Eins og sést á meðfylgjandi myndum var mikið stuð í tökunum en fyrsta þáttaröðin sló rækilega í gegn á Stöð 2 seint á síðasta ári og snemma á þessu ári.
Tökur halda áfram næstu helgi en 160 atriði eru skráð til leiks og koma sjötíu starfsmenn að tökunum.
Dómnefnd þáttarins skipa þau Jón Jónsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bubbi Morthens og Selma Björnsdóttir. Sú síðarnefnda sest í dómarasætið í stað söngkonunnar Þórunnar Antoníu.







