Ari Freyr: Lendi örugglega einhvern tímann einn á einn á móti Robben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 10:00 Ari Freyr Skúlason. Vísir/Vilhelm Ari Freyr Skúlason fær krefjandi verkefni í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið tekur á móti bronsliði Hollendinga frá Heimsmeistaramótinu í Brasilíu síðasta sumar. Arjen Robben spilar vanalega út á hægri kantinum sem þýðir að það kemur væntanlega í hlut Ara að stoppa hann á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það verður annaðhvort Robben eða einhver annar. Maður bara tekur því sem kemur," segir Ari en hann fylgdist eins og aðrir með því þegar Arjen Robben spilaði frábærlega með hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu. „Þessi maður hjólaði sig fram og til baka í gegnum heimsmeistaramótið en okkar liðsheild mun glíma við þetta saman. Við munum hjálpa hverjum öðrum og það mun koma okkur áfram," segir Ari óhræddur. „Það kemur örugglega fyrir einhvern tímann að ég lendi einn á einn á móti Robben. Þetta verður krefjandi en mjög gaman," sagði Ari Freyr. Íslenska liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjunum jafnframt því að skora sex mörk. „Þetta sýnir hvers konar liðsheild við erum með og leikmenn á borð við Gylfa og Kolla sem geta skorað hvenær sem er. Svo erum við þéttir til baka og duglegir að vinna fyrir hvern annan. Við erum búnir að vinna með það í tvö og hálft ár og nú erum við fara upp," sagði Ari. Ari fær mikið að taka þátt í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég get ekki alltaf farið fram. Við þurfum að horfa á hvorn annan og sjá hver er framar því við megum ekki skilja Ragga og Kára eftir í súpunni," segir Ari Freyr og nefnir þar hinn bakvörðinn Theódór Elmar Bjarnason sem tekur líka virkan þátt í sóknarleiknum. En má hann eitthvað fara fram völlinn á móti Hollendingum í kvöld? „Því meira sem að maður sækir því meira þurfa þeir að verjast," svarar Ari kokhraustir og hann er ánægður í landsliðinu. „Þetta er gríðarlega gaman. Ég er búinn að vera með í þessu í þrjú ár og það er æðislegt að fá að kynnast þessum strákum og vera með þeim allan þennan tíma," sagði Ari. „Mér finnst taktíkin og leikirnir sjálfir hafa gengið upp hundrað prósent. Við tókum Tyrkina alveg útaf laginu með því hvernig við vorum sem liðsheild og svo tóku einstaklingsframtökin yfir í þessum þremur mörkum. Ef við höldum okkar striki áfram, trúum áfram á okkur og höldum áfram að berjast fyrir hvern annan þá mun þetta ganga vel," sagði Ari. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Ari Freyr Skúlason fær krefjandi verkefni í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið tekur á móti bronsliði Hollendinga frá Heimsmeistaramótinu í Brasilíu síðasta sumar. Arjen Robben spilar vanalega út á hægri kantinum sem þýðir að það kemur væntanlega í hlut Ara að stoppa hann á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það verður annaðhvort Robben eða einhver annar. Maður bara tekur því sem kemur," segir Ari en hann fylgdist eins og aðrir með því þegar Arjen Robben spilaði frábærlega með hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu. „Þessi maður hjólaði sig fram og til baka í gegnum heimsmeistaramótið en okkar liðsheild mun glíma við þetta saman. Við munum hjálpa hverjum öðrum og það mun koma okkur áfram," segir Ari óhræddur. „Það kemur örugglega fyrir einhvern tímann að ég lendi einn á einn á móti Robben. Þetta verður krefjandi en mjög gaman," sagði Ari Freyr. Íslenska liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjunum jafnframt því að skora sex mörk. „Þetta sýnir hvers konar liðsheild við erum með og leikmenn á borð við Gylfa og Kolla sem geta skorað hvenær sem er. Svo erum við þéttir til baka og duglegir að vinna fyrir hvern annan. Við erum búnir að vinna með það í tvö og hálft ár og nú erum við fara upp," sagði Ari. Ari fær mikið að taka þátt í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég get ekki alltaf farið fram. Við þurfum að horfa á hvorn annan og sjá hver er framar því við megum ekki skilja Ragga og Kára eftir í súpunni," segir Ari Freyr og nefnir þar hinn bakvörðinn Theódór Elmar Bjarnason sem tekur líka virkan þátt í sóknarleiknum. En má hann eitthvað fara fram völlinn á móti Hollendingum í kvöld? „Því meira sem að maður sækir því meira þurfa þeir að verjast," svarar Ari kokhraustir og hann er ánægður í landsliðinu. „Þetta er gríðarlega gaman. Ég er búinn að vera með í þessu í þrjú ár og það er æðislegt að fá að kynnast þessum strákum og vera með þeim allan þennan tíma," sagði Ari. „Mér finnst taktíkin og leikirnir sjálfir hafa gengið upp hundrað prósent. Við tókum Tyrkina alveg útaf laginu með því hvernig við vorum sem liðsheild og svo tóku einstaklingsframtökin yfir í þessum þremur mörkum. Ef við höldum okkar striki áfram, trúum áfram á okkur og höldum áfram að berjast fyrir hvern annan þá mun þetta ganga vel," sagði Ari.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira