Rio: Farið með ensku landsliðsmennina eins og börn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2014 08:00 Rio Ferdinand á æfingu með QPR. Vísir/Getty Rio Ferdinand, fyrrum fyrirliði Manchester United og núverandi leikmaður Queens Park Rangers, segir í nýrri ævisögu sinni að enskir landsliðsmenn séu meðhandlaðir allt öðruvísi en leikmenn hinna landsliðanna. Ferdinand lék 81 landsleiki frá 1997 til 2011 og gegndi fyrirliðastöðunni um tíma. Hann veit því allt um hvað gengur á þegar enska landsliðið kemur saman. Ferdinand var mjög hrifinn af því hvernig Louis van Gaal, núverandi knattspyrnustjóri Manchester United, kom fram við leikmenn sína í hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu í sumar því þar væri dæmi um þjálfara sem kæmi fram við leikmenn sína eins og fullorðna menn. Ferdinand heimsótti hollenska landsliðið á HM í sumar en hann var þá að vinna fyrir BBC. Hann lýsir einni kvöldstund í bókinni sinni. „Eitt kvöldið var ég á hótelbarnum með Fabio Cannavaro og við vorum að bíða eftir Christian Vieri. Allt í einu birtist allt hollenska landsliðið á barnum og hafði það náðugt," segir Rio Ferdinand og bætir svo við: „Ég sat við hliðina á [Wesley] Sneijder og spurði hann hvað væri í gangi. Megið þið vera hérna? Hann sagði að stjórinn hafi sagt þeim að fara og þetta væri í fínu lagi svo framarlega að þeir skiluðu sér fyrir klukkan ellefu inn á hótelið," sagði Ferdinand. „Það er komið fram við okkar leikmenn eins og börn. Þar skiptir engu þótt að leikmenn hafi gert mistök í fortíðinni, þjálfarinn treystir þeim ekki eða að þeir óttist hvað verði gert með þetta í pressunni. Ég held að hollensku fjölmiðlarnir hafi ekki einu sinni minnst á þetta og leikmennirnir voru afslappaðir og frjálsir," sagði Ferdinand.Rio Ferdinand.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Rio Ferdinand, fyrrum fyrirliði Manchester United og núverandi leikmaður Queens Park Rangers, segir í nýrri ævisögu sinni að enskir landsliðsmenn séu meðhandlaðir allt öðruvísi en leikmenn hinna landsliðanna. Ferdinand lék 81 landsleiki frá 1997 til 2011 og gegndi fyrirliðastöðunni um tíma. Hann veit því allt um hvað gengur á þegar enska landsliðið kemur saman. Ferdinand var mjög hrifinn af því hvernig Louis van Gaal, núverandi knattspyrnustjóri Manchester United, kom fram við leikmenn sína í hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu í sumar því þar væri dæmi um þjálfara sem kæmi fram við leikmenn sína eins og fullorðna menn. Ferdinand heimsótti hollenska landsliðið á HM í sumar en hann var þá að vinna fyrir BBC. Hann lýsir einni kvöldstund í bókinni sinni. „Eitt kvöldið var ég á hótelbarnum með Fabio Cannavaro og við vorum að bíða eftir Christian Vieri. Allt í einu birtist allt hollenska landsliðið á barnum og hafði það náðugt," segir Rio Ferdinand og bætir svo við: „Ég sat við hliðina á [Wesley] Sneijder og spurði hann hvað væri í gangi. Megið þið vera hérna? Hann sagði að stjórinn hafi sagt þeim að fara og þetta væri í fínu lagi svo framarlega að þeir skiluðu sér fyrir klukkan ellefu inn á hótelið," sagði Ferdinand. „Það er komið fram við okkar leikmenn eins og börn. Þar skiptir engu þótt að leikmenn hafi gert mistök í fortíðinni, þjálfarinn treystir þeim ekki eða að þeir óttist hvað verði gert með þetta í pressunni. Ég held að hollensku fjölmiðlarnir hafi ekki einu sinni minnst á þetta og leikmennirnir voru afslappaðir og frjálsir," sagði Ferdinand.Rio Ferdinand.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira