Lífið

Auddi baðaður í glimmeri og rautt X frá Bubba

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tveir fyrstu þættirnir í annarri þáttaröð af hæfileikaþættinum Ísland Got Talent voru teknir upp um helgina í myndveri á Korputorgi.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum var mikið stuð í tökunum en fyrsta þáttaröðin sló rækilega í gegn á Stöð 2 seint á síðasta ári og snemma á þessu ári.

Tökur halda áfram næstu helgi en 160 atriði eru skráð til leiks og koma sjötíu starfsmenn að tökunum.

Dómnefnd þáttarins skipa þau Jón Jónsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bubbi Morthens og Selma Björnsdóttir. Sú síðarnefnda sest í dómarasætið í stað söngkonunnar Þórunnar Antoníu.

Glimmeri rignir yfir Auðunn Blöndal.
Dómnefndin.
Frábærir áhorfendur.
Þorgerður Katrín og Jón Jónsson í stuði.
Selma Björns skemmtir sér konunglega.
Allt að smella.
Farið yfir skipulagið.
Bubbi spjallar við Magnús Viðar.

Tengdar fréttir

Styður systur sína með töfrabrögðum

Töframaðurinn Hermann Helenuson, sem vakti mikla athygli í Ísland got talent, stendur fyrir töfrasýningu og lætur hann allan ágóða renna til systur sinnar.

Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum

Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt.

Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent

Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld.

Sjáðu Þorgerði Katrínu taka lagið

Dómarinn tók lagið í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent á sunnudagskvöldið eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Gullhnappur notaður í Talent

Tökur á fyrstu tveim þáttunum í Ísland Got Talent fóru fram um síðustu helgi. Upptökurnar eru mjög viðamiklar og fara fram í 4.000 fermetra rými í Korputorgi. 160 atriði verða kynnt og nítján tökuvélar notaðar.

Jó jó fílingur baksviðs

Keppendur Ísland Got Talent voru sultuslakir eins og sjá má þrátt fyrir beina útsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.