Sport

Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari

Henry Birgir Gunnarsson í Stokkhólmi skrifar
Story lumbrar á Gunnari í kvöld.
Story lumbrar á Gunnari í kvöld. vísir/getty
Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn.

Story haltraði út úr hringnum, sá varla út um augun og leið greinilega illa á fundinum. Þrátt fyrir meiðslin var hann frábær í bardaganum gegn Gunnari og vann verðskuldað.

"Af hverju ætti ég að hlaupa inn í eldinn? Það er betra að standa fyrir utan," sagði Story aðspurður um af hverju hann hefði ekki viljað fara í gólfið með Gunnari.

Story sagðist vita vel hvar styrkleiki Gunnars lægi og því hefði hann ekki haft neinn áhuga á að fara í gólfið með Gunnari.

"Ég hef tapað allt of oft og því er hver bardagi hjá mér núna sá mikilvægasti á ferlinum. Það er alltaf vont að tapa og auðveldara að vinna," sagði Story og reyndi að glotta í kringum sársaukann.

Hann var mjög auðmjúkur eftir bardagann. Hrósaði Gunna í hástert og gerði það aftur á fundinum.

"Gunni er frábær. Þið sjáið bara á mér hvernig hann fór með mig. Ég tel mig hafa það sem þarf til að komast upp á toppinn og þetta var mikilvægt skref í rétta átt. Ég mun gera allt sem ég get til þess að verða heimsmeistari."

MMA

Tengdar fréttir

Story er svefnlaus í Stokkhólmi

Maður hefur séð hressari menn en Bandaríkjamanninn Rick Story á fjölmiðladeginum í Stokkhólmi í gær. Það átti sér þó skýringar.

Gunnar tapaði á stigum

Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story.

Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson

Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story.

Lét frænku mína klippa mig og það varð allt brjálað

"Áhugasvið fólks er misjafnt og ég spáði ekki eins mikið í þessu og þeir sem settu þetta í blöðin," segir Gunnar Nelson en klipping sem hann fékk sér fyrir rúmum mánuði vakti talsverða athygli.

Gunnar á leið í sneiðmyndatöku

Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld.

Margir verða bara ljótari með árunum

Þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er gríðarlega ánægður með lærling sinn og spáir því að Gunnar muni rota Rick Story í kvöld. Kavanagh segir Gunnar geta gert tilkall til titilbardaga í náinni framtíð.

Story: Ætla að láta reyna á þol Gunnars

Bandaríkjamaðurinn Rick Story er fullviss um að hann muni gera Gunnari Nelson lífið leitt er þeir mætast í búrinu í Stokkhólmi á laugardag.

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story

Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×