Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 31-27 | Þriðji sigur FH í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 23. október 2014 15:40 Vísir/Valli FH lagði Stjörnuna 31-27 á heimavelli sínum að Kaplakrika í Olís deild karla í handbolta í kvöld. FH var 14-13 yfir í hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað og skoraði Stjarnan sitt fyrsta mark ekki fyrr en á sjöundu mínútu en þá hafði FH skorað tvö fyrstu mörk leiksins. Aðeins fimm mörk voru skoruð tólf fyrstu mínútur leiksins og hafði FH skorað fjögur þeirra en þá breyttist leikurinn á augabragði. Varnir liðanna sem voru góðar í byrjun leiks opnuðust upp á gátt. FH náði mest fjögurra marka forystu en Stjarnan náði alltaf að narta í hælana á FH og minnka muninn og var FH aðeins einu marki yfir í hálfleik. Stjarnan náði að loka betur á sókn FH seint í fyrri hálfleiknum auk þess sem Sigurður Ingiberg Ólafsson átti góða innkomu í mark Stjörnunnar. Stjarnan náði að jafna metin í upphafi seinni hálfleiks en þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum skildu leiðir. FH lokaði vörninni með Ágúst Elí Björgvinsson sterkan í markinu og náði að skora níu mörk gegn tveimur á tólf mínútna kafla sem gerði út um leikinn. FH keyrði öflug hraðaupphlaup auk þess sem allt gekk upp hjá liðinu á þessum kafla leiksins. Stjarnan náði að minnka muninn í lokin eftir að FH hafði skipt lykilmönnum útaf en það var of lítið og of seint til að ógna sigri Hafnfirðinga. Þriðji sigur FH í röð staðreynd og liðið komið í annað sæti deildarinnar en Stjarnan féll á botninn með ósigrinum þar sem HK lagði Aftureldingu á sama tíma. Benedikt: Eiginlega rúlluðum yfir þá„Við tókum sömu baráttu, kraftinn og greddu og í síðasta leik. Við vorum hrikalega kraftmiklir og vissum að það tæki tíma að slíta þá frá okkur og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Benedikt Reynir Kristinsson sem lék afbrags vel í liði FH og nýtti öll sex skotin sín í leiknum. „Þeir fengu mikið af hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og þetta var bara eitt mark í hálfleik en við vissum að þetta tæki tíma. Við þurftum smá tíma í seinni hálfleik til að losa þá frá okkur. „Við settum í fimmta gír og eiginlega rúlluðum yfir þá. Varnarleikurinn var mjög sterkur og Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson) varði vel í seinni hálfleik. Það var það og hraðaupphlaup sem skiluðu þessum sigri,“ sagði Benedikt. Eftir tvö töp í röð í kjölfarið á sigri á erkifjendunum í Haukum hefur FH nú unnið þrjá nokkuð örugga sigra í röð. „Þetta lítur vel út. Við fórum ekkert á taugum við að tapa tveimur leikjum gegn ÍR og Aftureldingu. Við erum að bæta okkur jafnt og þétt. Það er stígandi í liðinu og góð stemning. „Við erum með flottan hóp og ætlum okkur að gera flotta hluti. Þetta lítur vel út eins og er,“ sagði Benedikt. Björn Ingi: Margir ljósir punktar í þessum leik„Við fáum örugglega eitthvað í kringum tíu hraðaupphlaup á okkur sem er allt of mikið. Við erum seinir til baka,“ sagði Björn Ingi Friðþjófsson markvörður Stjörnunnar. „Við byrjuðum leikinn ekki alveg nógu vel en svo komum við til baka og það var jafnræði með liðunum í hálfleik. Síðan er þetta jafnt fyrstu tíu í seinni hálfleik en svo fáum við allt of mikið af hraðaupphlaupum á okkur. „Það eru margir ljósir punktar í þessum leik. Þetta var miklu betri leikur en gegn Fram í síðustu umferð. Ég held að það geti allir verið sammála um það,“ sagði Björn Ingi sem hafði ekkert út á þær fjórar brottvísanir sem Stjarnan fékk í seinni hálfleik að setja á þeim kafla sem gerði út um leikinn. „Mér fannst dómararnir allt í lagi. Þetta var enginn skandall. Þeir kunna alveg að dæma þessir strákar. „Ég er sáttur mjög nokkuð margar stráka í þessum leik. Það var bara svekkjandi að geta ekki verið með þetta jafnt fram á síðustu og svo taka þetta, það hefur vantað svolítið hjá okkur. „Það var allt of mikið að missa þetta í sjö mörk. Við pressum á þá í lokin og þeir lenda í vandræðum og við hefðum kannski mátt byrja á þessu fyrr eða ekki lenda sjö mörkum undir,“ sagði Björn Ingi léttur í lokin. Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
FH lagði Stjörnuna 31-27 á heimavelli sínum að Kaplakrika í Olís deild karla í handbolta í kvöld. FH var 14-13 yfir í hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað og skoraði Stjarnan sitt fyrsta mark ekki fyrr en á sjöundu mínútu en þá hafði FH skorað tvö fyrstu mörk leiksins. Aðeins fimm mörk voru skoruð tólf fyrstu mínútur leiksins og hafði FH skorað fjögur þeirra en þá breyttist leikurinn á augabragði. Varnir liðanna sem voru góðar í byrjun leiks opnuðust upp á gátt. FH náði mest fjögurra marka forystu en Stjarnan náði alltaf að narta í hælana á FH og minnka muninn og var FH aðeins einu marki yfir í hálfleik. Stjarnan náði að loka betur á sókn FH seint í fyrri hálfleiknum auk þess sem Sigurður Ingiberg Ólafsson átti góða innkomu í mark Stjörnunnar. Stjarnan náði að jafna metin í upphafi seinni hálfleiks en þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum skildu leiðir. FH lokaði vörninni með Ágúst Elí Björgvinsson sterkan í markinu og náði að skora níu mörk gegn tveimur á tólf mínútna kafla sem gerði út um leikinn. FH keyrði öflug hraðaupphlaup auk þess sem allt gekk upp hjá liðinu á þessum kafla leiksins. Stjarnan náði að minnka muninn í lokin eftir að FH hafði skipt lykilmönnum útaf en það var of lítið og of seint til að ógna sigri Hafnfirðinga. Þriðji sigur FH í röð staðreynd og liðið komið í annað sæti deildarinnar en Stjarnan féll á botninn með ósigrinum þar sem HK lagði Aftureldingu á sama tíma. Benedikt: Eiginlega rúlluðum yfir þá„Við tókum sömu baráttu, kraftinn og greddu og í síðasta leik. Við vorum hrikalega kraftmiklir og vissum að það tæki tíma að slíta þá frá okkur og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Benedikt Reynir Kristinsson sem lék afbrags vel í liði FH og nýtti öll sex skotin sín í leiknum. „Þeir fengu mikið af hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og þetta var bara eitt mark í hálfleik en við vissum að þetta tæki tíma. Við þurftum smá tíma í seinni hálfleik til að losa þá frá okkur. „Við settum í fimmta gír og eiginlega rúlluðum yfir þá. Varnarleikurinn var mjög sterkur og Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson) varði vel í seinni hálfleik. Það var það og hraðaupphlaup sem skiluðu þessum sigri,“ sagði Benedikt. Eftir tvö töp í röð í kjölfarið á sigri á erkifjendunum í Haukum hefur FH nú unnið þrjá nokkuð örugga sigra í röð. „Þetta lítur vel út. Við fórum ekkert á taugum við að tapa tveimur leikjum gegn ÍR og Aftureldingu. Við erum að bæta okkur jafnt og þétt. Það er stígandi í liðinu og góð stemning. „Við erum með flottan hóp og ætlum okkur að gera flotta hluti. Þetta lítur vel út eins og er,“ sagði Benedikt. Björn Ingi: Margir ljósir punktar í þessum leik„Við fáum örugglega eitthvað í kringum tíu hraðaupphlaup á okkur sem er allt of mikið. Við erum seinir til baka,“ sagði Björn Ingi Friðþjófsson markvörður Stjörnunnar. „Við byrjuðum leikinn ekki alveg nógu vel en svo komum við til baka og það var jafnræði með liðunum í hálfleik. Síðan er þetta jafnt fyrstu tíu í seinni hálfleik en svo fáum við allt of mikið af hraðaupphlaupum á okkur. „Það eru margir ljósir punktar í þessum leik. Þetta var miklu betri leikur en gegn Fram í síðustu umferð. Ég held að það geti allir verið sammála um það,“ sagði Björn Ingi sem hafði ekkert út á þær fjórar brottvísanir sem Stjarnan fékk í seinni hálfleik að setja á þeim kafla sem gerði út um leikinn. „Mér fannst dómararnir allt í lagi. Þetta var enginn skandall. Þeir kunna alveg að dæma þessir strákar. „Ég er sáttur mjög nokkuð margar stráka í þessum leik. Það var bara svekkjandi að geta ekki verið með þetta jafnt fram á síðustu og svo taka þetta, það hefur vantað svolítið hjá okkur. „Það var allt of mikið að missa þetta í sjö mörk. Við pressum á þá í lokin og þeir lenda í vandræðum og við hefðum kannski mátt byrja á þessu fyrr eða ekki lenda sjö mörkum undir,“ sagði Björn Ingi léttur í lokin.
Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira