Robben: Verð bara betri með aldrinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2014 09:45 Arjen Robben verður í eldlínunni með Bayern gegn Roma í Meistaradeildinni í kvöld. vísir/getty Arjen Robben er einn af bestu knattspyrnumönnum heims í dag, en fyrir tveimur árum var allt niður á við hjá hollenska landsliðsmanninum. Bayern átti mögulega á að vinna þrennuna vorið 2012, en svo varð ekki og var Robben að stórum hluta kennt um það. Robben brenndi af víti í lykilleik gegn Dortmund sem á endanum færði lærisveinum Jürgens Klopps þýska Meistaratitilinn og þá brenndi hann einnig af úr víti í úrslitum Meistaradeildarinnar sem Chelsea vann. Bayern stóð uppi titlalaust. Hollendingurinn tók þátt í vináttuleik nokkrum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz-vellinum og bauluðu stuðningsmenn Bayern á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann. Svo virtist sem hann væri á leið frá félaginu. En Robben sneri dæminu við og er nú búinn að vera frábær undanfarnar tvær leiktíðir. Á þeim tíma vann Bayern þýsku 1. deildinna tvisvar, bikarinn tvisvar, Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu. Þá skoraði hann úrslitamarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Dortmund. „Það sem kom fyrir mig er hluti af fóboltanum. Það mikilvæga er að trúa alltaf á sjálfan sig og vera jákvæður. Ég veit það er auðvelt að segja það eftir á, en svona er þetta bara,“ segir Robben í viðtali við Goal.com. „Maður verður að leggja mikið á sig og berjast fyrir sínu. Leiktíðin 2011/2012 var erfið, en lífið heldur áfram og við erum búnir að gera frábæra hluti síðan þá.“ „Þessi reynsla breytti mér ekkert sem persónu. Maður verður bara að nýta tækifærin í fótboltanum. Þegar maður er að spila vel og að vinna titla þá er lífið miklu betra,“ segir Robben sem er orðinn þrítugur og hefur líklega aldrei verið betri. „Kannski er þetta öðruvísi fyrir mig en aðra. Ég verð bara betri með aldrinum,“ segir Arjen Robben. Þýski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Arjen Robben er einn af bestu knattspyrnumönnum heims í dag, en fyrir tveimur árum var allt niður á við hjá hollenska landsliðsmanninum. Bayern átti mögulega á að vinna þrennuna vorið 2012, en svo varð ekki og var Robben að stórum hluta kennt um það. Robben brenndi af víti í lykilleik gegn Dortmund sem á endanum færði lærisveinum Jürgens Klopps þýska Meistaratitilinn og þá brenndi hann einnig af úr víti í úrslitum Meistaradeildarinnar sem Chelsea vann. Bayern stóð uppi titlalaust. Hollendingurinn tók þátt í vináttuleik nokkrum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz-vellinum og bauluðu stuðningsmenn Bayern á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann. Svo virtist sem hann væri á leið frá félaginu. En Robben sneri dæminu við og er nú búinn að vera frábær undanfarnar tvær leiktíðir. Á þeim tíma vann Bayern þýsku 1. deildinna tvisvar, bikarinn tvisvar, Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu. Þá skoraði hann úrslitamarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Dortmund. „Það sem kom fyrir mig er hluti af fóboltanum. Það mikilvæga er að trúa alltaf á sjálfan sig og vera jákvæður. Ég veit það er auðvelt að segja það eftir á, en svona er þetta bara,“ segir Robben í viðtali við Goal.com. „Maður verður að leggja mikið á sig og berjast fyrir sínu. Leiktíðin 2011/2012 var erfið, en lífið heldur áfram og við erum búnir að gera frábæra hluti síðan þá.“ „Þessi reynsla breytti mér ekkert sem persónu. Maður verður bara að nýta tækifærin í fótboltanum. Þegar maður er að spila vel og að vinna titla þá er lífið miklu betra,“ segir Robben sem er orðinn þrítugur og hefur líklega aldrei verið betri. „Kannski er þetta öðruvísi fyrir mig en aðra. Ég verð bara betri með aldrinum,“ segir Arjen Robben.
Þýski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira