með ákvörðun ráðherra.“Verður að þola skoðun „Málið fer nú fyrir Hæstarétt og því langt frá því að vera búið,“ segir Páll Rúnar um framhald málsins. „Þessi mál, og ákvarðanir ráðuneytisins, varða mikilsverða hagsmuni neytenda og almennings og verða að þola skoðun.“ Hann furðar sig á því að ríkið hafi krafist áfrýjunar. „Það kom mér hins vegar á óvart að ríkið krefjist frávísunar í þessu máli og reyni þar með að koma sér undan því að takast efnislega á um gerðir sínar fyrir dómi og standa skil á þeim.“
Alþingi Tengdar fréttir Hagar stefna ríkinu vegna tolla Krefjast ógildingar á ákvörðun landbúnaðarráðherra um að hafna beiðni um úthlutun opins tollkvóta fyrir innflutning á ostum og lífrænum kjúklingi. 27. mars 2014 09:21 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hagar stefna ríkinu vegna tolla Krefjast ógildingar á ákvörðun landbúnaðarráðherra um að hafna beiðni um úthlutun opins tollkvóta fyrir innflutning á ostum og lífrænum kjúklingi. 27. mars 2014 09:21