Sviti og sviðsdýfur Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2014 14:05 FM Belfast sigruðu Silfurberg Vísir/Andri Marino Silfurberg í Hörpu var gjörsamlega troðið á Iceland Airwaves í gær, þegar hljómsveitin FM Belfast steig á svið um hálf eitt í nótt. Stemningin í salnum var mikil og greinilegt var að sveitarinnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Þau byrjuðu strax af miklum krafti og spilaðu aðallega lög af nýjustu plötu sinni Brighter Days. Salurinn dansaði, hoppaði og söng með allan tímann, stemmningin var mögnuð og hver einasti gestur með bros á vör. Vísir/Andri MarinoMeðlimir hljómsveitarinnar tóku nokkrar sviðsdýfur og áhorfendur létu mannhafið bera sig um. Eftir tæpan klukkutíma, tóku þau lokalagið og fóru af sviði. Salurinn var hinsvegar ekki á sama máli og klappaði þau upp. Það má segja að svitinn og stuðið hafi margfaldast eftir uppklapp, er þau tóku slagarann Underwear, sem teygðist svo í lagið þeirra I Don't Want to Go To Sleep Either. Inn í þetta fléttuðu þau meðal annars lögin Kiling in The Name of, Wonderwall og næntís eðalinn The Key, The Secret. FM Belfast stóðu svo sannarlega undir væntingum og miklu meira en það.Vísir/Andri Marino Airwaves Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Silfurberg í Hörpu var gjörsamlega troðið á Iceland Airwaves í gær, þegar hljómsveitin FM Belfast steig á svið um hálf eitt í nótt. Stemningin í salnum var mikil og greinilegt var að sveitarinnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Þau byrjuðu strax af miklum krafti og spilaðu aðallega lög af nýjustu plötu sinni Brighter Days. Salurinn dansaði, hoppaði og söng með allan tímann, stemmningin var mögnuð og hver einasti gestur með bros á vör. Vísir/Andri MarinoMeðlimir hljómsveitarinnar tóku nokkrar sviðsdýfur og áhorfendur létu mannhafið bera sig um. Eftir tæpan klukkutíma, tóku þau lokalagið og fóru af sviði. Salurinn var hinsvegar ekki á sama máli og klappaði þau upp. Það má segja að svitinn og stuðið hafi margfaldast eftir uppklapp, er þau tóku slagarann Underwear, sem teygðist svo í lagið þeirra I Don't Want to Go To Sleep Either. Inn í þetta fléttuðu þau meðal annars lögin Kiling in The Name of, Wonderwall og næntís eðalinn The Key, The Secret. FM Belfast stóðu svo sannarlega undir væntingum og miklu meira en það.Vísir/Andri Marino
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira