Elísabet II Bretadrottning heiðraði leikkonuna Angelinu Jolie í Buckingham-höll í dag.
Elísabet veitti Angelinu nafnbótina Dame en það jafngildir því þegar karlmenn eru slegnir til riddara. Er þetta gífurlega mikill heiður en aðrar leikkonur sem hafa hlotið nafnbótina eru til að mynda Julie Andrews, Judi Dench, Angela Lansbury, Helen Mirren og Elizabeth Taylor.
Samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly var eiginmaður hennar, leikarinn Brad Pitt, og börnin þeirra sex með í för.
„Börnin voru mjög spennt yfir því að vera í Buckingham-höll,“ segir heimildarmaður tímaritsins.
Orðin Dame Angelina Jolie
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
