Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2014 11:15 Joyce, Theo og Maaike. Vísir/Andri Marinó „Við erum ástfangin af Íslandi,“ segja hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi sem eru á meðal fimm þúsund erlendra gesta á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fór formlega af stað í gærkvöldi. Hjónin voru mætt í Hörpu í gærkvöldi ásamt vinkonu sinni Maaike van Oorsouw og voru í frábærum gír þegar blaðamaður hitti á þau. „Við elskum íslenska náttúru, fólkið og Reykjavík. Eiginlega bara allt,“ segir Theo og Joyce bætir um leið við: „Og súkkulaðikökuna. Hún er ótrúlega góð.“ Blaðamaður verður aðeins undrandi. Þótt hann sé sjálfur mikill aðdáandi súkkulaðiköku gerði hann sér ekki grein fyrir að sú íslenska væri svo vinsæl meðal ferðamanna, eða Hollendinga. Aðspurð hvar þau fái þessa tilteknu súkkulaðiköku svara hjónakornin því til að þau geti fengið hana úti um allt í íslenskum bakaríum. „Svona súkkulaðikaka er ófáanleg í Hollandi,“ segja þau hlæjandi og bæta við að íslenska gulrótarkakan sé sömuleiðis einstök. Þremenningarnir hafa verið vinir í níu ár, voru saman í skóla. Van Kaathoven-hjónin eru á Íslandi í fjórða skipti en þetta er í annað sinn sem þau mæta á Iceland Airwaves. Maaike er hins vegar í sinni fyrstu heimsókn til landsins. Í tal berst að hún er einhleyp. „Við erum að leita að kærasta fyrir hana. Helst íslensks víkings,“ segir Joyce hlæjandi og Maaike brosir líka. „Þau vilja að ég næli mér í íslenskan kærasta svo þau geti komið oftar til Íslands.“ Aðspurð hvernig gangi að finna hinn eina sanna fyrir vinkonuna segir Joyce ekkert að frétta enn sem komið er. Hátíðin sé hins vegar aðeins nýhafin. „Hún er líka svo kröfuhörð!“ segir Theo og uppsker mótmæli frá Maaike. Skella þau svo öll upp úr saman. Vinirnir voru búnir að sjá Agent Fresco sem eru í miklu uppáhaldi hjá Theo. „Þeir voru góðir en hljómburðurinn í Gamla bíói var ekki alveg nógu góður,“ segir Theo sem ætlar að sjá sveitina öðru sinni á föstudagskvöldið. Airwaves Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Við erum ástfangin af Íslandi,“ segja hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi sem eru á meðal fimm þúsund erlendra gesta á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fór formlega af stað í gærkvöldi. Hjónin voru mætt í Hörpu í gærkvöldi ásamt vinkonu sinni Maaike van Oorsouw og voru í frábærum gír þegar blaðamaður hitti á þau. „Við elskum íslenska náttúru, fólkið og Reykjavík. Eiginlega bara allt,“ segir Theo og Joyce bætir um leið við: „Og súkkulaðikökuna. Hún er ótrúlega góð.“ Blaðamaður verður aðeins undrandi. Þótt hann sé sjálfur mikill aðdáandi súkkulaðiköku gerði hann sér ekki grein fyrir að sú íslenska væri svo vinsæl meðal ferðamanna, eða Hollendinga. Aðspurð hvar þau fái þessa tilteknu súkkulaðiköku svara hjónakornin því til að þau geti fengið hana úti um allt í íslenskum bakaríum. „Svona súkkulaðikaka er ófáanleg í Hollandi,“ segja þau hlæjandi og bæta við að íslenska gulrótarkakan sé sömuleiðis einstök. Þremenningarnir hafa verið vinir í níu ár, voru saman í skóla. Van Kaathoven-hjónin eru á Íslandi í fjórða skipti en þetta er í annað sinn sem þau mæta á Iceland Airwaves. Maaike er hins vegar í sinni fyrstu heimsókn til landsins. Í tal berst að hún er einhleyp. „Við erum að leita að kærasta fyrir hana. Helst íslensks víkings,“ segir Joyce hlæjandi og Maaike brosir líka. „Þau vilja að ég næli mér í íslenskan kærasta svo þau geti komið oftar til Íslands.“ Aðspurð hvernig gangi að finna hinn eina sanna fyrir vinkonuna segir Joyce ekkert að frétta enn sem komið er. Hátíðin sé hins vegar aðeins nýhafin. „Hún er líka svo kröfuhörð!“ segir Theo og uppsker mótmæli frá Maaike. Skella þau svo öll upp úr saman. Vinirnir voru búnir að sjá Agent Fresco sem eru í miklu uppáhaldi hjá Theo. „Þeir voru góðir en hljómburðurinn í Gamla bíói var ekki alveg nógu góður,“ segir Theo sem ætlar að sjá sveitina öðru sinni á föstudagskvöldið.
Airwaves Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira