Veita allt að 687 milljónir vegna eldsumbrota Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2014 13:57 Vísir/Stefán Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag voru rædd viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls. Samþykkt var að veita 329 milljónir króna til lykilstofnanna vegna áfallins kostnaðar hingað til. Þar að auki yrðu 358 milljónir teknar frá til áramóta ef ástand á gossvæðinu helst óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fær 126 milljóna viðbótarfjárheimildir til að standa straum af ýmsum óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Þar er með talinn kostnaður vegna Landsbjargar og lögreglu við gæslu á svæðinu. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands fær 61 milljón til að bregðast við óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Landhelgisgæslan fær 36 milljónir, sem að mestu eru vegna viðbótareftirlits með flugi. Umhverfisstofnun fær 12 milljónir vegna viðbótarkostnaðar. Meðal annars vegna nauðsynlegra tækjakaupa. Vatnajökulsþjóðgaður fær 12 milljónir vegna kostnaðar við vöktun og þátttöku í mælingum vísindamanna. Veðurstofa Íslands fær 59 milljónir króna vegna kostnaðar við verulega aukinnar vinnu og viðveru starfsmanna við vöktun mæla og viðveru á gosstöðvum. Einnig hefur Veðurstofunni reynst nauðsynlegt að endurnýja tæki til að uppfylla kröfur almannavarna. Vegagerðin fær 24 milljónir vegna verkefna varðandi lokanir og að ósk Almannavarna og vegna varnarvirkja við brýr til að draga úr líkum á tjóni við aukna vatnavexti. Mat hefur verið lagt á kostnað við áframhaldandi aðgerðir út árið haldist óbreytt ástand á svæðinu. Heildaráætlun fyrir þessa þrjá mánuði hljóða upp á rúmar 358 milljónir króna, sem verða vistaðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjölga nettengdum mælitækjum um landið sem vakta styrk og gildi brennisteinsdíoxíðs sem og handmælitækjum. Þar að auki var samþykkt erindi frá embætti Landlæknis um að í gang fari eftirlit vegna áhrifa gasmengunar frá gosstöðvum á heilsufar almennings. Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag voru rædd viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls. Samþykkt var að veita 329 milljónir króna til lykilstofnanna vegna áfallins kostnaðar hingað til. Þar að auki yrðu 358 milljónir teknar frá til áramóta ef ástand á gossvæðinu helst óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fær 126 milljóna viðbótarfjárheimildir til að standa straum af ýmsum óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Þar er með talinn kostnaður vegna Landsbjargar og lögreglu við gæslu á svæðinu. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands fær 61 milljón til að bregðast við óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Landhelgisgæslan fær 36 milljónir, sem að mestu eru vegna viðbótareftirlits með flugi. Umhverfisstofnun fær 12 milljónir vegna viðbótarkostnaðar. Meðal annars vegna nauðsynlegra tækjakaupa. Vatnajökulsþjóðgaður fær 12 milljónir vegna kostnaðar við vöktun og þátttöku í mælingum vísindamanna. Veðurstofa Íslands fær 59 milljónir króna vegna kostnaðar við verulega aukinnar vinnu og viðveru starfsmanna við vöktun mæla og viðveru á gosstöðvum. Einnig hefur Veðurstofunni reynst nauðsynlegt að endurnýja tæki til að uppfylla kröfur almannavarna. Vegagerðin fær 24 milljónir vegna verkefna varðandi lokanir og að ósk Almannavarna og vegna varnarvirkja við brýr til að draga úr líkum á tjóni við aukna vatnavexti. Mat hefur verið lagt á kostnað við áframhaldandi aðgerðir út árið haldist óbreytt ástand á svæðinu. Heildaráætlun fyrir þessa þrjá mánuði hljóða upp á rúmar 358 milljónir króna, sem verða vistaðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjölga nettengdum mælitækjum um landið sem vakta styrk og gildi brennisteinsdíoxíðs sem og handmælitækjum. Þar að auki var samþykkt erindi frá embætti Landlæknis um að í gang fari eftirlit vegna áhrifa gasmengunar frá gosstöðvum á heilsufar almennings.
Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira