Myndband | Glæsilegt rothögg Magnúsar Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. október 2014 22:15 Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni kepptu í AVMA bardagasamtökunum í gærkvöldi. Kvöldið var frábært í alla staði en þremenningarnir kláruðu allir sína bardaga. Magnús Ingi Ingvarsson rotaði andstæðing sinn eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu. Bardagarnir voru áhugamannabardagar í MMA en þeir Bjarki Ómarsson, Bjarki Þór Pálsson og Magnús Ingi Ingvarsson kepptu allir í léttvigt. Magnús Ingi Ingvarsson mætti Ricardo Franco en hann var með um 16 bardaga að baki og reynslumikill andstæðingur. Franco hefur lengi æft box og sparkbox en náði ekki einu höggi á Magnús. Magnús byrjaði bardagann afar vel og á fyrstu sekúndum bardagans kom Magnús með háspark sem rétt strauk höfuð Franco. Stuttu eftir það rotaði Magnús Franco með þungum vinstri krók og bardaginn búinn eftir aðeins 39 sekúndur. Þetta er annar sigur Magnúsar í röð eftir rothögg með vinstri krók en eftir bardagann sagðist hann vera örlítið hissa á þessu þar sem hann er nú rétthentur. Þeir sem vilja fylgjast nánar með æfingum og keppnum hjá Magnúsi ættu að kíkja á Facebook síðu hans hér. Bjarki Ómarsson og Bjarki Þór Pálsson kláruðu báðir sína andstæðinga með „rear naked choke“ hengingu en ítarlegri lýsingu á bardögum þeirra má lesa á vef MMA Frétta hér.Jón Viðar Arnþórsson, einn af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis og formaður Mjölnis, var með í för og var að vonum ánægður með frammistöðuna. „Þetta er ein flottasta frammistaða í sögu Mjölnis. Kláruðu allir sína bardaga og voru allir frábærlega vel undirbúnir, bæði líkamlega og andlega. Ég get bara ekki beðið eftir framhaldinu.“ MMA Tengdar fréttir Þrír Mjölnismenn berjast annað kvöld Þrír íslenskir bardagakappar frá Mjölni munu berjast á AVMA bardagakvöldinu í Manchester annað kvöld. 17. október 2014 22:45 Ljónsbaninn færði Bjarka belti Þrír Íslendingar kepptu í MMA-bardögum í gærkvöldi og báru þeir allir sigur úr býtum. 19. október 2014 13:34 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Sjá meira
Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni kepptu í AVMA bardagasamtökunum í gærkvöldi. Kvöldið var frábært í alla staði en þremenningarnir kláruðu allir sína bardaga. Magnús Ingi Ingvarsson rotaði andstæðing sinn eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu. Bardagarnir voru áhugamannabardagar í MMA en þeir Bjarki Ómarsson, Bjarki Þór Pálsson og Magnús Ingi Ingvarsson kepptu allir í léttvigt. Magnús Ingi Ingvarsson mætti Ricardo Franco en hann var með um 16 bardaga að baki og reynslumikill andstæðingur. Franco hefur lengi æft box og sparkbox en náði ekki einu höggi á Magnús. Magnús byrjaði bardagann afar vel og á fyrstu sekúndum bardagans kom Magnús með háspark sem rétt strauk höfuð Franco. Stuttu eftir það rotaði Magnús Franco með þungum vinstri krók og bardaginn búinn eftir aðeins 39 sekúndur. Þetta er annar sigur Magnúsar í röð eftir rothögg með vinstri krók en eftir bardagann sagðist hann vera örlítið hissa á þessu þar sem hann er nú rétthentur. Þeir sem vilja fylgjast nánar með æfingum og keppnum hjá Magnúsi ættu að kíkja á Facebook síðu hans hér. Bjarki Ómarsson og Bjarki Þór Pálsson kláruðu báðir sína andstæðinga með „rear naked choke“ hengingu en ítarlegri lýsingu á bardögum þeirra má lesa á vef MMA Frétta hér.Jón Viðar Arnþórsson, einn af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis og formaður Mjölnis, var með í för og var að vonum ánægður með frammistöðuna. „Þetta er ein flottasta frammistaða í sögu Mjölnis. Kláruðu allir sína bardaga og voru allir frábærlega vel undirbúnir, bæði líkamlega og andlega. Ég get bara ekki beðið eftir framhaldinu.“
MMA Tengdar fréttir Þrír Mjölnismenn berjast annað kvöld Þrír íslenskir bardagakappar frá Mjölni munu berjast á AVMA bardagakvöldinu í Manchester annað kvöld. 17. október 2014 22:45 Ljónsbaninn færði Bjarka belti Þrír Íslendingar kepptu í MMA-bardögum í gærkvöldi og báru þeir allir sigur úr býtum. 19. október 2014 13:34 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Sjá meira
Þrír Mjölnismenn berjast annað kvöld Þrír íslenskir bardagakappar frá Mjölni munu berjast á AVMA bardagakvöldinu í Manchester annað kvöld. 17. október 2014 22:45
Ljónsbaninn færði Bjarka belti Þrír Íslendingar kepptu í MMA-bardögum í gærkvöldi og báru þeir allir sigur úr býtum. 19. október 2014 13:34