Von á tillögum um breytingar á peningakerfinu fyrir áramót Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. október 2014 11:09 Frosti hefur talað fyrir upptöku heildarforðakerfis en með því færist öll peningaútgáfa á hendur ríkisins. Vísir / Pjetur Starfshópur sem vinnur að skýrslu um hvaða breytingar eru mögulegar á brotaforðakerfinu reiknar með að skila tillögum sínum fyrir áramót. Þetta segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður hópsins. Hann segir að hópurinn hafi nýtt sumarið í að viða að sér efni sem nú sé unnið úr.Söfnuðu efni í sumar Hópurinn starfar á vegum forsætisráðuneytisins en auk Frosta skipa hópinn tveir hagfræðingar, þau Þorbjörn Atli Sveinsson og Kristrún Mjöll Frostadóttir. Sjálfur er Frosti mikill áhugamaður um breytt peningakerfi en hann segir að vinnan í hópnum hafi dýpkað skilning sinn á málinu. „Megnið af vinnunni fór fram í sumar, þá var efni viðað í skýrsluna. Nú er verið að setja hana í læsilegt form. Við vonum að við klárum það fyrir áramótin en þetta þarf bara að taka sinn tíma,“ segir Frosti um stöðu mála. „Við stefnum að því að þessu verði öllu lokið fyrir áramót.“Skoðuðu söguna Hópurinn hafði það að markmiði að skoða sögu peningamyndunar hér á landi, hvernig gengið hefur að stýra peningamagni í landinu og með hvaða aðferðum það hefur myndast. Þá skoðaði hópurinn líka hvaða leiðir væru til að bæta þetta kerfi. „Það er búið að fara í gegnum það allt,“ segir hann og bætir við mikið sé af gögnum. Frosti getur ekki sagt hvenær tillögur hópsins verða kynntar en hann vill ekki upplýsa um hvað kemur þar fram. Hópurinn er ein af 23 verkefnanefndum sem starfa í umboði forsætisráðherra.Lengi viljað breytingar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Frosti blandar sér í umræðuna um breytingar á brotaforðakerfinu en hann er einn af forsvarsmönnum átaksins Betra peningakerfi. Í gegnum þau samtök hefur Frosti talað fyrir upptöku heildarforðakerfis en með því færist öll peningaútgáfa á hendur ríkisins og bönkum yrði aðeins leyft að lána út peninga sem þegar hafa verið lagðir inn. „Í sjálfu sér hefur skilningur bara dýpkað og ég kynnst þessu enn betur, hvernig í málinu liggur. Ég hef bara staðfest betur í því að gera þarf endurbætur á þessu fyrirkomulagi til að koma í veg fyrir að það verði aftur svipuð vandamál í framtíðinni eins og hingað til hafa verið,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Starfshópur sem vinnur að skýrslu um hvaða breytingar eru mögulegar á brotaforðakerfinu reiknar með að skila tillögum sínum fyrir áramót. Þetta segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður hópsins. Hann segir að hópurinn hafi nýtt sumarið í að viða að sér efni sem nú sé unnið úr.Söfnuðu efni í sumar Hópurinn starfar á vegum forsætisráðuneytisins en auk Frosta skipa hópinn tveir hagfræðingar, þau Þorbjörn Atli Sveinsson og Kristrún Mjöll Frostadóttir. Sjálfur er Frosti mikill áhugamaður um breytt peningakerfi en hann segir að vinnan í hópnum hafi dýpkað skilning sinn á málinu. „Megnið af vinnunni fór fram í sumar, þá var efni viðað í skýrsluna. Nú er verið að setja hana í læsilegt form. Við vonum að við klárum það fyrir áramótin en þetta þarf bara að taka sinn tíma,“ segir Frosti um stöðu mála. „Við stefnum að því að þessu verði öllu lokið fyrir áramót.“Skoðuðu söguna Hópurinn hafði það að markmiði að skoða sögu peningamyndunar hér á landi, hvernig gengið hefur að stýra peningamagni í landinu og með hvaða aðferðum það hefur myndast. Þá skoðaði hópurinn líka hvaða leiðir væru til að bæta þetta kerfi. „Það er búið að fara í gegnum það allt,“ segir hann og bætir við mikið sé af gögnum. Frosti getur ekki sagt hvenær tillögur hópsins verða kynntar en hann vill ekki upplýsa um hvað kemur þar fram. Hópurinn er ein af 23 verkefnanefndum sem starfa í umboði forsætisráðherra.Lengi viljað breytingar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Frosti blandar sér í umræðuna um breytingar á brotaforðakerfinu en hann er einn af forsvarsmönnum átaksins Betra peningakerfi. Í gegnum þau samtök hefur Frosti talað fyrir upptöku heildarforðakerfis en með því færist öll peningaútgáfa á hendur ríkisins og bönkum yrði aðeins leyft að lána út peninga sem þegar hafa verið lagðir inn. „Í sjálfu sér hefur skilningur bara dýpkað og ég kynnst þessu enn betur, hvernig í málinu liggur. Ég hef bara staðfest betur í því að gera þarf endurbætur á þessu fyrirkomulagi til að koma í veg fyrir að það verði aftur svipuð vandamál í framtíðinni eins og hingað til hafa verið,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira