Umfjöllun og viðtöl: Fram - Akureyri 17-23 | Frábær seinni hálfleikur tryggði Akureyri stigin tvö Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2014 00:01 Vísir/Andri Marinó Eftir tvo tapleiki í röð komst Akureyri aftur á sigurbraut í dag þegar Norðanmenn lögðu Fram að velli, 17-23, í Safamýrinni. Akureyri byrjaði leikinn mun betur. Vörn Norðanmanna var sterk og það var erfitt að sjá hvernig Framarar ætluðu að fara að því að skora, sérstaklega í ljósi þess að sóknarlína liðsins var eingöngu skipuð rétthentum mönnum. Stefán Baldvin Stefánsson, sem er þekktastur fyrir afrek sín í vinstra horninu, lék hægra megin fyrir utan stærstan hluta leiksins og leysti það hlutverk vel í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Akureyri voru yfir framan af leik og eftir átta mínútur var staðan 2-5, þeim í vil. En þá tóku Framarar við sér, og þá sérstaklega Kristófer Fannar Guðmundsson sem fór að verja eins og óður maður. Hann varði alls tíu skot í fyrri hálfleik, eða 53% allra skota sem hann fékk á sig. Framarar náðu fljótlega að jafna leikinn og komust í fyrsta sinn yfir, 7-6, með marki Sigurðar Arnar Þorsteinssonar á 20. mínútu. Heimamenn komust tvisvar tveimur mörkum yfir á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks, en staðan í leikhléi var 10-9, Fram í vil. Sóknarleikur beggja liða var langt frá því að vera góður í fyrri hálfleik, en það munaði miklu fyrir Akureyri að Sigþór Heimisson, þeirra markahæsti leikmaður í vetur, skoraði ekki mark í hálfleiknum auk þess sem hann tapaði helst til of mörgum boltum. Sigþór kom þó heldur betur sprækur til leiks í seinni hálfleiks, þar sem hann skoraði fimm mörk. Elías Már Halldórsson átti einnig góðan leik í sókninni, en það var fyrst og síðast frábær varnarleikur, sérstaklega í seinni hálfleik, sem skóp sigur Akureyrar. Framarar höfðu fá svör við þessari vörn í fyrri hálfleik, en engin í þeim síðari. Sverre Jakobsson, sem fór hamförum í vörninni, var með Garðar Sigurjónsson í gjörgæslu, en línumaðurinn markheppni skoraði aðeins eitt mark í leiknum, úr vítakasti á 55. mínútu.Tomas Olason byrjaði einnig að verja af krafti, en hann endaði með 21 skot varin, eða 55% allra skota sem hann fékk á sig. Olason var með skytturnar Stefán Darra Þórsson og Sigurð Örn í vasanum, en þeir félagar skoruðu aðeins fimm mörk í leiknum, og það úr 23 skotum, sem er ekki boðleg nýting í efstu deild. Akureyringar skoruðu fjögur fyrstu mörk seinni hálfleik og komust yfir, 10-12. Eftir það var aldrei spurning hvorum meginn sigurinn myndi enda. Framarar náðu einu sinni að minnka muninn í eitt mark, 15-16, en þá tóku Norðanmenn aftur á sprett og þeir unnu að lokum sex marka sigur, 17-23. Akureyri komst með sigrinum upp í 5. sæti deildarinnar, en Fram vermir botnsætið eftir fimm ósigra í röð.Stefán Baldvin: Spiluðum fína vörn lengst af Stefán Baldvin Stefánsson, leikmaður Fram, var að vonum ósáttur með úrslit dagsins. „Við vorum að spila fína vörn lengst af, en sóknarleikurinn var ekki góður. Við misstum boltann of auðveldlega, tókum léleg skot og þeir fengu hraðaupphlaup og náðu upp forystu sem þeir létu ekki af hendi,“ sagði Stefán sem þurfti að spila hægra megin fyrir utan vegna meiðsla örvhentra leikmanna Fram. „Við vorum að spila með einn sem er 1,50 fyrir utan og það var lítil skotógn hjá okkur. Það hamlaði sóknarleiknum,“ sagði Stefán sem hefur, þrátt fyrir fimm tapleiki í röð, trú á leikmannahópi Fram. „Þetta er góður hópur, en það er ekki gott að tapa svona mörgum leikjum í röð. Við verðum að skoða hvað fór úrskeiðis og laga það síðan í næstu leikjum.“Sverre: Vont andrúmsloft í síðasta leik Sverre Jakobsson, annar þjálfara og leikmaður Akureyrar, var ánægður með varnarleik Norðanmanna í leiknum gegn Fram í dag. „Varnarleikurinn var góður lengst af í leiknum. Við náðum að loka á nokkur göt í seinni hálfleik. Stefán Baldvin komst þrisvar auðveldlega í gegn í fyrri hálfleik, en við stoppuðum það í seinni hálfleik,“ sagði Sverre sem sagði að stemmningin í liði Akureyrar hefði verið betri í seinni hálfleik. „Við náðum nokkrum hraðaupphlaupum, nokkrum auðveldum mörkum og svo náðum við að byggja upp stemmningu í liðinu. Og það skilaði sér. „Við vorum aðeins of yfirspenntir í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að tapa tveimur leikjum í röð, og það á heimavelli, og við lögðum mikla pressu á okkur fyrir þennan leik. Menn þurftu tíma til að finna sig og við náðum hrollinum úr okkur fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Sverre sem var þó óánægður með hvernig Akureyri spilaði þegar liðið var í yfirtölu. „Það var eina sem ég var ósáttur með. Við sýndum smá veikleika þar. Við nýttum yfirtöluna í sókninni ekki eins og við vildum, en ég er heilt yfir stoltur af frammistöðu liðsins í dag.“ Stemmningin í liði Akureyrar virðist mjög góð, en leikmenn liðsins fögnuðu hverju stoppi í vörninni eins og þeir væru að fagna heimsmeistaratitli. Sverre segir þennan góða anda í liðinu mikilvægan. „Við runnum á rassinn í síðasta leik (gegn ÍBV). Þá var engin stemmning og vont andrúmsloft, verð ég bara að segja. Við töpuðum kannski okkar karaktereinkennum og það á heimavelli. En við ræddum þetta og hver einasti kjaftur vildi bæta fyrir Eyjaleikinn og þegar maður leggur svona mikið á sig, uppsker maður oft í samræmi við það,“ sagði Sverre að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Eftir tvo tapleiki í röð komst Akureyri aftur á sigurbraut í dag þegar Norðanmenn lögðu Fram að velli, 17-23, í Safamýrinni. Akureyri byrjaði leikinn mun betur. Vörn Norðanmanna var sterk og það var erfitt að sjá hvernig Framarar ætluðu að fara að því að skora, sérstaklega í ljósi þess að sóknarlína liðsins var eingöngu skipuð rétthentum mönnum. Stefán Baldvin Stefánsson, sem er þekktastur fyrir afrek sín í vinstra horninu, lék hægra megin fyrir utan stærstan hluta leiksins og leysti það hlutverk vel í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Akureyri voru yfir framan af leik og eftir átta mínútur var staðan 2-5, þeim í vil. En þá tóku Framarar við sér, og þá sérstaklega Kristófer Fannar Guðmundsson sem fór að verja eins og óður maður. Hann varði alls tíu skot í fyrri hálfleik, eða 53% allra skota sem hann fékk á sig. Framarar náðu fljótlega að jafna leikinn og komust í fyrsta sinn yfir, 7-6, með marki Sigurðar Arnar Þorsteinssonar á 20. mínútu. Heimamenn komust tvisvar tveimur mörkum yfir á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks, en staðan í leikhléi var 10-9, Fram í vil. Sóknarleikur beggja liða var langt frá því að vera góður í fyrri hálfleik, en það munaði miklu fyrir Akureyri að Sigþór Heimisson, þeirra markahæsti leikmaður í vetur, skoraði ekki mark í hálfleiknum auk þess sem hann tapaði helst til of mörgum boltum. Sigþór kom þó heldur betur sprækur til leiks í seinni hálfleiks, þar sem hann skoraði fimm mörk. Elías Már Halldórsson átti einnig góðan leik í sókninni, en það var fyrst og síðast frábær varnarleikur, sérstaklega í seinni hálfleik, sem skóp sigur Akureyrar. Framarar höfðu fá svör við þessari vörn í fyrri hálfleik, en engin í þeim síðari. Sverre Jakobsson, sem fór hamförum í vörninni, var með Garðar Sigurjónsson í gjörgæslu, en línumaðurinn markheppni skoraði aðeins eitt mark í leiknum, úr vítakasti á 55. mínútu.Tomas Olason byrjaði einnig að verja af krafti, en hann endaði með 21 skot varin, eða 55% allra skota sem hann fékk á sig. Olason var með skytturnar Stefán Darra Þórsson og Sigurð Örn í vasanum, en þeir félagar skoruðu aðeins fimm mörk í leiknum, og það úr 23 skotum, sem er ekki boðleg nýting í efstu deild. Akureyringar skoruðu fjögur fyrstu mörk seinni hálfleik og komust yfir, 10-12. Eftir það var aldrei spurning hvorum meginn sigurinn myndi enda. Framarar náðu einu sinni að minnka muninn í eitt mark, 15-16, en þá tóku Norðanmenn aftur á sprett og þeir unnu að lokum sex marka sigur, 17-23. Akureyri komst með sigrinum upp í 5. sæti deildarinnar, en Fram vermir botnsætið eftir fimm ósigra í röð.Stefán Baldvin: Spiluðum fína vörn lengst af Stefán Baldvin Stefánsson, leikmaður Fram, var að vonum ósáttur með úrslit dagsins. „Við vorum að spila fína vörn lengst af, en sóknarleikurinn var ekki góður. Við misstum boltann of auðveldlega, tókum léleg skot og þeir fengu hraðaupphlaup og náðu upp forystu sem þeir létu ekki af hendi,“ sagði Stefán sem þurfti að spila hægra megin fyrir utan vegna meiðsla örvhentra leikmanna Fram. „Við vorum að spila með einn sem er 1,50 fyrir utan og það var lítil skotógn hjá okkur. Það hamlaði sóknarleiknum,“ sagði Stefán sem hefur, þrátt fyrir fimm tapleiki í röð, trú á leikmannahópi Fram. „Þetta er góður hópur, en það er ekki gott að tapa svona mörgum leikjum í röð. Við verðum að skoða hvað fór úrskeiðis og laga það síðan í næstu leikjum.“Sverre: Vont andrúmsloft í síðasta leik Sverre Jakobsson, annar þjálfara og leikmaður Akureyrar, var ánægður með varnarleik Norðanmanna í leiknum gegn Fram í dag. „Varnarleikurinn var góður lengst af í leiknum. Við náðum að loka á nokkur göt í seinni hálfleik. Stefán Baldvin komst þrisvar auðveldlega í gegn í fyrri hálfleik, en við stoppuðum það í seinni hálfleik,“ sagði Sverre sem sagði að stemmningin í liði Akureyrar hefði verið betri í seinni hálfleik. „Við náðum nokkrum hraðaupphlaupum, nokkrum auðveldum mörkum og svo náðum við að byggja upp stemmningu í liðinu. Og það skilaði sér. „Við vorum aðeins of yfirspenntir í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að tapa tveimur leikjum í röð, og það á heimavelli, og við lögðum mikla pressu á okkur fyrir þennan leik. Menn þurftu tíma til að finna sig og við náðum hrollinum úr okkur fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Sverre sem var þó óánægður með hvernig Akureyri spilaði þegar liðið var í yfirtölu. „Það var eina sem ég var ósáttur með. Við sýndum smá veikleika þar. Við nýttum yfirtöluna í sókninni ekki eins og við vildum, en ég er heilt yfir stoltur af frammistöðu liðsins í dag.“ Stemmningin í liði Akureyrar virðist mjög góð, en leikmenn liðsins fögnuðu hverju stoppi í vörninni eins og þeir væru að fagna heimsmeistaratitli. Sverre segir þennan góða anda í liðinu mikilvægan. „Við runnum á rassinn í síðasta leik (gegn ÍBV). Þá var engin stemmning og vont andrúmsloft, verð ég bara að segja. Við töpuðum kannski okkar karaktereinkennum og það á heimavelli. En við ræddum þetta og hver einasti kjaftur vildi bæta fyrir Eyjaleikinn og þegar maður leggur svona mikið á sig, uppsker maður oft í samræmi við það,“ sagði Sverre að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira