Væri heima hjá sér að skera osta og horfa á Friends ef Airwaves væri ekki Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2014 15:46 „Mér finnst alltaf gaman að sjá hvernig bærinn lifnar við á nokkuð daufum tíma ársins,“ segir tónlistarmaðurinn Egill Ólafur Thorarensen, um Iceland Airwaves-hátiðina sem hófst á miðvikudaginn. Blaðamaður Vísis hitti hann ásamt Friðriki Ólafssyni á Slippbarnum í gær en þeir standa sjálfir að tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fór síðasta sumar og mun einnig verða í Laugardalnum næsta sumar. „Þetta er ótrúlegur vettvangur fyrir íslenskar hljómsveitir til að kynna sig. Þetta er fyrir mitt leyti besta hátíðin fyrir íslenska listamenn til að koma sér á framfæri,“ segir Egill og þá bætir Friðrik við: „Þú finnur alltaf eitthvað nýtt og sniðugt á þessari hátíð.“ Strákarnir segja að þetta sé árlegur viðburður fyrir þá báða og missa þeir helst ekki af hátíðinni en Friðrik er búsettur erlendis. Egill hefur sjálfur spilað á Airwaves og þá aðallega með hljómsveitinni Quarashi.vísir/sáp„Það er svo gaman að spila á þessari hátíð. Ég man þegar ég fór síðast á svið og leit yfir salinn og gerði mér grein fyrir því að þetta voru mestmegnis erlendir gestir. Að spila fyrir sal sem er sjötíu prósent útlendingar sem eru komnir alla leið hingað til að hlusta á þig er ótrúlega gaman. Ég veit ekki hvað maður væri að gera ef þessi hátíð væri ekki, kannski heima hjá sér að skera osta og horfa á Friends.“ Secret Solstice hátíðin fór fram í Laugardalnum í sumar og stefna þeir félagar á það að gera enn betur næsta sumar. „Við fengum góðar ráðleggingar frá þeim sem standa að tónlistarviðburðum hér á landi og hér á landi eru allir bara svo miklir vinir og tilbúnir að hjálpa. Það vantaði bara einhverja hátíð hinumegin við árið.“ Airwaves Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Mér finnst alltaf gaman að sjá hvernig bærinn lifnar við á nokkuð daufum tíma ársins,“ segir tónlistarmaðurinn Egill Ólafur Thorarensen, um Iceland Airwaves-hátiðina sem hófst á miðvikudaginn. Blaðamaður Vísis hitti hann ásamt Friðriki Ólafssyni á Slippbarnum í gær en þeir standa sjálfir að tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fór síðasta sumar og mun einnig verða í Laugardalnum næsta sumar. „Þetta er ótrúlegur vettvangur fyrir íslenskar hljómsveitir til að kynna sig. Þetta er fyrir mitt leyti besta hátíðin fyrir íslenska listamenn til að koma sér á framfæri,“ segir Egill og þá bætir Friðrik við: „Þú finnur alltaf eitthvað nýtt og sniðugt á þessari hátíð.“ Strákarnir segja að þetta sé árlegur viðburður fyrir þá báða og missa þeir helst ekki af hátíðinni en Friðrik er búsettur erlendis. Egill hefur sjálfur spilað á Airwaves og þá aðallega með hljómsveitinni Quarashi.vísir/sáp„Það er svo gaman að spila á þessari hátíð. Ég man þegar ég fór síðast á svið og leit yfir salinn og gerði mér grein fyrir því að þetta voru mestmegnis erlendir gestir. Að spila fyrir sal sem er sjötíu prósent útlendingar sem eru komnir alla leið hingað til að hlusta á þig er ótrúlega gaman. Ég veit ekki hvað maður væri að gera ef þessi hátíð væri ekki, kannski heima hjá sér að skera osta og horfa á Friends.“ Secret Solstice hátíðin fór fram í Laugardalnum í sumar og stefna þeir félagar á það að gera enn betur næsta sumar. „Við fengum góðar ráðleggingar frá þeim sem standa að tónlistarviðburðum hér á landi og hér á landi eru allir bara svo miklir vinir og tilbúnir að hjálpa. Það vantaði bara einhverja hátíð hinumegin við árið.“
Airwaves Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira