Banamaður Bin Laden kemur fram opinberlega Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2014 09:56 Hryðjuverkaleiðtoginn Osama Bin Laden var tekinn af lífi í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í Pakistan þann 2. maí 2011. Vísir/AFP Robert O‘Neill, 38 ára fyrrverandi bandarískur hermaður, segist vera sá sem drap hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í pakistanska bænum Abbottabad 2. maí 2011. Sjónvarpsstöðin Fox News mun brátt sýna þátt í tveimur hlutum þar sem O‘Neill greinir frá því hvernig sérsveitin réðst til atlögu gegn Bin Laden og skaut hann til bana. Breska blaðið MailOnline greinir frá nafni O‘Neill sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í hernum. Í fréttinni eru jafnframt birtar myndir af O'Neill. Í frétt MailOnline kemur fram að O‘Neill hafi hætt í Bandaríkjaher eftir sextán ára starf, nokkru fyrr en samningur hans gerði ráð fyrir og hafi hann þar með misst af ýmsum sjúkra- og eftirlaunaréttindum. Hann kveðst óánægður með það og hafi því ákveðið að koma fram og segja sögu sína. Æðsta stjórn innan fyrrverandi deildar O‘Neill (Navy Seal) hefur í bréfi greint frá því að núverandi sérsveitarmenn séu mjög óánægðir með ákvörðun O‘Neill og að hann verði jafnvel dreginn fyrir dóm fyrir að greina opinberlega frá upplýsingum sem sem trúnaður ríkir yfir. „Trúnaðarupplýsingar eru varðar með lögum,“ segja þeir í bréfinu.52 orður og viðurkenningar O‘Neill ólst upp í koparnámubæ í ríkinu Montana og segir faðir hans, Tom O‘Neill, að sonurinn hafi gengið í herinn nítján ára gamall. Sem liðsmaður sérsveitar hersins á hann að hafa starfað bæði í Írak og Afganistan og hlotið 52 viðurkenningar og orður fyrir störf sín. Tom segir son sinn hafa tekið þátt í rúmlega 400 verkefnum á vegum hersins. Robert O‘Neill hefur áður rætt við fjölmiðla, þar á meðal tímaritið Esquire í mars 2013, en þá kom hann ekki fram undir nafni. Þá lýsti hann yfir óánægju með hvernig herinn færi með hermenn sem hefðu látið af störfum. Í samtali við MailOnline segist Tom O‘Neill nú oft hafa fengið spurninguna um hvort hann óttist að liðsmenn ISIS muni nú leita þá uppi nú þegar Robert hefur ákveðið að segja sína sögu opinberlega. „Þá svara ég að ég muni teikna stærðarinnar skotmark á útidyrnar og segi þeim að reyna að ná okkur.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Sjá meira
Robert O‘Neill, 38 ára fyrrverandi bandarískur hermaður, segist vera sá sem drap hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í pakistanska bænum Abbottabad 2. maí 2011. Sjónvarpsstöðin Fox News mun brátt sýna þátt í tveimur hlutum þar sem O‘Neill greinir frá því hvernig sérsveitin réðst til atlögu gegn Bin Laden og skaut hann til bana. Breska blaðið MailOnline greinir frá nafni O‘Neill sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í hernum. Í fréttinni eru jafnframt birtar myndir af O'Neill. Í frétt MailOnline kemur fram að O‘Neill hafi hætt í Bandaríkjaher eftir sextán ára starf, nokkru fyrr en samningur hans gerði ráð fyrir og hafi hann þar með misst af ýmsum sjúkra- og eftirlaunaréttindum. Hann kveðst óánægður með það og hafi því ákveðið að koma fram og segja sögu sína. Æðsta stjórn innan fyrrverandi deildar O‘Neill (Navy Seal) hefur í bréfi greint frá því að núverandi sérsveitarmenn séu mjög óánægðir með ákvörðun O‘Neill og að hann verði jafnvel dreginn fyrir dóm fyrir að greina opinberlega frá upplýsingum sem sem trúnaður ríkir yfir. „Trúnaðarupplýsingar eru varðar með lögum,“ segja þeir í bréfinu.52 orður og viðurkenningar O‘Neill ólst upp í koparnámubæ í ríkinu Montana og segir faðir hans, Tom O‘Neill, að sonurinn hafi gengið í herinn nítján ára gamall. Sem liðsmaður sérsveitar hersins á hann að hafa starfað bæði í Írak og Afganistan og hlotið 52 viðurkenningar og orður fyrir störf sín. Tom segir son sinn hafa tekið þátt í rúmlega 400 verkefnum á vegum hersins. Robert O‘Neill hefur áður rætt við fjölmiðla, þar á meðal tímaritið Esquire í mars 2013, en þá kom hann ekki fram undir nafni. Þá lýsti hann yfir óánægju með hvernig herinn færi með hermenn sem hefðu látið af störfum. Í samtali við MailOnline segist Tom O‘Neill nú oft hafa fengið spurninguna um hvort hann óttist að liðsmenn ISIS muni nú leita þá uppi nú þegar Robert hefur ákveðið að segja sína sögu opinberlega. „Þá svara ég að ég muni teikna stærðarinnar skotmark á útidyrnar og segi þeim að reyna að ná okkur.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Sjá meira