Magnaður Mugison Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2014 11:20 vísir/haraldur/andri marinó Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að tónlistarfólki hér á landi en í gærkvöldi bar Mugison af á Iceland Airwaves. Tónleikar hans hófust klukkan níu í Silfurbergi í Hörpu og var salurinn orðinn troðfullur á slaginu. Mugison lék listir sínar í um fjörutíu mínútur og var hvert einasta augnablik þess virði að standa í þvögunni þar sem varla var þverfóta fyrir aðdáendum. Sjálfur var hann frábær, þéttur og vel rokkaður. Þeir tónlistarmenn sem voru með honum á sviðinu í Hörpunni voru alls ekki síðri og lék bandið einstaklega vel saman. Hápunktur tónleikanna var þegar Mugison tók lagið Gúanóstelpan ásamt eiginkonu sinni, Rúnu Esradóttur, en lagið samdi hann til hennar. Ótrúlega einlæg framkoma og það mátti finna fyrir mikilli tengingu milli áhorfenda og þeirra hjóna. Meistarinn lauk síðan tónleikunum með rokkaðri útgáfu af Murr Murr og þá varð allt gjörsamlega vitlaust í salnum. Við erum heppin að eiga þennan listamann, hann er yndislegur. Airwaves Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að tónlistarfólki hér á landi en í gærkvöldi bar Mugison af á Iceland Airwaves. Tónleikar hans hófust klukkan níu í Silfurbergi í Hörpu og var salurinn orðinn troðfullur á slaginu. Mugison lék listir sínar í um fjörutíu mínútur og var hvert einasta augnablik þess virði að standa í þvögunni þar sem varla var þverfóta fyrir aðdáendum. Sjálfur var hann frábær, þéttur og vel rokkaður. Þeir tónlistarmenn sem voru með honum á sviðinu í Hörpunni voru alls ekki síðri og lék bandið einstaklega vel saman. Hápunktur tónleikanna var þegar Mugison tók lagið Gúanóstelpan ásamt eiginkonu sinni, Rúnu Esradóttur, en lagið samdi hann til hennar. Ótrúlega einlæg framkoma og það mátti finna fyrir mikilli tengingu milli áhorfenda og þeirra hjóna. Meistarinn lauk síðan tónleikunum með rokkaðri útgáfu af Murr Murr og þá varð allt gjörsamlega vitlaust í salnum. Við erum heppin að eiga þennan listamann, hann er yndislegur.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira